Alþýðublaðið - 05.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.08.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝ&L0LAÖSÐ 3 K Fyrirspurn* Að gefnu tilefni leyfi ég mér að gera þá fyrirspurn til hlut- aðeigefKla, hvort hinir búsettu Englendingar hér hafi rétt eða leyfi til að flytja inn whisky, svo og hvort sumir kaupmenn hér hafi réttindi til að hafa birgðir af þeirri vöru í húsúm sínum. — Ef ekki, þá lögin jafnt yfir alla! Goodtemþlar í Hafnarfirdi. Erlend sfimskeyti. Khöfn, FB., 4. ágúst. Skuldasamningur Frakka og Englendinga. Frá Lundúnum er sírnað, að Poincaré hafi tilkynf þinginu, að ríkissjóðskanzlari Englendinga haíi heitið þvj, að skuldasamning- urinn milli Frakka og Englend- inga skuli verða lagður fyrir þingið, er það kemur saman í haust í seinasta lagi . Rússland og Bandariki Norður- Ameriku. Frá Moskva er sírnað, að ráð- stjórnin hafi í huga að senda full- trúanefnd til Washington, til þess að semja um viðurkenningu henn- ar á skuldum Rússlands frá dög- ,um keisaraveldisins. Er þetta gert í þeim tilgangi að koma stjórn Bandaríkjanna í skilning um, hvert gjaldþol Rússa er, og má líklegt þykja, veröi af för nefnd- ar þ&ssarar og takist samningar, að af leiði betra samband milli stjórna þessara þjóða og viður- kenning Bandaríkjastjórnarinnar og þingsins á ráðstjórninni. Fjárlögin frönsku samþykt i efri deild þingsins. Frá París er símað, að efri deild þingsins hafi samþykt fjár- lögin óbreytt. Um daginn og veginn. Nœturlœknlr er i nótt Ólafur Jónsson, Vonar- stræti 12, sími 95Ö (í stað Matthíasar Einarssonar, sem er fjarverandi um hálfsmánaðarskeið). Sundfélag var stofnað hér i bænum í gær- kvöldi, lög samþykt og stjórn kosin, og er Erlingur Pálsson iormaður. Félagið heitir Siindfélag Reykjavikur. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 10,00 frá John. Hanna Granfelt, hin ágæta söngskona, syngur annað kvöld í Nýja Bió. Emil Thoroddsen leikur undir á hljóðfærið. Veðrið. Hiti 15—10 stig. Víðast logn. Annars hæg suðlæg átt. Loftvægislæg milli tslands og Grænlands, hreyfist hægt til norðurs. Útlit: Hæg suðiæg átt. Þoka og sallaregn á Suður- og Vestur- landi. Bæjarstjórnarfundur er í dag. 13 mál eru á dagskrá, par á meðal aukadýrtíðaruppbótar- greiðsla til starfsmanna bæjarins og Elliðavatnskaupin. 85 ára > er í dag frú Margrét Þórðardóttir, ekkja séra Páls Sigurssonar í Gaul- verjabæ. ■4 Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund. . . . , kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . — 120,91 100 kr. sænskar .... — 122,12 100 kr. norskar .... — 100,00 Dollar .................- 4,56% 100 frankar franskir. . . — 13,30 100 gyllini hollenzk . . — 183,54 100 gullmörk þýzk. . . — 108,69 Verkamannakðnur! Hafið þið reynt að þvo erfiðisföt úr Gold Dust? Árangurinn er undraverð- ur! — Gold Dust er miklu ódýrara en önnUr þvottaefni! Rey nið Gold Dust! Sturlaugur Jónsson & Co. Einar skáiaglam: Húsiö við Noröurá. IH. KAFLl. Leikurinn berst út £ lSnd. Það var langt frá því, að Goodmann John- son byggist við nokkrum eiginlegum árangri af símskeyti sínu. Hann hafði sent það af. því, að hann var vanur að grafa&t fyrir alt, hvert lítilfjörlegt smáatriði; reynslan hafði1- kent honum að grastóin, sem tylt varð á fæti, var oft afarlítil. Og hann bjóst í sjálfu sér ekki við því, að svarið yrði á aðra leið en þá, að myndin væri af ein- hverjum ókendum manni — Jóni Jónssyni —, og að hann ef til vill gæti upplýst eitthvað um einhvern, sem málið snerti. Það var því ekki hægt að segja, að hann væri neitt fljótur á sér að grípa til hönd- unum daginn eftir að hann kom úr Borg- arnesi, þegar yfir-Christensen kom upp með simskeyti til hans frá Englandi. Hann tók skeytið, lagði það á borðið og lauk við að kveikja í pípunni sinni. Svo braut hann það upp og las það. Um stund sat hann eins og steini lostinn. Svo rauk hann á fætur, gekk um gólf um stund. Og svo las 'hann skeytiö aftur. Það hljóðaði svo: Goodmann Johnson Hotel Skálhoit Reykjavík. Myndin. er af Maxwell nokkrum, sem er þjónn, og konu hans. i , Marker. Heili Johnsons vann nú af alefii. Hvern- ig vatt þessu við? Voru tveir þjónar með nafninu Maxwell? Og voru þeir bræður? Hann tók uþp báðar ntyndirnar, af lík- inu og brúðhjónunum, og bar þær saman. ’Nú, vitanlega gátu þeir hafa verið skyldir, en varla gat ólikari .menn .en þá efctir mynd- unum að dæma. Eða hafði drukknaði þjónninn Maxwell verið annar maður, sem var að leika hlut-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.