Alþýðublaðið - 31.07.1926, Síða 4

Alþýðublaðið - 31.07.1926, Síða 4
4 í mannúðlegra horf. Pegar vér rennum huganum til liðinna tíma og athugum, hve mikið hefir áunnist, — að ýmsu hefir fariö fram og að á sumum sviðum er veldi grimdarinnar minna en áður, að minsta kosti á yfirborðinu, — þá megum vér aldrei gleyma {rví, að þó nokkuð hafi áunnist, er þó svo mikið enn aflaga, að ekki veitir af að láta hendur standa fram úr ermum og vínna kappsamlega að bættum kjörum fjöldans á hverju sviði sem er. Auðvaklskúgun vorra daga er svo mikið böl, að ekki dugir að hugga sig við það, að verra hafi þó þrælahaldið verið í fornöld og lengst fram eftir öld- um sums staðar í heiminum. Sama er að segja um meðferð fanga og sakfeldra manna. Það er að vísu rétt, að skánað hefir hún víða og það að mun, en enn þá er sú vitlausa stefna ríkjandi í löggjöfinni, þar á meðal hér á landi, að sökunautum skuli refsað í stað þess að reyna að betrci þá, sem ætti þó að vera tilgangurinn, ef góðleikur og hyggindi réðu stefnunni. Þessu vill Alþýðuflokk- urinn gerbreyta, og því er eitt atriðið í stefnuskrá hans þetta: „Hegningarlöggjöfin sé e'ndur- skoðuð og breytt í mildara og mannúðlegra horf. Sé stefnt að því að bæta þá brotlegu, en ekki hegna þeim.“ Lögin eiga að vera lög frjálsra manna, en ekki þrælalög. Þau eiga að stefna að mannbetrun. Gamait fei'eísnlmerk- lugarvottorð. Oft er um það talað nú á dög- um, hvað hegningar þær, sem lög- in leggja á menn, séu ómannúðleg- ar. Þó að það sé að vísu satt, er hitt þó víst, að miklu voru hegn- ingar ómannúðlegri hér á landi í fyrri daga, og þarf ekki að líta nema iiðuga öld aftur í tímann til að sjá, að menn voru brendir og hengdir, brennimerktir og flengdir fyrir afbrot, sem nú er lögð við vatns- og brauðs-hegning eða betr- unarhúsvinna. Þó mann nú ói við hegningum þeirra tíma, er ekki laust við, að ALÞÝÐUBLAÐIÐ það komi á þær háíf-hjákátlegur blær þrátt fyrir griindina, þegar þær komast í klærnar á kancelli- stíl þeirra tíma; svo var hann af- káralegur, og er hér gott dæmi. Skömmu fyrir miðja 18. öld varð Jón nokkur'J nsson úr Gull- bringusýslu uppvís að ýmiss konar smáhnupli, en játaði þá einnig á sig að hafa stolið Ijósahjálmum nokkr- um úr Bessastaðakirkju. Var það sjálfsagt ekki illa leikið, því að kirkjunnar þar hlýtur að hafa verið óvanalega vel gætt, þareð miðstjóm landsins sat þar, en hins vegar var þar ekki svo maigt um manninn, að ekki hlyti flest, sem þar fram för, að vera á allra vitorði. Líklegast er, að hjálmarnir hafi verið úr eiri, og hafi Jón ætlað að bræða þá upp og gera sér mat úr málminum, sem er dýrmætur. Þetta hefir hon- um sennilega tekist, því að spurð- ur er hann fyrir lögþingisréttinum (þar sem „delinqventen (þ. e. saka- maðurinn) Joon Joonsson, laus og Iiðugur af réttinum, exam- ineraður (þ. e. prófaður) var“) að því, hvað af hjálmunum hafi orðið svo að þeir hafa bersýnilega ekki komið í leitirnar. Hann svarar þvi til, að hann hafi íengið þá Guð- laugi nokkrum Magnússyni. Auð- séð er þó á öllu, að Guðlaugur þessi hefir ekki viljað við það kann- ast eða, sem er öllu semiilegra, ekki fundist og Jón logið honum upp. 15. júlí 1749 staðfestir lögþingis- rétturinn héraðsdóininn yfir Jóni, og hljóðar hann svo á hinu hjákátlega máli þeirrar tiðar, og er orðalagið ekki síður skemtilegt: Héraðsdómur I ögsagnarans Guðna Sigurðssonar og meðdómsmanna, afsagður að Kópavogi þann 17. Maii næstliðna, um þjófnaðarmál Delinqventens Joons Joonssonar, er hér með staðfestur, og skal nefnd- ur Delinqvent fyrir meðkendann smáþjófnað, þrisvar sinnum fram- inn, og kirkjuþjófnað í fjórða sinni, sér til velforþénts straffs, en öðr- um til viðvörunar kagstrýkjast, með þjöfsmarki brennimerkjast og til Kaupmannahafnar schlaveriis (þ. e. þrælkunar) til erfiðis í járnum sína lífstið að yfirstandandi sumri útsendast. Ifandfógetinn Drese sem sakafallsforpagtari í Gullbringu- sýslu skal sorga fyrir execution (þ. e. framkvæmd) þessa dóms innan 14 daga frá dags dato og siðan útfærslu Delinqventens til schlaveriet með þeim til Kaup- mannahafnar á yfirstandandi sumri frá landinu siglandi skipum. Drese landfógeti, sá, er i döm- inuin getur, var nafntogaður fylli- raftur á sinni tíð, og segir það nokkuð, því að þá þótti jafnlítill vansi að drekka, eins og nú þykir að reykja. Lét hann ekki neitt verulega á sér standa, því að hann Iét framkvæma það, sem hann átti að gera, eftir þrjár vik- ur og þvi ekki nema sjö dögum of seint. Fékk hann sér vottorð þeirra, sem það gerðu, um fram- kvæmdina. Vottorðið er enn til í Þjóðskjalasafninu og einstakt í sinni röð. Það er á dönsku og sizt óskemtilegra en dómurinn og hljóðar svo: Anno 1749 d. 5te Augusti var laugrættes dommen over kirke- tyven Jon Jonssen exeqveret, da hand var kagstryget og brænde- mærket ved Bessestæd paa land- foged Christian Dreses bekostning; attestere ut supra. G. Sigurðsson. Erlendur Eyvindsson. Pétur Guðmundsson. Jón Bjarnason. Jón Brandsson. (þ. e.: Ár 1749, þann 5. ágúst, var framkvæmdur Iögréttudómur- inn yfir Jóni Jónssyní kirkjuþjóf, þvi að hann var kagstrýktur og þrennimerktur hjá Bessastöðum á kostnað Kristjáns landfógeta Drese. Það votta sama dag og að ofan greinir.) Athugasemdin um kostnað Iand- fógetans er óborganleg, enumhyggj- unni fyrir Jóni lýkur þar með ekki. 25. ág. skipar Pingel amtmaður Windekilde Eyrarbakkakaupmanni að flytja hann til Kaupmanna- hafnar og skila honum á Brimar- hólm „alt paa det Justitien udi det ubehindrede Löb ingen Op- hold lider“ (þ. e. svo réttvísin tefjist ekki frá óhindraðri framrás) eins og það er orðað. En þegar Winde- kilde var búinn að skila honum, þá er hann kominn á sinn stað alla leið i Snjóholtshlað. br. Athugasemd. Eftir ósk Ó. G. Eyjólfssonar átti Alþýðublaðið tal við hann út af smágrein, „Einstaklingsframtak- ið“, sem birtist í 174. tölublaði.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.