Alþýðublaðið - 10.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.08.1926, Blaðsíða 3
1 Svo er margt sinnið sem maðurinn er. i. Þegar ég las grein Guðmundar R. Ölafssonar úr Grindavík, sem stóð í Alþýðublaðinu 31. júlí, þá sá ég, að' hún var aðallega svar upp á grein mína, sem stóð í sama blaði daginn áður. Mér þótti þetta nokk- uð einkennilegt. Ég gat vpnast eft- ir, að kirkjustjórnin skrifaði mér, ef hún sæi eitthvað athugavert við grein mína, en ekki einhver og ein- hver. En það er ekki svo að skilja, honum var það velkomið hvað mig áhrærir, því að hún móðgar mig í engan máta. Nú ætla ég enn að fara yfir greinina og láta hann heyra álit mitt á henni. Það er þá fyrst, að hann byrjar grein sína með formála, seni mér þykir óþarflega langur, (en það gerir nú hvorki til né frá), sem mér finst helzt vera ádeila til mín og minna lika, aðallega út af því, hvað við erum fastheldnir við það gamla og tregir til að taka á móti því nýja, og mér finst hann vera þó mest hissa á þvi, hvað trúarbrögðin á- hrærir, og hann endar formáíann með með þessum orðum: „Og þá [deila þeir| vanalega einkum á það, sem gott er og gagnlegt." — Ekki er vitnisburðurinn fallegur. Þá kem- ur þetta: „Dálítið sýnishorn af nýj- ungahræðslunni i trúmálum er grein Sigurðar Halldórssonar." Er ekki svolítil ástæða til að vera hræddur í því tilliti? Ég veit, að ég er ekki mikið fyrir breytingar, og ég breyti ekki um, ef ég er sjálfráður, nema ég sjái, að það sé betra. Ég vil heldur hafa það gamla; sem ég er orðinn vanur við, heldur en það nýja, ef það er ekki betra. Og um trúarbrögð- in er það frá mínu sjónarmiði sagt, að ég ráðlegg öllum að rannsaka það vel, á hvaða grundvelli það nýja er bygt, áður en þeir fara að aðhyllast það. Mér finst það vera einna ómerkilegustu mennirn- ir, sem eru að kenna eitthvað, sem alla áreiðanlega undirstöðu vantar. Sumir segja e. t. v.: Ég held, að menn ættu að gæta sin. — Ég held, að menn ættu að tala varlega í því efni, því að ef útvaldir leiðast i villu, þá þarf ekki að furða sig á því, þó að unglingar og hálfilla upplýst alþýða geta ruglast, þegar það eru vel mentaðir menn, sem fara að kenna þeim og predika yfir þeim. Þá er ekki að undra, þó ao unglingar fari að hugsa sem svo: Það má nærri geta, hvort þeir vita ekki betur en mamma mín og pabbi. Þó ætla ég að koma með dæmi, sem ég furða mig á. Ég hugsa, að Sigurður Kr. Péíursson, sem and- aðist fyrir stuttu i Lauganesi, hafi verið vel greindur. Hann var veik- ur og átti erfitt' lengst af æfinnar. Hann var góður piltur, svo að eftir 4LÞÍbbB La ti I xj okkar trúarbrögðum var ekki unt að sjá annað, en að hann ætti góða heimvon. En hvað gerist? Hann fer að trúa því, að þegar hann sé dá- pnn, þá muni hann fæðast aftur og ef til vill ótal sinnum, og þá ef til vill veröa meiri aumingi og eiga miklu erfiðari daga en áður. Ég'las rit, sem hann hafði íslenzkað. Þar er maður að segja frá liðan manna eftir dauðann. Þar er sagt, að börn- um líði vel á meðan þau eru þar, en þegar þau deyi mjög ung, þá fæð- ist þau oft af sömu foreldrum. Ég er að hugsa, að það hafi sannast á honum, að í villu muni leiðast jafn- vel útvaldir. Guðm. segir, að S. H. virðist hafa gleymt boðorðinu um að rannsaka ritningarnar. Getur verið, að ég hafi gert það, en ég ætla að benda á það seinna, hvernig íslendingum hefir heppnast sú rannsókn. Guðm. segir: „Það er jafnvel altítt, að sumir trúflokkar þykjast eiga guð einir, en kalla alla aðra trúvill- inga, ef þeir trúa ekki nákvæmlega hinu sama og þeir sjálfir." Ekki get ég tekið þetta til mín, en svo getur það stigið hátt, að ég geri það. Loks ætla ég að minnast á kver- in og grein þá, er séra Björn Ste- fánsson á Auðkúlu skrifaði í „Tím- ann“, en greinarhöfundurinn visaði mér á. Mér skilst, að hann sé henni samþykkur. Þar standa þessi orð: „Biskup vor hefir sjálfur margsinn- is dauðadæmt þá guðfræðistefnu, sem mótar kverin okkar. Hverju ætlar hann og prestastefnan að svara kröfum almennings um, að börnin séu Iosuð við að læra dauða- dæmd fræði?“ — Biskupinn hefir víst ekki gleymt boðorðinu: Rann- sakið ritningarnar. Það er eins og ég sjái hann sturla minn á dóms- degi, þegar blessaður biskupinn sezt niður til að semja nýja kverið. Mér dettur í hug, hvort það muni nú ekki geta borið við, að sá gamli komi glottandi og gægist yfir öxl- ina á honum og fari að grína í það, sem hann er að skrifa. Ef Guðmundur hefði ekki farið að skrifa grein sína, þá hefði þessi grein ekki verið skrifuð, svo að það má nærri því segja um hana, að við eiguin hana báðir. Ég er ekkert hræddur um, að við getum ekki borið hana báðir. Hún er ekki svo þung. 5. ágúst 1926. Sigurður Halldórsson. II. Það var alger óþarfi af S. H. að láta það koma flatt upp á sig, að ég benti á grein hans sem dæmi upp á þröngsýni og nýjungahræðslu í trúmálum. Hann var einmitt aðvar- aður um, að ef hún yrði tekin í Alþýðublaðið, þá mætti hann búast við svari, sem bonum e. t. v. yrði ekki meir en svo vel við. Hins veg- ar get ég sagt honum, að hefði hún komið i einhverju öðru blaði, 3 þá hefði mér sjálfsagt ekki þótt ómaksins vert að minnast á hana; en sem starfsmaður Alþýðublaðsins taldi ég mér skylt að láta svo stein- runninni. ihaldsgrein ekki vera ó- svarað, úr því að það lofaði höf. að létta henni af sér. Þegar S. H. skrifaði síðari greinina, mun hon- um þó hafa verið ókunnugt um, að sá, er svarað hafði, var starfsmaður blaðsins. Hins vegar gæti hann manna sízt talað um móðganir við sig, svo mjög sem hann sjálfur brigzlar skoðana-andstæðingum sín- um um hræsni. S. H. viðurkennir að visu, að Sig. Kr. Pétursson hafi verið góður drengur. Það var og alment viöur- kent af þeim, sem þektu hann. Hitt er og líka kunnugt, að hann var sæll í sinni trú. Það geta menn sem sé verið, þó að þeir aðhyllist trúarbrögðin í talsvert mismunandi umbúðum. í siðari grein sinni viðurkennir S. H. tvent. Það fyrst, að ef nokk- uð mikill skoðanamunur er, þá geti átt við hann setningin: Þeir „þykjast eiga guð einir, en kalla alla aðra trúvillinga, ef þeir trúa ekki ná- kvæmlega hinu sama og þeir sjálf- ir,“ — sbr.: „Svo getur það stigið hátt, að ég geri það.“ Það er og helzt að skilja á greininni, að hinir útvöldu séu nokkuð fáir að hans á- liti. 1 öðru lagi kannast hann við að vera djöflatrúaður og gerir ráð fyr- ir, að „sá gamli“ kunni að vera á vakki. Verið getur, að einhverjir hafi gaman af að vita, hvað S. H. heldur um útlit hans, hvort hann muni t. d. hafa eitt auga i miðju enni, horn, tagl og hrosshófa, eins og honum var stundum lýst meðan djöflatrúin var í algleymingi, og hafa það e. t. v. til að öskra í eyrun á mönnum, eins og séra Jóni þumlungi forðum daga. Eftir grein S. H. hér á undan að dæma, virðist hann naumast bera framfarir sérlega mikið fyrir brjósti. Hann vill, að kenningar feðranna ráði. Slík trú hefir EKnverjum orðið til óbætanlegs tjóns og trafala. Hvað yrði úr framförum og þroska mannkynsins, ef enginn væri föð- urbetrungur, en auðvitað allmargir verfeðrungar? — — S. H. ætti að athuga þetta áður en hann semur meira í sama anda. Að vísu getur værið, að slíkar grein- ar verði að örlitlu gagni, en áhrif- in verða þá gagnstæð því, sem S. H. mun geðfeldast. Spartverjar fyltu þræla sína, sonum sínum til við- vörunar. Slíkt verður þó að teljast mjög hæpin aðferð til þess að bæta siði alménnings eða trúarbrögð. Ef fylgt er kenningu S. H., þá á hann bróðurpartinn í þessari grein. Skyldi annars ekki vera betra, að hvor okkar um sig gæti sinna skrifa og kenninga, á meðan þær eru ekki líkari en þetta? Guðm. R. Ólafsson úr Grindavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.