Alþýðublaðið - 03.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.08.1926, Blaðsíða 3
ÁLÞÝbUBL Aölí> 3 anið, en að kaupið hér keyri ekki úr hófi, svo að það verður óefað að hækka að mun áður en is- lenzkir verkamenn geta gengið að slíku fyrirkomulagi.“ Alþbl. þakkaði ráðherranum og ætlaði að fara, en hann aftraði oss. „Ég vildi gjarnan," sagði hann, „biðja yður að flytja flokksbræðr- um mínum hér á landi beztu ósk- fr mínar þeim til handa í fram- tíðinni. Ég óska þess í fyrsta lagi, að flokkur vor hafi komið að sínum manni þegar upptalning- unni á þriðjudag er lokið, en ég óska þess líka, að flokknum takist með starfi sínu að skapa íslenzk- um verkamönnum farsæl lífskjör. Hér á Iandi er flokkurinn í æsku, en framtidin er eign flokks oors." Svo fcvöddum vér og fórum. Um dagSna og veginn. Hanna Qranfeldt. syngur í 'kvöld kl. 71/2, og er það mesta kvenrödd, sem heyrst hefir hér á landi. Má þar eiga von á góðri aðsókn, því söngkonan er hér að góðu kunn. Söhgvihur. Skipafréttir. Botnía kom að norðan í gær. Suðurland kom í gærkveldi úr Borgarnessferð. Vitabáturinn Her- móður kom í morgun úr flutúinga- ferðum til vitanna. Trúlofun sína hafa opinberað Páll Þorleifs- son, póstmeistara, og Anna 'Guð- mundsdóttir ungfrú. Hjónaband. Járngerður Eiríksdóttir ungfrú, Laugavegi 47, og Ölafur Ölafsson, er nýlega laulc prófi í læknisfræði, voru gefin saman í hjónaband á laugardaginn var. Veðrið. Hiti 12—10 stig. Átt suðlæg og vestlæg, hæg. Loftvægislægðir vest- an við og suðvestur af íslandi. Skúr- ir annars staðar, einkum á Suður- og Suðvestur-landi, og úrkoma í nótt á Suður- og Vestur-landi. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við landlækninn i morgun.) Yfirleitt er heilsufarið gott, einkum á Suður- og Vestur- landi. Hér í Reykjavík er taksóttin þó ekki alveg úr sögunni. Einn sjúk- lingur liggur í taugaveiki. Um upp- tök hennar er alveg ókunnugt. Á Norðurlandi er væg „inflúenza" á Siglufirði og Eyjafirði, líkt og hér var í vetur. Hefir enginn dáið úr hénni þar og enginn fengið lungna- bólgu, en veikin er talsvert útbreidd og veldur því verkatöfum. Einnig er dálítil „inflúenza" hér og þar á Austurlandi. Taksóttin er komin i Seyðisfjarðarhérað, en er væg. Höfðu 20 tekið hana á föstudaginn var. Rauðir hundar ganga í Vopna- firði. Spellvirki. Bræðurnir Ormssynir hafa komið upp vindknúinni rafmagnsstöð í Kópavogi. Á hún að verða til afnota fyrir hressingarhæli, sem þar verður bráðlega sett á stofn fyrir berkla- veikt fólk. Nýlega hafa einhverjir spellvirkjar ónýtt aflvaka stöðvar- innar. Ekki hefir hafst upp á þeim énn þá. Læknarnir. Guðmundur Thoroddsen og Kon- ráð R. Konráðsson eru ekki i bæn- um nú um sinn. ,',Ný dagsbrún“. 7. tbl. er komiö út. Valtýsmál. „Hvers son er liann Jón Benedikts- son“, spurði karlinn. Likt fer Valtý „ritstjóra". Hann verður að afsaka, þótt spurningar hans um stefnu blaðs, sem hann hefir af veikum mætti reynt að andæfa allan sinn „ritstjórnar"- búskap, þyki álika svaraverð og spurning karlsins. — Annars vill Alþbl. gefa honum það heilræði, að hann vitni sem minst i þau viðtöl, sem komist hefir upp að hann hefir fært úr lagi. Það er honum sjálfum fyrir beztu. Næturlæknir er i nótt Katrín Thoroddsen, Von- arstræti 12, sími 1561. 434 ár eru i dag síðan Kristófer Kolumbus lét út frá Spáni x ferð þá, er hann fann Ameríku i. Hefði mörgum þótt förin ekki árennileg á þremur fremur smáum seglskipum, þar sem auk annara hætta var þá talið, að svo nefnt* hafsauga væri á leíðinni, sem sjórinn félli niður í og myndi soga með sér skip þau, er komu þar i námunda, því að margt var kynjafult í hugmyndum þeirrar tíðar manna, sem eigi hefir staðist rannsóknir og þekkingu síðari tíma. Fjóla. í „Mgbl.“ stóð á sunnudaginn þessi snjalla klausa: hafa þeir bræðurnir Eiríkur og. Jón Ormssynir bygt vindorkustöð, er a aö mala rafmagn handa Hressingarhælinu." — Já, já! „Allan skrattann mala þeir.“ Sveitaprestsetur raflýst. Séra Ólafur Stephensen, prófastur i Bjarnarnesi í Hornafirði, hefir látið raflýsa prestsetrið þar á sinn kostnað. Jörðin er ríkiseign, en ekki virðist það hafa latt hann til framkvæmd- anna. » Sjómerkjavörður hafa nú verið reistar við Tálkna- fjörð. á Skagaströnd, að Bakkagerði í Borgarfirði eystra og sjómerki á Kálfafellsmelum á Skeiðarársandk Ráðgert er, að í haust verði reistar tvær nýjar sjómerkjavörður til leið- beiningar um Hvammsfjarðarröst, önnur á Barkanaut, — í stað efri vörðunnar í Steinakletti, — og sýni hún innsiglingarleið i röstina þegar hana ber saman við neðri Steina- klettsvörðuna. Hin varðan á að verða í Seley við Hrappsey. Þegar hana ber að eins laust suður af syðri brún Steinakletts hins syðra á hún að sýna siglingarlínuna gegn um röstina miili boðanna norðvestur af Norðurey. „Mgbl“ gjörir gys að Matthíasi þjóðmenjaverði. Undir fyrirsögninni „Samtal við Hanna Granfeldt. Pál Isólfsson og Matthías Þórðarson" birtir sunnudags- bl. „Mgbl“. afaraulalegt viðtal, sem lýkur með þessum orðum: „Matthías sagði ekki orð“. Látum svo vera, en hvað segj^ lesendur „Mgbl“. við svona þvætt- ing? Innlend tiðindi. Seyðisfirði, FB,, 31. júlí. Afli og tiðarfar. Síldveiði var hér nokkur um síðustu helgi, en er síðan lítil. Nokkur sildveiði hefir verið á Mjóafirði og Norðfirði og í dag ■fengust á Eskifirði 800 tunnur í einu kasti. Aðrir köstuðu ekki. Útlit betra um síldarveiði en í fjölda rnörg ár. Sífelt sarna ágætis veðráttan. Þurkar, grasspretta, heyföng á- gæt. Fiskur lítill ú stóra vélbáta, en allvel aflast á smábátamiðum. Hænir. fsafirði, FB., 2. ágúst. Reknetjabátar fiskuðu vel í gær, alt að 200 tunnum. Veðrátta þurrari tvo. síðustu daga. Hand- færafiskveiðar hér við Djúp í betra lagi. Reitingsafli á lóðir. V. Akureyri, FB., 2. ágúst. Síldveiðin: 3640 tunnur saltað- ar, 317 kryddaðar í Akureyrarum- dæmi, — 6672 saltaðar á Siglu- firði, urn 30 000 mál 'farin í bræðslu hér og þar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.