Alþýðublaðið - 31.07.1926, Síða 3

Alþýðublaðið - 31.07.1926, Síða 3
31. júlí 1926. 4LÞ$ bUBLAt)Iu 3 sennilegri. Hinu má svo sem bú- ast við, að einhverjum hafi fyrst i stað fundist hún „eyðileggja“ útlit Móse. Það er a. m. k. ekki fjarstætt að gera ráð fyrir því, þegar því er haldið fram á vor- um dögum, að biblíurannsóknir geti „eyðilagt" Krist. Um „Helgakver" er það sann- ast, eins og öll önnur þvílík „kver“, að það þarf engan krist- indómsóvin til að sjá, að það hefir aldrei verið við barna hæfi. Að forminu til gat það verið handbók í trúfræði fyrir þroskað fóik, t. d. menn, sem voru að búa sig undir prestaskólann, — því að það hefir þann kost að vera skipulega samið. Góð barnabók hefir það aldrei verið. Til þess er það alt of þurt og. kerfiskent, og þó er það „hátíð" hjá „Klave- nesskveri“. Sumt í „kverum" þess- urn er líka í fylsta máta ókristi- legt og Ijótt, sérstaklega kenning- in um eilífa útskúfun, og þar kemst þó „Klavenesskver" lengst (í 75. gr.), þegar spurt er: „Hvern- jg refsar guð?“s og svarið er: „Hann lœtur*) hið illa, sem ég geri', . . . spilla sálu minni. . .“ Þá er og í „kverum“ þessum ýms- um gyðinglegum barnaskap gert jafnhátt undir höfði og kenningu Krists. Biblíurannsóknirnar voru víst ekki látnar „eyðiieggja krist- indóminn“ í „kverunum“. — Fræði Lúthers voru í fyrstu alls *) Auðkent hér. ekki skrifuð handa börnum. Það sést greinilegast á útleggingu hans af 1. gr. Trúarjátningarinnar og 4. bæninni í „Faðir vor“. Börn geta ekki talað um eiginkonur sín- ar, eiginmenn eða börn. í grein, sem síra Björn Stefáns- son á Auðkúlu skrifar nýlega í „Tímann", kallar hann „kverin" „Helgakver", „Klavenesskver“ og önnur slík, „dauða dæmd fræði“. 1 stað þeirra vill hann láta semja „kristindómskenslubók á fögru og einföldu máli.“ „Séu í henni úr- valskaflar úr ritningunni, einkum Nýja testamentinu, úrvalserindi úr kristilegum lrveðskap, ásamt völdum sögum kristilegs efnis og helztu atriði kristnisögunnar og beztu manna hennar. Síðast í bók þessari sé prentuð einföld og skýr trúarjátning ú breidum, kristileg- um grundvelli,*) svo og Faðirvor- ið. Bók þessari fylgi stuttar leið- beiningar fyrir kennarann og fal- legar biblíumyndir.“ — Það er rétt, að fleiri en. þeir, sem lesa „Tímann“, fái að sjá þessar til- lögur: Eitt af því, sem S. H. virðist vera þyrnir í augum, er það, aö komið hafa fram raddir um, að kirkjusálmabókinni þyrfti að breyta. Hins minnist ég ekki að hafa heyrt eða séð í þeim tillög- um, að sálm^bókina ætti að leggja niður, þ. e. án þess önnur Kæmi í staðinn. Síðan sálmabók- *) Auðkent hér. in.kom fyrst út, eru -nokkrir ára- tugir, og'á þeim tíma hafa margi'r. góðir sálmar verið ortir og þýdd- ir, og sumir þeirra munu jafnvei jafnast á við beztu sálmana, sein fyrir eru í bókinní. Heldur nú S. H„ að kristnin eða kirlrjan myndi líða hnekki við það, að úrv.xl þessara sálma væri tekið upp i kirkjusálmabókina, en aðrir, sem sjaldan eða e. t. v. aldrei eru sungnir, þokuðu fyrir þeinx? — Það. væri í mesta máta ótrúlegt, Vill S. H. íhuga, hvers vegna þaö muni vera, að „Grallarin:i“ er ekki énn, í dag notaður sem kirkjusálmabók og „Pontoppí- dans-kver“ (,,Ponti“) sem barna- lærdómsbók. Eða heldur hann, að það haf'i líka verið gert af hræsni og til að bleldtja fólkið? Annars er það í meira lagi ein- kennilegt álit rnanns, sem sjálfur er kristinn, ef hann heldur, að unt sé að „eyðileggja“ Krist. —• Kirkjunni er áreiðanlega bezt að vera rúmgód pjódkirkja, sameig- inlegt félag allra kristinna rnanna, þrátt fyrir mismunandi álit á ýmsu því, sem aldrei getur orðið aðalatriðið. Sú sameiningarstefna er einnig holl í fleiri málurn en trúmálunum. Þeir, sem næstir standa hver öðrum í skoðunum, koma jafnan mestu í framkvæmd, ef þeir scuneinast um adalmútlin. Giiðm. R- Ólafsson úr Grindavík. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. þeirra heim með þér. En var rnyndin í dóti majórsins eða þjónsins?1 spurði Johnson enn. „Hún var í kófforti þjónsins. Ég tók hana þaðan. Mér fanst synd, að hún lægi þar eng- um til gagns,“ nöldraði( karlinn. „Tókstu þar nokkuð meira?“ „Nei.“ Goodmann Johnson tók myndina ofan af veggnunx og stakk henni ofan í handtösku sína. „Ég tek myndina með mér,“ sagði hann, „og þú mátt ekkert taka burt úr húsinu, — ekkert,“ sagði hann við gamla manninn. í þessu kom Bera með kaffið, og féll við það . talið niður. En um kvöldið fór Goodmann Johnson ofan í Borgarnes aftur. — Hann sat aftur inni í skrifstofu sýslu- manns. Goodmann Johnson dró upp hjónamyndina gnsku og sýndi hana sýslumanni. „Þetta fanst líka í föggurn Maxwells. Kannist þér nokkuð við'manninn á mynd- inni?“ spurði Johnson. „Hver fann hana?“ svaraði yfirvaldið. „Ég var að spyrja yður, hvort þér könn- uðust við manninn á myndinni. Skiljið þér ekki íslenzku?" sagði Johnson nxeð hvössum rómi. Yfirvaldið, sem haíði ætlað sér að koma á betra jafnræði milli Johnsons og sín, varð aftur að gjalti frammi fyrir Anxeríkumann- inunx. „Ég kannast ekki við manninn,“ anzaði hann nú. „Svo vildi ég fá að sjá Ijósmyndina af líkunum,“ sagði Goodmann Johnson. Hann varð hálf-góðmannlegur, þegar hann fann, að hann hafði yfirtökin. Sýslunxaður opnaði skrifborðið sitt, tók út úr því og bylti til á allar lundir, en varð eftir því, sem frá leið: órórri.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.