Alþýðublaðið - 05.08.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.08.1926, Blaðsíða 2
2 * * ■ * * 1 * ■ [alþýðiTblabib [ j kemur út á frverjum virkum degi. j i Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við * | Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► J til kl. 7 síðd. i | Skrifstofa á sama stað opin kl. | | 9>/2-10»/2 -árd. og ki. 8-9 síðd. | j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 » j (skrifstofanj. | J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ► J hver mm. eindálka. ► j Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í J (i sama húsi, sömu símar). f Siflur alflýðunnar. Alþýðan hefir unnið glæsilegan sjgur. Hún hefir sýnt samtakamátt sinn, að hann er sifelt að vaxa, að hún er að færast í aukana, að hím er voldug og sterk og verður pað meir og meir með hverju árinu. Nú hefir hún sent fulltrúa sinn inn i hina íhaldsgjörnu efri deild alpingis, sjálfri sér tii gagns, deildinni til gengis. Jón Baldvinsson, forseti Alpýðu- flokksins og fyrsti pingmaður fiokksins, sem staðið hefir stöðugur og óskiftur fyrir inálum alpýðunnar, er nú orðinn fyrsti iandskjöri ping- maðurinn hennar. Sigur alpýðunnar við pessar kosningar gefur henni von um vísan sigur við kosningarnar hér í Reykjavík, sem fara að líkindum fram i haust, eða verða a. m. k. áður en næsta alpingi kerriur saman, í pihgsæti Jóns Baldvins- sonar og Jóns Þorlákssonar í neðri deild. Við pær kostningar á alpýðan pannig annan manninn vísan, ef hún leggur frani krafta sína sleitu- laust. Og pað vituni vér að hún mun gera. Svo vel,er henni treystandi. Hún hefir sýnt sig pess traust maklega Og pá á hún sinn mann í hvorri pingdeild fyrst, en síðan sífelt fleiri og fleiri. Sig lunes&vitanum hefir veriö breytí pannig, að hann leiftrar tvívegis hverja hálfa'mínútu á pessa lund: leiftur13 sek., myrkur 4*/3 sek., leLftur1 3 sek., myrkur 25 sek. Pisktökuskip kom í nótt til Buckles. 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vandir hundar gelta þegar þeim er sigað. Eigendur „Mogga“ hafa sigað „ritstjórum1' sínum á mig út aí ferð minni Um Vesturland, en ó- höndulega ferst peim nartið, sem við var að búast. Það er pann veg frá skýrt hjá peim, að eng- um manni blandast hugur unr, að öllu er snúið við að vanda. 1. Vasabókarlestur. „Mogga" veitti ekki af að hafa vasabók, pegar verið er að semja greinar pær, par sem mestar fjólurnar spretta hjá honum. Þá yrðu þær e. t. v. eitthvað fegri. Ég hefi enga vasabók notað fram yfir pað, sem vanalegt er á fundum. 2. Fyrirspurnir um þingstörf Jóns Baldvinssonar komu engar fram, af þeirri einföldu ástæðu, að ég byrjaði á að iýsa ping- síörfum hans, svo sem hvíldar- tímalögunum, slysatryggingarlög- unura og iægni hans á að eyði- leggja ríkisiögreglufrumvarp í- haldsstjórnarinnar, sem nota átti til þess að lemja á verkamönnum í kaupdeilum. Og fl. af verkum Jóns á þingi í parfir alpýðu lýsti ég. 3. „Mogga" er ant um rfð út- breiða það, að útgerðarfé'lifgin hér í 'Reykjavík, og þá helzt pað félagið, sem um eitt skeið lagði mesta peninga til viðreisnar „Mogga", svíki toil af meiru en helmingi þeirra vara, sem það notar til útgerðar. Það má segja um „Mogga“-grey, að sjaldan launar kálfur ofeidi. „Moggi" kom með þetta 15. júní. Eftir að ég kom heim, fór ég með hóg- væra leiðréttingu á pessu tii „rit- stjóranna', en þeir brugðu ekki vana sínum, sem sé þeim, að bera lygi á andstæðinga sína og neita péim síðan Ieiðréttingar. Þeir eru dánumenn, „ritstjórar" „MorgunbIaðsins“(!). Nú nenni ég ekki lengur að elt- ast við aliar pær vitleysur og ált pað ranghermi, sem engir rit- stjórar i heimi hefðu kjark til að trana frantan í íesendur sína- aðrir eú „ritstjórar" „Mogga“. Þeir geta mín vegna sitið og spangól- að framvegis eins og þeir eru vanir. En ef einhver hvítur mað- ur kemur fram undir fullu nafni og vill fetta fingur út í gerðir mínar, pá skal ekki standa , á svarinu. Björn Bl. Jónsnon. Sementsskorturinn. Enn pá halda áfram vandræði pau, sem stafa af sementsskorti í bænum. Þó að svolitlu sé mylgrað til nokkurr.a bygginga, er annars staðar aigert þrot og hefir verið lengi. Húsabyggingum hefir orðið að fresta og vandræðin eru á báða bóga, fyrir pá, sem flýta purfa byggingum, en verða að láta verkið dragast von úr viti, og pá ekki síður fyrir verkamennina, sem eiga í vök að verjast til að geta haldið lífinu í sér og fjölskyldum sínum, þegar vinnan er engin eða næst- um engin dag eftir dag og viku eftir viku, en dýrtíðin helzt prátt fyrir pað og einmitt . fremur fyrir pað. Þeir verða sjálfsagt enn pá nokkrir dagarnir, pangað til nægi- legt sement verður fáanlegt hérna í höfuðstaðnum. Svona er frjálsá samkeppnin. Svona er fyrirhyggjan um að birgja bæinn að nauðsynjuni. Alt af tefit á fremsta hlunn, Og svo ef eitt- hvað ber út af, pá er alt í voða. Það hefði þó varla sakað, að dálitili sementsforði hefði verið til vara í bænum. Sementið var pvert á móti þrotið á markaðinum löngu áður en sementsskipið strandaði og sökk í stauraferðalaginu vestur á Breiðafirði. Tii eftirbreyini. Vöruskip kom frá. Hamborg til Yarmouth á Englandi. Áttu skipverjar samkvæmt skráningu að koma vörum á land. En er til kom vildu hafnar- verkamenn ekki snerta á vörum þessum, nema peir einnig tækju þær úr skipinu. Eftir tveggja daga bið mátti skipstjóri fara að vilja peirra, og losnuðu hásetar pannig við auka- vinnu þessa. (I. T. F. — Tekið eftir „Skutli".)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.