Alþýðublaðið - 10.08.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.08.1926, Blaðsíða 2
2 t ALÞÝÐUBLAÐIÐ alþýððbl&ðið kemur út á hverjum virkum degi ; Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—10Va árd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuöi. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Ranglát kosningalög. sem líísbaráttan hefir íeikið hart, mun fylgi þess vera meira en ótrygt, og verða þó æ því minna, sem hann þekkir betur sinn vitj- unartíma. Þess vegna klípur hiö drottnandi, en fallhrædda auÖvald af kosningaréttinum með ólögum, sem það ver til hins ýtrasta. Þrátt fyrir þetta hefir alþýðan nú unniö glæsilegan kosningasig- ur við landskjörið. Hvað myndi þá, ef fjölda af hennar mönnum væri ekki ranglega meinaður að- gangur aö kjörborðinu? — Þá hefði hennar maður vafalaust orð- ið annar í röðinni, ef ekki hæst- ur.. m. a. bæði í landkönnunarferðum og mannsaldursrannsóknum. Hver veit nema hann hafi einmitt verið staddur i tannsóknarferð úti í hinu nýfundna Tizianlandi, þegar Jón Björnsson neitaði að eyða bjúga- rúmi undir leiðréttingu Bj. BI. J.? Éins og nú er kunnugt orðið, er kuldi mikill þar í Tizianíá, svo að jafnvel ííkneski verða að vera í búningum, en þó hefir Iandkönn- unarmanninum fræga ekki orðið skotaskuld úr að finna þar ýms sjaldsén blóm, þó að sumum þyki varla viðeigandi, að hann eigni sendiherra Dana þau. Þá er sú upp- götvun ekki síður merkileg, sem „Morgunbl.1 birti nýlega, að marg- ar kynslóðir lifðu á 37 árum. Skyldi það ekki bráðum fá Nóbelsverð- laun? Það er að vísu látið heita svo, að hér á landi sé almennur kosn- ingaréttur; en mikið vantar á, að svo sé. Þeir, sem af einhverjum ástæðum, svo sem heilsuleysi, ó- megðarþunga, elli, eða af langvar- andi atvinnuleysi, vegna hinnar megnu öreiðu og skipulagsleysis á atvinnuvegunum, sem íhald, auðvald og óstjórn hafa sökt þeim niður í, — þessir menn, sem undir verða í lífsbaráttunni, sem fátæklingunum er oftast þung, sérstaklega ef eitthvað ber út af, éru vægðarlaust og um- svifalaust sviftir kosningarétti, ef þeir neyðast til að leita þeirrar aðstoðar, sem þjóðfélaginu er sið- ferðilega skylt að veita þeim án þess að skerða réttindi þeirra, og heppilegast væri gert með góðri trygggingalöggjöf. Þá er unga kynslóðin beitt full- komnu og íhaldsstimpluðu rang- læti, með því að binda rétt til kjördæmakosninga vjð 25 ára ald- ur, en þó tekur út yfir allan þjófabálk þegar til landskosning- anna kemur, þar sem aldurslág- markið er 35 ár. Móti endurbótum á öllu þessu berst svartasta íhaldið fyrst og íremst, og margir þeirra, sem ekki pykjast vera íhaldsmenn, fylgja því sleitulaust að málum, og sýna með því, hvar þeir eiga Taunveru- íega heima i flokki. Ihaldið veit líka svo sem, hvað það er að gera með þessari kúg- unarlagasetningu og viðhaldi hennar. Það veit, að æskan er móttækilegust fyrir hugsjónir og mjmdi því sízt skipa sér rundir raérki þess. Það veit, að hjá hungruðum verklýð og snauðum,. Um daigiim «>g vegisBn. Næturlæknir er. i nótt Katrín Thoroddsen, Von- arstræti 12, simi 1561, (í stað Guð- mundar Thoroddsens, sem er fjar- verandi). Hafnargarðurinn nýi. Svo sem kunnugt er er verið að gera nýjan garð hér út í höfnina að austanverðu. Á hann að verða ■ 160 metra langur að meðtöldum garðhausnum. Stauragrind er kom- in næstum út að garðhausstæðinu og er verið að fylla í dýpið inn- an í hana með grjófi. Fremst á garðinum hefir til bráðabirgða verið reistur upp staur með tveimur ljós- kerum í mismunandi hæð. Eru þar tendruö rauð vitaljós. Skipafréttir. Loksins er þá sementsskip komið, — kom í nótt. Einnig komu „Lag- arfoss" og „Lyra“ frá útlöndum. Meðal farþega, er komu með „Lyru“, voru Björgvinjarbiskup, Pét- ur Högnestad, og norskur leikhús- stjóri, Rasmus Rasmussen. — „Js- landið'* fer í kvöld vestur og norð- ur um iand. „Suðurland" fór til Breiðafjarðar í morgun-. „Kristín I.“, fisktökuskip „Kveldúlfs", og ,Jo“, fisktökuskip það, er kom til Buckles, fara bæði vestur um land i dag til að taka fisk, til viðbótar þeim, sem þau hafa tekið við bér. Jóni Leifs þakkað. Utanríkisráðuneytið þýzka hefir sent Jóni Leifs þakkarávarp í til- efni af ferð hans með Hambörgar- hljómsveitinni. £r það ekki vonlegt? Það er svo sem við því að búast, að „Morgunblaðið" gjleymi þessa dagana öðru eins „smáræði" eins og því, þó að það neiti að taka leiðréttingu á einni af skröksögum sínum. BlómvalduT þess befir sem sé baft ærið að starfa nú um hrið, Lárenziusarmessa ter í dag. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund..............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,91 100 kr. sænskar .... — 122,12 100 kr. norskar .... — 99,93 Doliar....................— 4,568/4 100 frankar franskir. . . — 13,72 100 gyliini hollenzk . . — 183,35 100 gullmörk þýzk... — 108,57 Tryggvagötu á milli Pósthússstrætis og vestur á móts við verzlun Björns Kristjáns- sonar er nú verið að búa undir mal- bikun. Bifreiðarstjórinn, sem sagt var frá hér í blaðinu i gær, að stúlka á hjóli varð fyrir bifreið hans í fyrra kvöld, var eins og áður var sagt ölvaður. Hafði hann farið inn að Elliðaám og kom- ist í þeirri ferð í það ástand, að hann gætti lítt bvað á vegi hans varð. Stúlkan meiddist ekki, en hjól- ið brotnaði og kápa hennar rifn- aði. Bifreiðarstjórinn var þegar sett- ur í gæzluvarðhald á meðan málið var rannsakað og sviftur ökuskír- teininu, en bifreiðin lokuð inni. Hef- ir málið nú verið afgreitt til bæjar- fógeta. Vafalaust vérður bifreiðar- stjórinn að greiða stúlkunni skaða- bætur. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við landlækninn í morgun). Yfirleitt er heilsufar gott um land alt — sumarheilsa. „Inflú- enza'' gengur þó á Siglnfirði og dálítil taksótt hingað og þangað nyrðra. Veðrið. Hiti 12—9 stig. Hægviðri, nema snarpur vindur á Isafirði, Loftvasg- islægð fyrir suðaustan land, hreyf- ist tii suðausturs. Otiit: Þurt í dag á Suðvestur- og Suður-landi og sennilega einnig i nótt. Délítið regn á Austur- og Norðaustur-landi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.