Alþýðublaðið - 12.08.1926, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 12.08.1926, Qupperneq 1
Alpýðublaðið Gefið út af Alpýðofloklamnt 1926. Fimtudaginn 12. ágúst. 186. tölublað. Eriemd símskeyti. Khöfn, FB., 11. ágúst. Koladeilan enska. Sátíatillögur biskupanna feldar Frá Lundúnum er símað, að námumenn hafi felt sáttatillögur biskupanna. Stjórnarskrárbreyting sampykt vegna skuldagreiðslna. Frá París er símað, að báðar pingdeildirnar hafi setið á sam- eiginlegum fundi í Versölum og samþykt nreð yfirgnæfandi meiri hluta, að stjórnarfarslögunum skuli breytt vegna stofnunar sjóðs til afborgana á ríkisskuld- unum. Khöfn, FB., 12. ágúst. Samhjálp verkalýðsins. Frá Lundúnum er símað, að^ Samband amerískra verkamanna hafi hafiö samskot til styrktar enskum námumönnum. Jafnaðarmenn andvigir stjórn- arskrárbreytingunni frönsku. Frá París er simað, að lögin nýju um sjóðstofnun til afborg- ana á ríkisskuldunum hafi verið gerð hluti af stjórnarskránni til tryggingar sjálfstæði sjóðsins. Jafnaðarmenn (socialistar og konununistar) gerðu miklar ó- spektir á fundinum. Snowden og „Moggiu. „Mgbl.“getur í gærumræðu, er Snowden, jafnaðarmannaleiðtog- inn brezki, hafi haldið ekki' alls fyrir löngu, þar sem hann hafi getið þess, að gagnslaust væri fyrir verkamenn að heimta meira kaup, ef atvinnuvegur sá, er þeir ynnu við, gæti ekki staðist kaup- kröfuna. Fyrst og fremst væri gaman að vita, hvar og hveníer Snowden hefir haldið þessa ræðu, sem að anda og efni sé eins og „Mgbl.“ vitnar til, og hverjar eru heim- ildir „Mgbl.“ Allir, sem eitthvað þekkja til blaðamensku þeirra „Mogga“-ritara, vita sem er, að þeim er stundum örðugt að þýða rétt erlend tungumál, sbr. hinar landfrægu „krukkur“, og eins hitt, að þeim hættir mjög við að hafa í frammi ósvífnar blekkingar, er þeir hafa ummæli eftir erlendum eða innlendum jafnaðarmönnum, sbr. viðtalið við Stauning o. m. fl. I öðru lagi mer'kja ummæli Snowdens, ef rétt eru eftir höfö, ekki annað en það, að sumum íyrirtækjum einstakra manna er svo illa stjórnað, að þau gefa ekki þann arð, er nauðsýniegur er til sæmilegra verkalaunagreiðslu. Svo er t. d. um margar brezku kolanámurnar, að rekstur þeirra er langt á eftir tímanum og í megnri vanhirðu. En þá segja brezku jafnaðarmennirnir, þar á meðal leiðtogi þeirra, Snowden, að ráðið sé, að þjóðnýta atvinnu- fyrirtækin, og reka' þau bæði með vísindalegri hagsýni og með þörf almennings fyrir augum. Vilji „Mgbl.“ fylgja þessum ráðlegging- um hinna merku foringja jafnað- arstefnunnar í Bretlandi, þá má koma í veg fyrir launaþræturnar. Annars vil ég ráðleggja þess- um „Mogga“-ritara að lesa vel „Tuttugu mótbárur gegn jafnað- arstefnunni" eftir Snowden, sem birtist í íslenzkri þýðingu í „Skutli“. Bæði má reiða sig á, að sú þýöing er rétt, og enn hitt, að „Mgbl.“ finnur þar engan stuðning við kenningar íslenzkra íhaldsmanna, heldur getur það séð þar hin veikbygðu rök þeirra gegn jafnaðarstefnunni rifin til grunna. 11. ágústmán. ___________ —n. Skipafréttir. „Tjaldur" fór utan i gær, en „Lyra“ fer i kvöld kl. 6 til Noregs. EIMSKIPAFJELAG MM ÍSLANDS MS „Esjau fer héðan austur og norður um land á þriðjudag 17. ágúst síðdegis. Vörur afhendist á föstudag eða laugardag. Farseðlar sækist á föstudag. „Lagarfoss^ fer héðan á mánudag 16. ágúst á hádegi til Hull, Hamborgar og Leith. Kemur við í Hafnarfirði og fer þaðan kl. 6. Fjórði samsöngur Hðnnu Granfelt. Hann var í fríkirkjunni, og var hún troðfull, svo full, að menn stóðu bæði á gólfi niðri og með veggjum fram uppi. Fyrir bragð- ið var svo heitt í kirkjunni, að stöku maður fékk aðsvif, en svo var loftið þungt, að söngurinn naut sín ekki fyrir þá hluti eins og skyldi. Það verður að víta það harðlega, að seldir eru fleiri að- göngumiðar en sæti eru i kirkj- Unni; það má ekki koma fyrir oft- ar. Annars var söngurinn ágætur. Enginn, sem hefir heyrt ungfrú Granfelt syngja hin æstustu skap- brigðislög skyldi hafa trúað því, að hún gæti sungið svona mjúkt. Undirspil Páls var glæsilegt. Það er þægileg tilhugsun fyrir Islendinga, að þeir eigi jafnágæt- an listamann- og Pál, ekki mann í tólfblaðabroti, heldur í stóru arkarbrotu „Vögguvísa“, nýja lag- ið, hans, var yndislegt, tilgerðar- laust og barnslegt, en með öllum einkennum sannrar listar. — Meira! br.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.