Alþýðublaðið - 03.08.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.08.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Viðtal við vprnarmálaráðherra Dana, Laust Rasmussen, flokks- bróður vorn. Vér hittuni ráðherrann á varð- skipinu „Fylla“, sem hann hefur ferðast á til Jan Mayen. Það var meðalmaður vexti með lifandi gáfuleg augu, sem tók X móti oss. Hann bar utan á sér þá eiginlegleika, sem geðfeldastir eru ur þjóðarskapferli Dana, vits- muni og ósvikna einlæga alúð. En i fasi hans bar mest á tveim andstæðum, gætni og opinskáum kvikleika, sem fóru ágætlega saman. „Hvað lýst yður á land vort og þjóð?“ „Mér lýst ágætlega á hvorutveggja. En þó verð ég að játa, að ég hefi haft meira saman við fólkið að sælda hér í Reykjavik en við landið, og veldur því sumpart hin óhagstæða tíð, en sumpart hin afar mikla gestrisni, er mér hefir verið auðsýnd". ,Hvað getið þér, ráðherra! sagt um strandvarnarsskip vor? Haldið þér, að það geti komið til að litió verði á þau senr herskip, eins og sumir h lda, — því það riði illa í bága við það, að island hefir lýst yfir ævarandi hlutleysi sínu —?“ „Auðvitað getur ekki komið til mála að líta á þessi skip sem herskip, því þeim er ekki ætlað annað hlutverk en að fara með lögregluvald á landhelgissvæðinu. Ekki.. getur það heldur valdið þv!, að litið verði á þau sem herskip, að jjau eru með vopn- um, því vopnin og öll gerð þeirra gerir þau með öllu ónothæf til raunverulegs hernaðar, og er það í sjálfu sér nóg sönnun. Ég hefi lagt fyrir ríkisþingið danska .frumvarp til laga um afvopnun, þar sem meðal annars er lagt til, ,að í stað flotans komi strandvarn- arskip, sem fremji lögreglueftirlit. Sumir báru því við, að þetta væru herskip, því að þau væru vopn- uð og mönnuð foringjum og á- höftti fieni hefðu sérstaklega tamið sér meðferð vopnanna. Aðr- ir héldu því fram, að skipin myndu að vettugi virt, af því að þau væru ekki herskip. Hvort- tveggja er þó rangt. Landamæra- i' verðir vorir á þýzku landamærun- um eru vopnum búnir sem her-, menn og einkeimisbúnir sem her- menp, en eru þó ekki annað en löggæzlumenn, -r- þeir heyra því ctlls ekki undir varnarmálaráðu- neylið, hehlur undir fjármálaráðu- neytið, og þó er valdi þeirra sýnd full yirðing. Vitanlega getur orðið milliríkjaþras, ef framinn er yfir- gangur. En sama getur auðvitað spunnist úr því, ef yfirgangur er íraminn á öðrum sviðum." „Haldið frér, að strandvarnar- skip vor komi að fullum notum og að yfir höfuð sé hægt áð hafa óyggjandi eftirlit með jafnlangri strandlengju og hér kemur til greina?" „Strandlengjan er að vísu löng og togararnir útsmognir. Þó að þeir séu sinn af hverju þjóðerni, hafa þeir sameiginlegt merkja- kerfi, og gera með því hvorir öðrum aðvart, þegar varðskipin, sé? í lagi hið clanska, eru í aðsigi. En af þvi leiðir, að alt reynist í himnalagi þegar varðskipið kem- ur á vettvang. Auðvitað fer svo varðskipið aftur leiðar sinnar, en togararnir fara aftur að gera sig heimakomni i landhelgi. Sé nú ís- lenzka varðskipið á hælum hins danska, rennir það sér inn í miðja torfuna, því togararnir eiga sér nú ekki frekar ills von. Að vísu er mér Jætta að eins kunnugt af því, sem mér hefir sagt verið, og úr opinberum skýrslum. En eftir jressu koma íslenzku -skipin að afarmiklu haldi. Þetta er senni- lega líka ástæðan til þess, að ís- lenzku varðskipin hafa upp á síð- kastið tekið fh iri togara en dönsku skipin. En það er lítill vafi, að eftirlitið myndi koma að töluvert meira haldi, ef loftskeytastöðvar væru þar, sem mest er um -togar- ana, svo að þær gætu kallað til varðskipsins, ef með þyrfti." ,,Verkamannalaunin í Danmörku fara eftir vísitölu?“ „Að vísu.“ „Frá hálfu andstæðinganna hér hefir verið gefið í skyn, að úr því að danskir verkamenn gætu miðað laun sín við vísitölu, þá gætu íslenzkir verkamenn það líka.“ „Ja; það fer. svei mér eftir at- vikum. Það er ekki svona skil- málalaust ha>gt að* álykta að hægt sé að gera eitthvað á einum stað af því, að það er gerlegt á öðrum. Það væri t. d. nokkuð hæpið að halda því fram, að það væri hentugt að ganga á skyrt- unni við Norðurheimsskautið af þvi, að það er gerlegt undir mið- jarðarlínunni, Þctð er því að eins hœgt að láta verkalaunin elta hrap og hœkkun visitölu, ef gengið er út frd laun- um, sem, þegar skipulagið kemst á, koma heim við verðlag það, sem þá er. Vœri aftur á móti gengið út frá launum, sem óhag- stœð tilviljun og ofbeldi vinnu- veitenda hefir skapað án tillits til verðlagsins í þann svipinn, vœri blátt áfram brjálæði að láta verkalaunin elta visitölu. Þegar ófriðurinn mikli hófst, bjuggust menn við, að hann myndi að eins standa yfir nokkra mánuði, og verkamenn í Dan- rnörku gerðu sér því ekki neiít verulegt far um að ná sanngjarnri hlutdeild í hinum ósanngjarna á- góða, sem kaupmenn og iðnrek- endur mokuðu til sin. En þegar ófriðurinn drógst á langinn og verð allra nauðsynja hækkaði, heimtuðu verkamenn dýrtíðarupp- bót, en samningar um hana dróg- ust alt af það, að jafhan, þegar búið var að samþykkja hana, hafði verðið hækkað pnn það, að nýrrar dýrtiðaruppbótar þurfti með o. s. frv. endalaust. 1916 var komið skipulagi á laun starfs- manna ríkisins. Það voru ákveöin grundvallarlaun og verðsveiflu- uppbót og dýrtíðaruppbót, og fóru uppbæturnar eftir .vísitölu, en grundvallarlaunin ekki. Að því, er til verkamanna kem- ur, var þeim 1920—21 sett kaup, sem stóðst nokkurn veginn á við verðlagið þá. En svo að kaupið skyldi ekki hamla samkeppni danskra aPurða við erlendar, gengu verkamenn að því, að kaupið fyrst um sinn færi eftir vísitölunni. En jráð verður enn að undirstrika það, að þessi tilhliðr- unarsemi gat að eins komið til mála af því, að gengið var út frá launum, sem stóðust á við hið raunverulega verðlag. Á öðrum grundvelli hefði það verið útilok- að. Svipað hlýtur og að vera hér, ef kaupið ætti að fara eftir vísi- tölu. Ég ,hefi heyrt, að afardýrt sé að lifa hér á landi og að húsa- leigan taki sérstaklega af gam-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.