Alþýðublaðið - 06.08.1926, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.08.1926, Síða 1
Alþýðublaðið Oefift út af AlþýOuflokkncua 1926. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 6. ágúst. Fjárhagsmál Frakka. Járnbrautaflutningsgjöld liækka gifurlega. Frá París er símað, að járn- brautartakstar hafi hækkað . gíf- urlega og útflutningsgjald á bif- reiðum og skotfa»rum urn 31«/o. Poincaré hefir lagt fyrir pingið frumvarp um undirbúning verð- festingar frankans. Frakklands- banka er heimilað að kaupa er- lendan gjaldeyri og gefa út sam- svarandi upphæð í bankavaxta- bréfum. Þings-umarleyfi. Frá Lundúnum er símað, að þingið hafi fengið 3 mánaða sum- arleyfi. Frá bæjarstjórnar- fundi 1 gær. Ól. Fr. hóf umræður um Lands- spitalabyggingarhneykslið. Kvaðst hann hafa séð rifið með tréskafti á regnhlif upp úr einum veggn- um, sem átti að vera orðinn harðnaður, og kvað surna menn haida því fram, að ef slíkur steypugalli hefði komið í ljós við byggingu, sem einstakur maður hefði átt, þá myndi ekki hafa fengist að halda henni áfram. Öskaði hann, að reynt yrði að komast sem fyrst eftir pví, hverj- um pessi illsteyping væri að kenna. Byggingarnefndin hafði falið borgarstjóranum að komast eftir pví, pvernig í málinu lægi, og bjóst K. Z. við, að athugunum þar um yrði lokið innan nokk- urra daga. Kvað hann sand frá þeim stað, sem hann er tekinn i til Landsspítalans, hvergi ann- ars staðar í bænurn notaðan til bygginga. Samþykt vas, að dráttarvaxta Föstudaginn 6. ágúst. verði ekki krafið í ár af fyrri hluta útsvars, ef það er alt greitt fyrir 1. september. Samþykt var tillaga frá Héðni Valdimarssyni þess efnis, að bæj- arstjórnin óskar, að dómkvaddir menn verði látnir meta jörðina Elliðavatn, og ákvörðun um kaupin því frestað. K'nútur einn greiddi atkvæði á móti þeirri til- lögu, en flestir flokksmanna hans sátu hjá. Sölutilboðið, sem fyrir lá, var um það bil fimmfalt fast- eignamatsverð jarðarinnar. Samþykt var að greiða starfs- mönnum bæjarins í lægri launa- flokkunum (3.—9.) í aukadýrtíð- aruppbót 50 kr. fyrir hvert barn yngra en 16 ára, sem þeir eiga fyrir að sjá, eða aðra skylduó- maga. Breytingartillaga frá Ól. Fr., um að uppbótin yrði 75 kr. á barn, var feld. Með henni greiddu atkv. jafnaðarmennirnir og Björn Ól. — Hélt P. Haild. því fram, að því fleiri, sem börnin væru, því betri yrði útkoman hjá starfsmönnunum með 50 kr. upp- bótinni, og að 50 kr. uppbótin væri betri nú en 100 kr. upp- bót, sem greidd var í fyrra, í hlutfalli við verðlagið(l). Ól. Fr. kvað slíka fjarstæðu vera fyrir neðan það, sem ræðandi væri i bæjarstjórninni. Minti hann og á, að P. H. hefði nýlega greitt atkvæði með launahækkun borg- arstjórans. Undir þessum umræð- um skýrði hann frá því, að verzl- unarfélagið Jón Þorláksson & Norðmann hefði hafnað starfs- manni sökum þess, að hann hefði átt ofmörg börn að áliti þess. — Jón ólafsson réðst á Erling Páls- son yfirlögreglumann fyrir það, að hann og aðrir starfsmenn lög- reglunnar væru í félagi starfs- manna bæjarins. Jón bjóst sem sé við, að því félagi væri ekki alveg sama um, hvort kaup starfsmannanna væri hátt eða lágt. Gerði hann í fyrstu jafnvel ráð fyrir að bera síðar undir bæj- 180. tölublað. Erfiðlellcar og slgur. Fyrlrlestur um sögu íslenskrar nýlendu i Vest- urheimi heidur Thórstina Jackson, næstkomandi laugardag ki. 7AU e. h. i Nýja Bíó. Myndir sýndar. Aðgöngumyðar á 2 krónur óg 1 krónu fásjt i bökaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. arstjórnina, hvort hún vildi hafa þá lögreglustarfsmenn áfram í þjónustu sinni, sem væru í s-líku féiagi. í síðari ræðu var hann þó orðinn hógværari, eftir að Ól. Fr. hafði sýnt honum fram á, hve fyrri ræðan hefði verið bjálfa- leg. Sú tillaga hafði komið úr fjár- hagsnefndinni, að feld yrðu niður útsvör frá 1925 að upphæð 22679 kr. og kr. 39215,41 af eldri. út- svörum. Þeirri samþykt var frest- að eftir- tillögu frá Haraldi Guð- mundssyni, svo að .bæjarfulltrú- arnir gætu rannsakað, hverjum eftirgjafirnar væru ætlaðar. Samþykt var, að bærinn léti ó- keypis lóð undir fyrirhugaðan Stúdentagarð., Loks óskaði Ól. Fr„ að teknar yrðu á dagskrá tillögur, sem hann ætlaði að bera fram, um að at- hugað væri, hvort tilboð Mjólk- urfélags Reykjavfkur uns gerii- sneyðingu mjólkur í bænum stæði enn, og í öðru lagi, að rannsakað væri hvað það myndi kosta, að bærinn kæmi sjálfur upp mjólkurgerilsneyðingarstöð. Meiri hlutinn feldi að taka tillög- urnar á dagskrá, en tók að ræða útsvarsmál fyrir luktum dyrum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.