Alþýðublaðið - 31.07.1926, Blaðsíða 3
31. júlí 1926.
ALÞ«í>OBLa*HÍ/
sennilegri. Hinu má svo sem bú-
ast við, að einhverjum hafi fyrst
í stað fundist hún „eyðileggja"
útlit Móse. Það er a. m. k. ekki
fjarstætt að gera ráð fyrir því,
þegar því er haldið fram á vor-
um dögum, að biblíurannsóknir
geti „eyðilagt" Krist.
Um „Helgakver" er það sann-
ast, eins og öll önnur þvílík
„kver", að það þarf engan krist-
indómsóvin til að sjá, að það
faefir aldrei verið við barna hæfi.
Að forminu til gat það verið
bandbók í trúfræði fyrir þroskað .
fólk, t. d. menn, sem voru að búa
sig undir prestaskólann, — því
að það hefir þann kost að vera
skipulega samið. Góð barnabók
hefir það aldrei verið. Til þess
er það alt of þurt og_ kerfiskent,
og þó er það „hátíö" hjá „Klave-
nesskveri". Sumt í „kverum" þess-
um er líka í fylsta máta ókristi-
legt og Ijótt, sérstaklega kenning-
in um eilífa útskúfun, og þar
kemst þó „Klavenesskver" lengst
(í 75. gr.), þegar spurt er: „Hvern-
íg refsar guð?"g og svarið er:
„Hann lœtur*) hið illa, sem ég
igerr, ... sp'illa sálu minni. . ."
Pá er og í „kverum" þessum ýms-
um gyðinglegum barnaskap gert
jafnhátt undir höfði og kenningu
Krists. Biblíurannsóknirnar vbru
víst ekki látnar „eyðileggja krist-
indóminn" í „kverunum". —
Fræoi Lúthers voru í fyrstu alls
*) Auðkent hér.
ekki skrifuð handa börnum. Pað
sést greinilegast á útleggingu
hans af 1. gr. Trúarjátningarinnar
og 4. bæninni í „Faðir vor". Börn
geta ekki talað um eiginkonur sín-
ar, eiginmenn eða böm.
í grein, sem.síra Björn Stefáns-
son á Auðkúlu skrifar nýlega í
„Tímann", kallar hann „kverin"
„Helgakver", „Klavenesskver" og
önnur slík, „dauða dæmd fræði".
I stað þeirra vill hann láta semja
„kristindómskénslubók á fðgru og
einföldu máli." „Séu í henni úr-
valskaflar úr ritningunni, einkum
Nýja testamentinu, úrvalserindi
úr kristilegum kveðskap, ásamt
völdum sögum kristilegs efnis og
helztu atriði kristnisögunnar og
beztu manna hennar. Síðast í bók
þessari sé prentuð einföld og skýr
trúarjátning á breidum, kristileg-
um grunctvelli,*) svo og Faðirvor-
ið. Bók þessari fy'lgi stuttar leið-
beiningar fyrir kennarann og fal-
legar bibliumyndir." — f>að er
rétt, að fleiri en. þeir, sem lesa
„Tímann", fái að sjá þessar til-
lögur:
Eitt af því, sem S. H. virðist
véra þyrnir í augum, er það, að
komið hafa fram raddir um, að
kirkjusálmabókinni þyrfti að
breyta. Hins minnist ég ekki að
hafa heyrt eða séð í þeim tillög-
um, að sálmabókina ætti að
leggja niður, þ. e. án þess örinur
Kæmi í staðinn. Síðan sálmabók-
*) Auðkent hér.
in.kom fyrst út, eru tiokkrir ára-
tugir, og'á þeim tíma hafa margir.
góðir sálmar verið ortir og þýdd-
ir, og sumir þeirra munu jafnvei
jafnast á við beztu sálmana, sem
fyrir eru í bókinní. Heldur nú S.
H., að kristnin eða kirkjan myndi
líða hnekki við það, að úrvil
þessara sálma væri. tekið upp í
kirkjusálmabókina, en aðrir, sem
sjaldan eða e. t. v. aldrei eru
sungnir, þokuðu fyrir þeim? —
Það. væri í mesta máta ótrúlegt
Vill S. H. íhuga, hvers vegna
það muni vera, að „Grallarinn"
er ekki énn. í dag notaður sem
kirkjusálmabók og „Pontoppí-
dans-kver" („Ponti") sem barna-
lærdómsbók. Eða heldur hann, að
það hafi líka verið gert af hræsni
og til að blekkja fólkið?
Annars er það i meira lagi ein-
kennilegt álit manns, sem sjálfur
er kristinn, ef hann heldur, að
unt sé að „eyðileggja" Krist. —
Kirkjunni er áreiðanlega bezt að
vera rúmgód pjóðkirkja, sameig-
inlegt félag allra kristinna manna,
þrátt fyrir mismunandi álit, á
ýmsu því, sem aldrei getur orðið
aðalatriðið. Sú sameiningarstefna
er einnig holl í fleiri málum en
trúmálunum. Þeir, sem næstir
standa hver öðrum í skoðufium* .
koma jafnan mestu í framkvæmd,
ef þeir sameinast um aðalmálin.
Guðm- R- Ólafsson
úr Grindavík.
Einar ská'aglam: Húsið við Norðurá.
þeirra heim með þér. En var myndin í dóti
rnajórsins eða þjónsins/' spurði Johnson enn.
„Hún var í köfforti þjónsins. Ég tók hana
þaðan. Mér fanst synd, að hún lægi þar eng-
um tii gagns," nöldraði^ karlinn.
„Tókstu þar nokkuð meira ?"
„Nei."
Goodmann Johnson tók myndina ofan af
veggnum og stakk henni ofan í handtösku
sína.
„Ég tek myndina með mér," sagði hann,
„og þú mátt ekkert taka burt úr húsinu, —
ekkert," sagði hann við gamla manninn.
I þessu kom Bera með kaffið, og féll
við það . talið niður.
En um kvöldið fór Goodmann Johnson
ofan í Borgarnes aftur. —
Hann sat aftur inni í skrifstofu sýslu-
manns.
Goodmann Johnson dró upp hjónamyndina
gnsku og sýndi hana sýslumanni.
„Þetta fanst líka í föggum Maxwells.
Kannist þér nokkuð við - manninn á mynd-
inni ?" spurði Johnson.
„Hver fann hána?" svaraði yfirvaldið.
„Ég var að spyrja yður, hvort þér könn-
uðust við manninn á myndinni. Skiijið þér
ekki íslenzku?" sagði Johnson með hvössum
rómi.
Yfirvaldið, sem hafði ætlað sér að koma
á betra jafnræði milli Johnsons og sín, varð
aftur að gjalti frammi fyrir Ameríkumann-
inum.
„Ég kannast ekki við manninn," anzaði
hann nú.
. „Svo vildi ég fá að sjá ljósmyndina af
líkunum," sagði Goodmann Johnson. Hann
várð hálf-góðmannlegur, þegar hann fann,
að hann hafði yfirtökin.
Sýslumaður opnaði skrifborðið sitt, tók út
úr því og bylti til á allar lundir, en varð
eftir því,, sem frá leiðí órórri.