Alþýðublaðið - 11.08.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.08.1926, Blaðsíða 2
2 ' ALÞÝÐUBLAÐIÐ Skoðanir Jons» Þorlákssonar á norska bankahneyksllniie Fyrir nokkru stóð sú frétt í blöðunum, að norska pingið hefði ákveðið að stefna Berge, fyrver- andi forseta íhaldsstjórnarinnar norsku, og öllum ráðherrum hans, fyrir landsdóm. Tildrög málsins eru pessi: Norskur banki — Handelsban- ken — komst í fjárpröng 1923. Berge forsætisráðherra og íhalds- ráðherrar hans voru pó ekki í- haldssamari i fjármálunum en pað, að peir lánuðu bankanum 25 milljónir króna úr ríkissjóði. Þetta gerðu peir í algerðu leyf- isleysi; en af pví að peir tóku fé petta í léyfisleysi, hiutu peir jafnframt að háfa að nokkru leyíi pjófaaðferð við að taka pað úr ríkissjóðnum, og að halda pessu leyndu fyrir pingi og pjóð. En pessar 25 milljónir nægðu ekki bankanum. Árið eftir var hann aftur í pröng, en ekki treysti íhaldsstjórnin sér pá 'til pess að lána bankanum aftur leynilega, heldur fór pess á leit við pingið, að bankanum yrðu lánaðar 15 milljónir króna. Varð pingið við peirri beiðni, en stjórn- in hélt pví leyndu, sem fyr, að hún hefði lánað bankanum 25 millj. króna árinu áður, enda ó- víst hvort pessar 15 milljónir héfðu fengist, ef hið rétta hefði komið i ljós. En pessar 15 komu ekki að haldi, og að lokum komst bank- 5nn! í mát, og var pá ekki lengur hægt að leyna 25 milljónunum, sem íhaldsstjórnin hafði lánað honum heimildarlaust úr rikis- sjóði. Blaðið „Vörður" flutti ritstjórn- argrein um petta Berges-mál 30. júlí s. 1. Eru ummæli peirrar greinar mjög eftirtektarverð, par eð kunnugt er, að oft hafa birst naínlausar ritstjómargreinar 1 pví blaði, sem eignaðar hafa verið Jóni Þorlákssyni forsætis- ráðherra, og gæti grein pessi pví verið beinlínis skrifuð af honum. Eri jafnvel pó pað sé ekki, pá er víst, að skoðanir pær, sem koma fram í benni, eru í fylsta sam- ræmi við skoðanir Jóns Þorláks- sonar, pví að framan á hverju blaði stendur, að miðstjórn I- haldsflokksins sé útgefandi blaðs- ins. Þessi ummæli eru pá fyrst pau, að ákvörðunin um að stefna i- (haJdsráðherrunum fyrir lands- dóm, fyrir að hafa brotið stjórn- arskrána og í laumi tekið 25 milljónir í leyfisleysi úr ríkis- sjóði, pyki „mjög orka tvímælis“, pví pó að „allir viðurkenni, að Berge hafi brotið stjórnarskrána“, pá muni „hann hafa brotið hana af brýnni nauðsyn, en nauðsyn brýtur lög“. Hafi Berge „sýnt hinn mesta manndóm" í pví að fremja verknað pennan „pvert of- an í lög og reglur“. Er pessi litli útdráttur úr „Varðar“-greininni nóg til pess að sýna, að Jón Þorláksson ætli sér ekki að hika við að brjóta stjórn- arskrána, hvenær sem honum finst „brýn nauðsyn“. Má segja, að hér sé útkoman dálítið önnur en hjá ihaldsblöðunum og ihalds- liðinu, með öllu ópinu út af smá- vegis lagabrotum í sambandi við vinnudeilur. Kemur hér í ljós pað, sem reyndar var augljóst áður, að auðvaldið hefir lögin sem klafa á alpýðuna, en sjálft heldur pað pau ekki, nema peg- ar pau eru í samræmi við hags- muni pess. Allir vita, að íhaldsmaðurinn Berge hafði ekki frekar leyfi til pess að taka 25 millj. krónur úr ríkissjóðnum, en ráðsmaður Jóns Þorlákssonar, ef hann hefði tek- ið 250 sementspoka af birgðum Jóns, í leyfisleysi og í laumi, og látið einhverja kunningja sína hafa pá, sem væru að byggja, en væru orðnir sementslausir og fé- lausir. Hætt er við, að pegar Jón Þorláksson hefði frétt petta, mundi hann hafa viðhaft einhver önnur orð en pau, að ráðsmaður- inn hefði „sýnt hinn mesta mann- dóm í pessu máli“, eins og kora- ist er að orði um Berge í „Varð- ar“-greininni, og pað eins pó að ráðsmaðurinn hefði haldið „sér- stakan reikning yfir lán pessi“, og ekki mundi pað hafa bætt málstað ráðsmannsiris neitt hjá Jóni, pó að hann hefði sagst hafa gert petta til pess að auka ekki „eymd og atvinnuleysi“. Þess ber að gætai að hugsan- Iegt væri, að í jafnósamstæðum flokki og íhaldsflokknum gætu komið fram skoðanir, sem ekki væru fyllilega í samræmi við skoðanir íhaldsstjórnarinnar. En ef slíkt kæmi fyrir, mundi stjórn- in pegar í næsta blaði leiðrétta pað, sem rangt hefði verið eða lýsa yfir sinni skoðun. En par sem hin umgetna grein kom 30. júlí, og eitt blað er komið til síð- an aí „Verði“, getur ekki verið um pað að villast, að pað erá skoðanir Jóns Þorlákssonar, sem lýst er í greininni. Stjórnarskrána og annað er nefnist „lög og regl- Ur“ ætlar hann að sýna „mann- dóm“ í að brjóta, pegar hann allramildilegast álítur „brýna nauðsyn". En ef íhaldið yrði ein- hvern tíma í meiri hluta, ætlá peir að setja upp ríkislögreglu til pess að berja á verkalýðnum, ef hann ekki heldur pau lög, er auðvaldið setur honum. Það er víst petta, sem Jón kall- ar „frjálslyndi íhaldsins“. 1 Ólafur Fridriksson. Vlðtal við Rasnms Sasmussen, leikhússtjóra frá Noregi. Þessi maður, sem pektur er landshornanna á milli í Noregi fyrir leik sinn og söng, er nú kominn hingað. Alpbl. hitti hann hjá kunningja sínum. „Hvernig stendur á hingaðkomu yðar ?“ „Ég ætla að syngja hér norsk pjóðlög. Mig hafði alt af langað til að kynnast hér landi og pjóð. Og pegar ég kyntist íslenzkum pjóðlögum og sá, hve mikill svip- ur er með peim og norsku pjóð- lögunum, póttist ég viss um, að íslendingar myndu hafa gaman af peim, og nú er ég kominn hing- að.“ „Fáist pér pá ekki við leik leng- ur?“ „Jú, jú, ég léik alt af við og við í pjóðleikhúsunum í Osló og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.