Alþýðublaðið - 31.07.1926, Side 2

Alþýðublaðið - 31.07.1926, Side 2
o jalþýdublaðið] J kermir út á hverjum virkum degi. t j Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við > j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árit. j J tii kl. 7 síðd. t j Skrifstofa á sama stað opin kl. { j 9V2—10Va árd. og kl. 8—9 siðd. ^ ISimar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 » j hver mrn. eiridálka. j J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ► j (í sama húsi, sömu símar). j Seraentsleysið. Fjðldi manna er vinnulaus fyrir bragðið. Nú orðið skifta peir rnenn lmndruðum hér í bænum, sem eru vinnulausir 'vegna sementsskorts. T. d. hafa um 30 manns orðið að hætta af þeim sökum við hús- byggingu „Gamla bíós“ og 50 manns eða fleiri við Landsspitai- ann. Svona er um allan bæ. Smiðirnir verða líka að hætta vinnu jiiegar steypan stöðvast til Jangframa. Mörg íbúðarhús, -sem áttu að vera fullger fyrir 1. .október, geta ekki orðið jrað vegna tafarinnar. Sementsskipið, sem gat verið komið hingað fyrir löngu; var iát- ið fara hér frarn hjá jiegar orðið var sementslaust í verzlununum. Það var látið meta meira að flytja Iítinn hluta farmsins, um tuttug- asta part, vestur á Breiðafjörð. Hefði Iiiað óráð ekki verið upp tekið, jiá væri sementið ekki nú á sjávarbotni. Það vissi stjórn símastauranna að vísu ekki fyrir, að svona myndi fara. Hitt gat' henni verið fullkunnugt, að se- tnentsskörtur var orðirin í bæn- um, og að hann myndi ekki batna við það, þó að sementsskip væri láfið sigla hér fyrir framan nesin, en koma hvergi í nánd við hinn sementsvana höfuðstað. Nú er talin von á skipi með dá- lítinn slatta af sementi, 300 tunn- ur að sögn. Það hrekkur skamt. Til að fullnæg.ja þörfinni er það varla meira en svari munnbita í svangan mann. Loks kvað nú verið að ferma skip með sementi og fleiru í Álaborg, en vonlaust er, að það komi hingað fyrri en um aðra helgi. 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þorir „Mgbl.“ enn að segja þaö lygi, áð sementsskortur sé í bæn- um? Því finst e. t. v. ekkert við sementsjirotið að athuga, fremur en stöðvun togaranna. Því hefir líka hingað til verið annara uín kauplækkun en atvinnu verka- fólksins. 30. júlí. Tregða og samstarf. Það eru ekki að eins hlulir, svo sem framleiðslutæki, land og fé, sem einstákiingar lcasta eign sinni á og þykjast eiga einir. Margir eru orðnir svo „gegnsósa“ af trú á réttmæti einstaklingseignar á hverju sem vera skal, að þeim finst slík „landnám“ á andlega sviðinu líka sjálfsögð oo' eðlileg, rétt eins og á peningum og tog- araflota. Þaö er jafnvel altítt, að sumir trúflokkar, og þá að vonum ekki þeir víðsýnustu, þykjast eiga guð einir, en kalla alla aðra „trú- villinga“, ef þeir trúa ekki ná- kvæmlega hinu sama og þeir sjálfir, eða jrví sem þeir af göml- um vana halda að þeir trúi sjálf-. ir. Ef trúarhugmyndirnar eru ekki nákvæmlega í öllum atriðum eins og þeir hyggja að ííðkan- legt hafi verið á dögum feðra sinna, þá rísa þeir upp eins og svefnstyggur maður, sem ýtt er við, og bergmála ádeiluna, sem klingt hefir gegn sérhverri siðbót á hverju sviði sem hún hefir kom- ið frani1: Hví má þetta ekki vera eins og jiað hefir verið? — Fyr- ir >' þetta deildu Gyðingarnir hve ákafast á Krist. Hann boðaði nýja siði og kvað hugarfarið vera æðra öl’um fórnum. Það fanst Fa- ríseunum uppreisn gegn siðum feðranna. Hví mátti þetta ekki vera eins og það hafði verið? Og þeir urðu æfir. Slik fastheldni.við ait gamalt og hræðsla við alt nýtt er önnur aðalsmiðjan á and- stöðu gegn jafnaðarstefnunni, og sú, er víðar kemur inn framleiðslu sinni en hin, — einkahagsmunir rninni hlutans —, sem á sterkasta vígi silt jrar, sem er tregða fjöld- ans til allrar nýbreytni. Það er jiessi tregða, sem framkallar á- deilur á alt, sem var öðru vísi í æsku þeirra, sem orðnir eru aldr- aðir, og þá vanalega einkum á það, sem gott er og gagnlegt. Dálítið sýnishorn af nýjunga- hræðslunni í trúmálum er grein SigUrðar Halldórssonar: „Er,, þetta gott ástand ?“ Kona sú, pf hann vitnar til, skrifar um „guðsótta og góða siði eftir þeim reglum, sem okkur h;fir verið kent í heil- agri ritningu.“ S. H. virðist hafa gléymt boðorðinu um að rann- saka ritningarnar. t biblíunni eru sem sé reglurnar alls ekki alls staðar þasr sömu. Við slíku er heldur engan veginn að búast, — þvt aö hvernig gæti Nýja testa- mentið flutt ni/ja kenningu og ný sannindi, ef „reglur“ þess yæru að eins endurtekningar á þvi, sem kent var í hinum ýmsu ritum Gyðinga í Gamla testamentinu? Það er geysimikill munur á regl- urn þeim, sem t. d. Jósúabók (8. kap.) segir, að Jahve lagði fyrir Jósúa, og hann og aðrir ísraels- menn breyttu eftir, að leggja borgina Aí í eyði, brenna hana og deyða þar ‘ hvert mannsbarn, margar þúsundir karla, kvenna og barna, og hins vegar á kenningu Krists, t. d. í fjallræðunni eða dæmisögunni um miskunnsama Samverjann. Hlutværk biblíurann- sóknanna, sem S. H. finst að rífi niður biblíuna, er ekki sízt að prófa hana, benda á mismun hinna ýmsu rita hennar, vinza úr og „halda því, sem gott er“. Að halda því fram, að slíkar athug- ariir séu blekkingar einar og vit- leysa, minnir á hugsanagang Fa- ríseanna, að það, sem þeir skildu ekki í verkurn Krists, hlyti að vera gert með fulltingi Beelsebúls. Á dögum eldri kynslóðarinnar var oft talað um „guðsótta“, eins og Konan gerir, sem S. H. vitnar til. Það gerði Salómon konungur líka. Kristur kendi um guðsdsf og tók kærleikann fram yfir óttann, -og það var áreiðanlega mikil fram- för. Annað hlutverk biblíurannsókn- anna eru textarannsóknir. Það er t. ,d. allmikill munur á, hvort í 2. Mósebók, 34. kap. 35. v., stend- ur, að geislar stóðu af andlits- hörundi Móse, þegar hann kom ofan af íjallinu, eins og nú er í biblíuþýðingunni íslenzku, eða að Móse hafi verið með hornum, eins og stóð í frægri fornaldarþýð- ingu. — Menn geta líka áreiðan- lega verið jafneinlægir trúmenn, þó að þeim virðist yngri þýðingin

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.