Alþýðublaðið - 11.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1926, Blaðsíða 3
ALP.ÝfaljfiLAtíIi/ 3 Björgvin og þá aðallega hlutverk eftir Holberg, Ibsen og Björnsson. Einu sinni var rétt að því komið, að ég færi hingað með leikflokk til að sýna „Víkingana á Háloga- landi“, en það fórst fyrir af ýms- um ástæðum. En milli þess að ég leik, er ég eins og þeytispjald, því menn eru mjög fíknir í að heyra til mín.“ „Hvers konar þjóðlög syngið þér helzt?“ „Ég' syng alls konar þjóðlög, en þó mikið af kirkjæögum.“ „Eruð þér þjóðernissinni, eða einn af þeim Norðmönnum, sem vilja færa norsku kvíarnar út fyr- ir skattlöndin gömlu, ísland, Grænland og Færeyjar?" „Nei, ég fæst alls ekki við stjórnmál, skifti ; mér ekki af neinu nema listinni.“ Svo kvöddum við þennan á- gæta listamann, sem er talinn fremstur norskra leikara. Hann er frægastur vísnasöngv- ari Noregs og talinn hliðstæður Sven Scholander, Svíanum heims- kunna. Slíkan söng höfum við ekki heyrt fyrr. Hann þurfa allir að heyra. br. Jarðskjálftakippir hafa verið talsverðir á Reykjanesi undanfarna daga, en eru nú sagðir í rénu. Oft er kippagjarnt þar i kring um hverina. Áheit á Strandarkirkju frá N. N. Kr. 10.00 Landsk j örstölur. Atkvæði þau, er hver einstakur frambjóðandi fékk við landskjörið á þeim listum, er komu að manni, voru svo sem nú skal greina: A-Iísti. Jón Baldvinsson fékk 3 157 4/6 atkv. Jónina Jónatansd. — 2 636 Vs — Erlingur Friðjönss. — 21094/6 — Rebekka Jónsdöttir — 1 582 ]/6 — Ríkharður Jönsson — 1056 — PéturG.Guðmundss.— 528 — C-listi. Jón Þorláksson fékk 5 4693/6 atkv. Þórarinn Jönsson — 4 583 2/6 — Guðrún Briem — 3 6715/6 — Jónatan Lindal — 2 751 2/e — Sigurgeir Gislason — 1 845 4/6 — Jón Jónsson — 924 5/e — D-listi. Magnús Kristjánss. fékk 3 383 4/6 atkv. Jón Jónsson — 2 889 V6 — Kristinn Guðlangss. — 2 318 — Þorsteinn Briem — 1 755 s/6 — Páll Hermannsson — 1 167 4/6 — Tryggvi Þórhallsson — 6391 6 — Breytingar á B- og E-lista voru ekki rannsakaðar. Þessar tölur sýna að ejns áhrif tilfærslu á listunum, en breyta engu um kjörfylgi þeirra. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Halldór Hansen, Mið- stræti 10, sími 256. FerAatðsknr allar stærðir, mjög ódýrar i IIAlfvl III fa“ VuiZL •tHJ id • Bankastræti 14. Simi 1715. Simi 1715. Samsæti héldu nokkrir Alþýðfl.umenn i gær- kveldi í veitingahúsinu „Skjaldbreið" landskjörnúm alþingismanni og vara- þingmanni Alþýðuflokksins, þeim Jóni Baldvinssyni og frú Jóninu Jöna- tansdóttur, i minningarskyni um kosningasigur, vöxt og viðgang Alþýðuflokksins. Veðrið. Hiti 14—8 stig. Átt norðlæg og > norðaustlæg, hæg. Þurkur á Suð- urlandi. Útlit: í dag hægur á norð- an og þurkur á Suður- og Vestur- landi. 1 nótt þurt á Suður- og Vest- ur-Iandi, allhvass á norðaustan og sallarigning á Austurlandi. Heilsufarið hér i Reykjavík er yfirleitt gott. Þó er enn dálítið um taksóttina. (Eftir símtaii við landlækninn ' í morgun.) Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund..... kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,91. 100 kr. sænskár . . . . — 122,12 100 kr. norskar .... — 99,93 Dollar................— 4,56% 100 frankar franskir, . . — 13,24 100 gyllini hollenzk . . — 183,35 100 gulimörk þýzk. . . — 108,69 Einar skáJaglam: Hnsið við Norðnrá. Johnson skelti niður símatólinu og gekk hratt um gólf og dáðist að athugaleysi ís- lenzkra yfirvalda. Það leið eitthvað hálf stund, þá skrölti. síminn hjá Johnson. „Pinkerton hér,“ anzaði Johnson, er hann greip upp tólið. Það var sýslumaðurinn í Borgarnesi. „Maxwell sendi daginn áður en hann dó, þegar hann var hér í kauptúninu, afarstórt og þungt ábyrgðarbréf til Miss Margaret Cernish i Lincoln," sagði yfixvaldið. „Hvaða stræti, hvaða númer?“ spurði John- son. „Það hafði ekki verið fært í bækurnar var svarið. Svo hringdi Goodmann Johnson af. Að vörmu sporri hringdi hann upp aftur, og lét setja sig 1 samband við Eimskipafé- lag íslands. „Nær fer næsta skip til Englands?" spurði hann. —------- »,Nú já, á morgun, einmitt það. Þér sjáið um, að ég fái far.“ Og næsta dag lagði Goodmann Johnsoh frá landi. Hann var nú farið að gruna, að ef til vill mynd' hægt að ráða þessa flóknu gátu, sem hann var að fást við, og veiði- hugurinn í honum var vaknaður. Johnson var kominn til Láncoln. Það var þessi Miss Cornish, sem hann langaði til að tala við. Hann langaði til að vita, hvað Max- well þjónn hefði verið að skrifa henni tií. Hahn gekk upp á police offiœ, lögreglu- stöðina, og sagði til sín, og spurði um hvar Miss Cornish byggi og hvaða kona það væri. Honum var sagt, að hún væri dóttir eins ríkasta ullarkaupmanns í borginni, en hann væri dáinn fyrir mörgum árum. Síðan hefði bún búið með móður sinni, þar til hún hefði dáið í ófriðarlokin, en nú byggi hún ein-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.