Alþýðublaðið - 09.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.08.1926, Blaðsíða 3
ÁLÞÝt>o8LAiJlí> 3 hann gæti sett sína athugasemd við leiðréttinguna og einnig það, að það gæti ekki verið alveg sársaukalaust að fara með vísvit- andi ósannindi. Ég spurði Jón, hvort hann hefði verið ritstjóri hlaðsins 15. júní og játti hann því, en gekk þó fram fyrir til þess að ná í blaðið, og eftir að hafa litið yfir það, segir hann: „Nei, ég er að ljúga á sjálfan mig.“ Skyldi samtalið ekki geta ruggað við minni Jóns, þá verð ég að biðja hann að setja yfir- lýsingu í „Morgunblaðið" undir fullu nafni sínu um það, að ég hafi aldrei beðið hann fyrir um- rædda leiðréttingu. Björn Bl. Jönsson. InsKlend tiðindi. Seyðisfirði, FB., 7. ágúst. Sildarafli. Sildveiði var hér í gærkveldi nálega 200 tn., en í fyrradag 45. Útlit er ágætt, einnig á suður- fjörðúnum. Hœnir. (Jm daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Friðrik Björnsson, Thor- valdsensstræti 4, símar 1786 og 553 (i stað Konráðs R. Konráðssonar, sem er fjarstaddur). Hanna Granfelt syngur í fríkirkjunni í kvöld kl. 9, þar á meðal islenzk lög. Göfugri Söngur hefir áreiðanlega ekki heyrst hér en til ungfrú Granfelt. Þar fá söngelskir menn unun í eyra. Góður söngur Iyftir mönnum og betrar þá. Minnumst þess. Stúlka varð fyrir bifreið í. gærkveldi innarlega á Lauga- veginum. Hún var á hjóli. Eitt- hvað mun hjólið hafa skemst, en alvarleg m'eiðsli munu ekki hafa orðið. Málið er í rannsókn. Bifreið- arstjórinn var ölvaður. Sáttmálas j ö ðurinn dansk-íslenzki. Leiðbeining um umsóknir úr honum í síðasta blaði var tilkynning frá sendiherra Dana. Veðrið. Hiti 12—9 stig. Átt ýmisleg, hæg. Þurt um alt land. Loftvægislægð fyrir sunnan land. Útlit: Hægviðri. Regnskúrir á Suður- og Suðaustur- landi. Þurt á Vestur- og Norður- landi og léttir þar sennilega til í nótt. Innbrot. Simatóli stolið. í nótt var brotist inn i afgreiðslu- skúrinn í kirkjugarðinum. Var gluggi sprengdur upp með verkfær- um. Símatólið, sem haldið er á þeg- ar talað er, var skorið frá og tekið burtu, en annað Iátið kyrt. — Ein- kennilegt er, að nokkur maður skuli hafa gaman af að fremja slíkt stráksbragð og það í kirkjugarð- inum. Hafnarfjarðarhlaupið í gær fór þannig, að Magnús Guð- björnsson varð fyrstur, 45 mín. 34,4 sek., nýtt met, Þorbrandur Sigurðs- son annar, 49 min. 34,4 sek. og þriðji Helgi Guðmundsson, 51 mín. 18,8 sek. Vegalengdin var um 11 km. Tveir keppendanna koinust ekki að markinu. Annar þeirra, Ingi S. Ár- dal, var fyrstur alla leið inn í Foss- vog, en fékk þá taksting og varð að hætta. Frú María Ólafsdóttir, kona Ríkarðs Jónssonar, var meðal farþega á „íslandi" í gær. Hefir hún verið í Kanpmannahöfn i sumar með barn til lækninga, er fékk lömunar- veikina fyrir tveim árum. Hefir það þegar fengið mikinn bata frá því Barnaskóli Ásgr. Magnússonar Bergstaðastræti 3. Skólinn byrjar 1. október. í skólann verða tekin börn á aldrinum 6—10 ára. ísleifur Jónsson. sem var og von um framhald með nýjum æfingum, er þvi hafa verið kendar. Skipafréttir. „Tjaldur11 kom hingað i gær frá útlöndum og „ísland" m. a. með sementsslatta — loksins. „Suðuriand" kom i gærkveldi úr Borgarnessferð. í morgun kom fisktökuskip til Ólafs Gislasonar & Co. Á isfiskveiðar fór togarinn Ólafur i fyrradag, eins og ráðgert var. Kom hann aftur í morgun. Hann fiskaði að vísu fitið í þessari ferð, enda fór hann að eins hér út á flóann, en hann fór aftur á veiðar i dag. Fyrirlestur Þórstínu Jackson í fyrrakvöld var um Manitobabygð. íslendinga vestra, búskap þeirra og menningu. M. a. sagði hún frá viðburðum, er sýndu, að á frmbýlisárunum voru hvitir brask- arar þeim miklu hættulegri og verri gestir en Indíánarnir. Séra Kjartan Helgasson í Hruna hefir fengið lausn frá prófastsstörfum i Árnessýslu frá 1. okt. n. k. að telja. Samvizkan rumskar. „Mgbl.“ finst það verða að reyna að færa afsökun fyrir þá togara- eigendur, sem láta botnvörpungana liggja kyrra, þegar einn þeirra, ÖI- afur, er farinn á ísfiskveiðar. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. verk Maxwells hins? Nei, það virtist vera óhugsandi, því hver átti tilgangurinn að geta verið? Hann greip upp símatólið og fékk sam- band við hotelskrifstofuna. „Otvegið þér mér braðsamtal við sýslumann- inn í Borgarnesi, forgangshraðsamtal, straks, viðstöðulaust you see,“ sagði hann og skelti niður símtölinu. Það leið ekki á löngu þar til sýslumað- urinn i Borgarnesi svaraði. „Þér kannist alls ekki við karlmannsmynd- ina á brúðhjónamyndinui ensku T spurði Goodmann Johnson. Sýslumanninn í Borgarnesi langaði vita- skuld afarmaikið til að hrekkja Johnson, og var að bollaleggja, hvort hann ekki gæti vilt hann eitthvað með því, sem hann segði um myndirnar, en þorði það svo ekki þegar til kastanna kom. „Nei, alls ekki," svaraði hann. „Þér hafið náttúrlega athugað, hvort Max- well þjónn hafi skrifast á við nokkurn mann meðan hann var upp frá?“ spurði Johnson enn. „Nei,“ anzaði sýslumaður með kergju í rómnum. „Málið var svo upplagt, að þess þurfti ekki,“ „En það yfirvald," kallaði Johnson fok- vondur, „well, viljið þér gera það tafarlaust og síma svo strax til mín? ,Mormng sir‘.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.