Alþýðublaðið - 07.08.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.08.1926, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Notið Gold Dnst við gðlfpvotta. Frú Olga Stauning, kona forsætisráðherrans danska, lýsir í viðtaii við „Nationaltiden- de" íslenzkum konurn af mikiili góðvild og minnist á gestrisni þeirra og dugnað. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) Um dayitan og veginn. Trúlofun sína hafa opinberað Valdimar Qíslason, Hverfisgötu 37, og Svava Guðjónsdóttir, Spítalastíg 2. Kjartan Ólafsson augnlæknir .er eini augnlæknirinn, sem nú er heima í bænum. Hinir augnlækn- arnir, Guðmundur Guðfinnsson og Helgi Skúlason, eru bóðir í augn- lækningaíerðum út um land. Næturlæknir er í nótt M. Júl. Magnús, Hvg. 30, sími 410, og aðra nótt Árni Pót- ursson, UppSölum, sími 1900. Sunnudagslæknir er á morgun Kjartan Ólafsson, I.ækj- argölu 0 B., sími G14. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykja- víkur. Alpýðublaðið er sex síður i dag. Fyrirsögnin á síðari erlendu símskeytafréttinni í gær átii að vera: king-sumarleyfi. 70 ár eru í dag frá fæðingu saghaskálds- ins séra Jónasar Jónnssonar á Ilrafna- gili. Fyrirlestur heldur^ ungfrú Þórstína Jackson í kvöld kl. 7 1 /., í Nýja híó. Nefnir hún eiindið: Erfiðleika og sigur. Verður það um sögu islenzkrar nýlendu vestan hafs. Fyrirlesarinn hefir fagra rödd og má sjálfsagt búast við fróðlegu og skemtilegu erindi. Myndir verða sýndar til skýringar. Messur á inorgun: f dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson. í Landakots- kirkju kl. 9 f. m. hámessa. I fri- kirkjunrii verður ekki messað á morgun. — I sjómannastofunni kl. 6 e. m. guðsþjónusta. Allir velkomn- ir. Hafnarfjarðarhlaup verður háð á morgun kl. 1. Verð- ur hlaupið frá Hafnarfirði og hing- að og staðnæmst á Ipréttavellin- um eftir að þar hefir verið hlaupið að lolcum í 1 ýa hring. Þátttakendur eru 5. Öllum er heimilt að horfa á úrslitin á vellinum. Nýtt tungl kemur á morgun 49 mínútum eftir hádegí. Á ísfískveðar er búist við að fyrsti togarinn leggi út í dag, „Ölafur'1, eign H. P. Duusverzlunar. Sementsskorturinn. Ekki er sementsfarmur kominn 1il bæjarins enn þá. Skyldi ekki „Mgbl.", sem ofi er vant að leika sljórnmála-„kunstir“ á helgidögum, vilja á morgun leggja út af einstak- lingsframtakiriu, frjálsu samkeppn- inni og sementsskorlinum? — Þeir ættu að minsta kosti skilið að fá voltakross, „ritstjérarnir", ef þeim tækist að leysa pá þraui skamm- lítið. Heyrst hefir sú sögusögn í bænum, að Púlt Ól- afsson frá Hjarðarholti ætli að bjóða sig fram í Dalasýslu að í- haldsins hálfu. Altalað var og áður, að Sigurður Eggerz myndi leita þangað, eftir að hann væri fallinn við landkjörið. Hvað úr ráðagerð- unum verður kemur síðar í 1 jós. Verður gaman að sjá, hvort Sig- urði er alvara að keppa við íhalds- mann eða ekki. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspuncl.........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,91 100 kr. sænskar .... — 122,12 100 kr. norslcar .... — 99,93 Dollar 4,56'V4 100 frankar franskir. . . — 14,33 100 gyllini hollenzk . . — 183,35 100 gulimörk pýzk. . . — 108,57 Hjálparstöð hjúkrunarfélagsins „Liknar“ er opin: Mánudaga...........kl. 11 — 12 f. h Þriðjudaga...........— 5 — 6 e. - Miðvikudaga........— 3— 4 - - Föstudaga............— 5-6-- Laugardaga...........— 3-4-- Veðrið. Hiti 14—9 stig, mestur á Gríms- stöðum, en minstur í Vestmanna- eyjum. Áit víðast suðlæg eða aust- læg. Snarpur vindur í Vestmanna- eyjum. Annars staðar lygnara. Tölu- vert regn í Reykjavík í morgun, en purt, arinars staðar. Loftvægis- lægð við Suðausturland. Otlit: Þurt á Norðvestur- og Austur-landi og að ineslu nyrðra. Annars víða regn, ■mest á Suövesturlandi í dag og á Suðurlandi í nótt með allhvassri suðaustanátt. Til MngvaUa. Frá Sæberg sunnu- daginn 8. ágúst kl. 9 f. m. og heim að kveldi fer 14 manna drossía aðeins 8 krónur sætið til og frá. Eýður nokkur betur? Hér eftir fastar ferðir dag- lega til Þingvalla. Aust- í Fl|ótsblíð sunnu" daginn 8. ágúst fer einn nýr Buick frá Sæbergg Mokkur sæti laus. Sírni 784. Sími 784. ffljartaás-' smjoriíkið er bezt. Asgarður. Útflutningur afurða landsins nam samkv. skýrslu gengisnefndarinnar 3,050,950 kr. í júlí. Samtals á þessu ári verð- ur þá útflutningiirinn rúmar 20 milljónir í seðlakrónum, en IGV2 millj. i gullkrónum. í fyrra hafði um þetta leyti verið flutt út fyr- ir 31 millj. seðlakr., sem eftir þá- verandi gengi jafngilti 20,8 millj. gullkrónum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.