Alþýðublaðið - 07.08.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.08.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^kóngurinn leit í kring ura sig með saknaðarsvip. Þá mundi hann alt í einu eftir pví, sem hann haföi óskað sér. Og í ofsagleói sinni kailaði hann nú upp öIJ þau orð og vitleysur, sem hann kunni. Og alt í kring um hann stóðu himinbláar fjólur í þúsundatali, og hneigðust í áttina til hans, eins og góð börn móti föður sín- um. Nú vax blómakóngurinn ánægð- ur. Á hverjum degi gekk hann út í garðinn, og þuldi þar alt, sem hann kunni. Og með hverju oröi kom ný fjóla. Þannig liðu nokkrir mánuðir. Hallargarðurinn var nú löngu orðinn alþakinn fjólum, og mikið svæði umhverf- is höllina. En því meir sem fjólu- hópurinn óx, því meir óx gleði blómakóngsins. Og jafnt eyði- sandar og brunahraun sem sléttir vellir og fagrar hlíðar urðu nú alþakin himinbláum, íturvöxnum fjólum. Þegar bændurnir í landinu sáu hverju fram fór, tóku þeir að gerast áhyggjufullir, því að engin önnur grastegund gat þrifist, þar sem fjólubreiðan náði yfir. Og stræt- in og húsin í höfuðborginni urðu alþakin þessari konunglegu blómaframleiðslu. Og nú tóku menn að bera ráð sín saman um það, hversu jreir gæti losast við þenna ófögnuð. Urðu menn eigi á eitt sáttir um, hvað gera skyldi, og engi vildi verða til þess að víta þetta atferli í áheyrn konungs. Fór svo fram um hríð. Þetta barst til eyrna spákonu nokkurrar. Léí hún á sér skilja, að eigi mundi méð öllu óger- legt að ráða bót á þessu vand- kvæði landsmanna. Kom þar, að menn báðu kerlingu að leggja góð ráð til þess, að þeir mættu losast við þessa plágu. Lét kerl- ing lítið yfir, en bað engan hlut- ast til um gerðir sínar. Fór spákonan nú heim í kofa sinn og kallaði hátt á blómguð- inn. Kom hann þegar og spurði, hvað hún vildi. „Ég óska,“ mælti kerling, „að allar fjólur blóma- kóngsins hverfi heim í hallargarð hans.“ „Verði þér að ósk þinni,“ svaraði blómguðinn og hvarf þegar. Nú er að segja frá blómakóng- inum, þar sem hann sat í hallar- garði sínum og þuldi eftir vanda. Og fjólurnar kring um hann hneigðu sig í áttina til hans, eins og þær vildu segja: „Við erum börnin þin; hvíldu þig meðal okkar.“ Og blómakóngurinn, sem ekkert barn átti, varð gagntekinn af fögnuði. Og hann þuldi og þuidi, og með hverju orði kom nýtt, himinblátt blóm. Alt í einu syrti í lofti, og blómakóngurinn, sem hélt að steypiregn væri í nánd, þandi út regnhlífina sína. En — hvílík undur, hvílík ógn! Þúsundir og mjlljónir af hans eigin blómurn, sem hann hafði framleitt með orðum einum, steyptust nú yfir hann eins og stórhrið. Hann ætl- aði að kafna og vildi komast sem fyrst til hallarinnar. En það var um seinan. Hann komst ekki / þvers fótar fyrir blómadyngj- unni, og fyr en varði var hann kominn á kaf. Og blómakóng- urinn, sem hafði framleitt þús- undir og milljónir af hinum feg- urstu blómurn, lét nú líf sitt með- al þeirra. En fjóludyngjan breyttist og varð smárn saman að grasi vöxn- um hóli. Og á honum uxu nú bleikar fjólur, sem sorgleg rninn- ing um afdrif blómakóngsins sæla. Eiliglop Ansíumkisheisara. Eigi alls fyrir löngu kom út í Vínarborg smásögusafn úr styrj- öldinni miklu. Segir þar frá glöp- um og fákænsku ýmsra þjóðhöfð- ingja og öðru af líku tæi. Með- al annars er þar sagt frá elli- órum Franz Jósefs Austurríkis- keisara. — I byrjun september- mánaðar 1914 var hann á gangi í jMariahilfstrabse (stræti kendu við Maríu mey) í Vínarborg ásamt fylgdarmanni sinum. Stríðið var þá byrjað, eins og kunnugt er, og bar'ist á öliurn herlinum. Karl tók þá eftir því, að fánár voru alls staðar dregnir upp, og spurði, hverju það sætti. Fylgdarmaður- inn svaraði, að Austurríkismenn heíðu unnið sigur í orrustu og þess vegna væri flaggað. Keis- arinn nam staðar og íhugaði svarið og sagði að lokum: Hveiti. Ameríska hveitið Viola komið. Beztafáanlegahveit- ið. Það er 50 kg. í lérefts- pokum. Fyrirliggjandi hjá aðalumboðsmanni. Gunnlaugur Stefánsson. Simi 19. - Kafnarfirðl. - Sími 19. Kaupið eingöngu islenzka kaffibætinn „Sóley“. Þeir, sem nota hann, álíta hann eins góðan og jafnvel betri en hinn útlenda. Látið ekki hleypidöma aftra ykkur frá að reyna og nota fslenzka kaffibætinn. „Já, þá hlýtur Austurríki að vera komið í stríð." „Já, yðar hátign," var svarið. „Það er gott,“ sagði þá keis- arinn. „Ég vona, að við berjum þá duglega á Prússum.“ Hann hélt sem sé, að Austur- ríkismenn myndu vera að berj- ast við Prússa, eins og árið 1866. Innlemd tíðlndi. Seyðisfirði, FB 4. ágúst. Afli og tiðarfar. Síldveiði lítil hér sem stendur, nema „Faxi“ kom með 130 tunnur, er hann fékk norðan Langaness. Á Eskifjörð og Reyðarfjörð eru komn- ar 15—1600 tunnur siðan á föstu- dag, mest millisild! Sama blíðviðri. Hœnir. Sáttmálasjóðurinn. Umsóknir um styrk úr dönsku deild sáttmálasjóðsins séu komn- ar -til stjórnar hennar fyrir 1. sept. næstkomandi. Utanáskrift hennar er Kristjansgade 12. Köbenhavn B.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.