Alþýðublaðið - 09.08.1926, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 09.08.1926, Qupperneq 1
Alpýðiiblaðið Gefíd út af AlÞýðanokkoam 1926. Mánudaginn 9. ágúst. 182. tölublað. Slys í Vestmarmaeylum siðast liðinn iaugardag. Nokkru fyrir hádegi síðast liðinn laugardag vildi til sorglegt slys í Vestmannaeyjum. Finnbogi Finns- son verkamaður var að hlaða kolsýrugeymí i íshúsinu par. Geym- irinn sprakk með ögurlegum hvelli, svo að til heyrðist langt upp i bæ, enda þótt ishúsið standi niðri við höfn. Þegar menn komu á vett- vang, lá Finnbogi par nær þvi fatalaus, • — loftþrýstingurinn hafði tætt fötin utan af honum. Samt hafði hann rænu, mátti samt varla mæla vegna sársáukans. Bað hann um eitthvað, er gæti linað þjáningarnar. Hann dó eftir nokkra tíma. Höfðu innyflin sprungið. Ástæða slyssins? Menn halda, að loftþrýstingsmælirinn hafi ver- ið bilaður og Finnboga heitnum því ekki verið fært að sjá, hve mikill þrýstingur var orðinn. F'á- tækur verkamaður, sem átti fyrir öðrum að sjá, er dáinn. Góður og óhræddur liðsmaður. Svo segja kunnugir, að hann hafi ver- ið einn þeirra manna, er alt af mátti treysta. Hann barðist s. 1. vetur niðri við kolabing Gísla J. Johnsens, er nefndur riddari af Dannebrog ætlaði með valdi að kúga niður kaup verkamanna í Vestmannaeyjum. — —-------„En áhætta atvinnurek- enda er mest — miklu meiri en verkamannsins,“ segja vinir vorir atvinnurekendurnir. Sapicus: íslandssundið, 500 stikur, var þreytt í gær síðdegis út við Örfirisey. Keppendur voru sjö á skrá, en tveir gengu úr sökum lasleika. Orslit urðu £essi: Erlingur Páls- son varð fyrstur, 9 mín. 41,6 sek. Jóhann Þorláksson annar, 10 mín. 2 sek. Ingólfur Guðmundsson og Pétur Árnason alveg jafnir, 10 mín. 6 sek. Treysti dómnefnd sér ekki til að gera upp á milli þeirra. Hljóta þeir því báðir þriðju verðlaun. Þá var einnig kept um sund- þrautarmerki í. S. f. Er það 1000 stikna sund. Fjórar stúlkur æti- uðu að keppa, en Regína Magn- úsdóttir gekk úr. Var hún ekki vel frísk, en i slíkt sund leggur enginn nema fullhraustur sé. All- ar hinar þrjár hlutu merkið. Anna Gunnarsdóttir varð fyrst, 25 mín. 12 sek. Sigríður Sigurbjarnard. næst, 28 mín. 51 sek. Ásta Péturs- dóttir þriðja, 30. m. Til þess að hljóta merkið þarf að Ijúka sund- inu á hálftíma. Einnig sýndu þrír menn ýmsa sundleikni. Hvolfdu þeir bát, færðu sig úr fötunum og björg- uðu hver öðrum. Að sundinu loknu hélt forseti í. S. 1. snjalla ræðu og afhenti verðlaunin. Sagði hann frá til- drögum sundskálans, lýsti endur- bótum þeim, er orðið hefðu á þessu sumri. Gat hann um gildi sundíþróttarinnar fyrir uppeldi æskulýðsins og taldi mikla nauð- syn, að sund yrði gert að skyldu- námsgrein við allæ sköla landsins, þar sem nokkur tök væru á að koma því við. Snéri hann þar næst máli sinu til keppendanna og bað menn þakka þeim afrekin með húrrahrópum.. Beindi hann nokkrum vel vöklum orðum til Erlings Pálssonar sérstaklega og mintist sundafreka hans fyr og síðar og harmaði það, að hann skyldi ekki hafa getað gefið sig að sundi og sundkenslu eingöngu, því að á því sviði hefði hann sýnt svo mikla yfirburði, eins og hann hefði bezt sýnt nú í dag, þar sem hann enn þá héldi sund- konungs-tigninni, þrátt fyrir illa aðstöðu. Erfesad sfmskeyfl. Khöfn, FB., 7. ágúst. Verðgildi frankans eykst. Frá París er símað, að frank- inn fari hækkandi af ástæðum þeirn, er nú skal greina: kaup- um F'rakklandsbanka á erlendum gjaldeyri, traustsyfirlýsingu, er þingið samþykti á stjórninni, og sökum þess, að Poincaré sjái nauðsyn á því, að greiður að- gangur sé að peningamarkaðin- um og fyrir því sé áform hans að krefjast þess af þinginu, að það samþykki þegar í stað skuldasamningana við Bandarík- in og England. Pilsudski gerður æðsti herstjóri i Póllandi. Frá Varsjá er sírnað, að stjórn- in hafi stórum aukið valdsvið æðsta herstjórans og jafnframt fengið Pilsudski það embætti í hendur. / Khöfn, FB., 8. ágúst. Sampykt á skuldasamningum Frakka frestað. Frá París er símað, að Poincaré hafi frestað að krefjast samþyktar þingsins á skuldasamningunum við England og Bandaríkin, þar eð mótspyrna þingflokkanna gegn samþyktunum er fyrirsjáanleg. Mótmæltar Rússlandsfréttir. Frá Varsjá er símað, að upp- reisnarmenn, er menn ætla að Trotski stjórni, hafi tekið stjórn- arbyggingarnar í Leningrad. Upp- reisnarmenn hafa einnig tekið stjórnarbyggingarnar í Kronstadt. Ráðstjórnin á að hafa lýst báðar þessar borgir í umsátursástandi. U mbodsmaour rádstjórnarinnar hér (í Kaupm.h.) mótmœlir fregn- inni. Guðspekifélagið. Fundur i kvöld kl. 8 4/3 vegna heimsóknar dansks félagsbróður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.