Alþýðublaðið - 12.08.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.08.1926, Blaðsíða 2
2 í ALÞÝÐUBLAÐIÐ [TlÞÝÐ ublaðið í kemur út á hverjum virkum degi. í Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. í til kl. 7 siðd. J Skrifstofa á sama stað opin kl. i 9i/a—10Va árd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ' mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Hvað dvelur líkhús- bygginguna? Fyrir rúmlega ári var það sam- þykt í einu hljóði á aðalfundi fríkirkjusafnaðarins að fela safn- aðarstjórninni að vinna að því með safnaðarstjórn dómkirkjunn- ar, að byggð yrði kapella, líkhús, í kirkjugarðinum. Skömmu síðar var aðalfundur þjóðkirkjusafn- aðarins, og var þar samþykt að fela safnaðarstjórninni að byggja á næsta sumri kapellu í garðin- um og henni falin framkvæmdin. Þetta var samþykt með öllum greiddum atkvæðum gegn 1 eða 2. Þá þegar fór safnaðarstjórnin að vinna að þessu, en þá kom það í ljós, að vafasamt þætti, að til væri lagaheimild fyrir því að framkvæma verkið, og því var framkvæmdum frestað, þar til þingið afgreiddi lög um það, og þau lög voru samþykt á síðasta alþingi, og skal samkvæmt þeim helmingi kostnaðarins jafnað nið- ur eftir efnum og ástæðum, en hinn helmingurinn lagður jafnt á alla gjaldendur. Safnaðarstjórn þjóðkirkjunnar lét gera bráða- birgðauppdrætti, og á aðalfundi þjóðkirkjunnar í sumar var sam- þykt tillaga samhljóða þeirri, er samþykí var í fyrra, að byggja nú kapelluna. Nú var búist við því, að framkvæmdir yrðu fljótar, en þá kemur það upp úr dúrn- um, að stjórn frikirkjusafnaðarins er ekki tilbúin til samvinnu, — þarf að halda fund um málið, og við það var ekkert aðathuga, þótt hins vegar væru litlar likur fyrir því, að fríkirkjusöfnuðurinn hefði skift um skoðun á einu ári eða að 'hann vildi standa i vegi fyrir þessu þarfa máli, þegar dóm- kirkjusöfnuðurinn hefði samþykt það tvisvar. En það, sem valdið hefir þessum mikla drætti á frám- kvæmdum, er það, að stjórn frí- kirkjusafnaðarins hefir ekki enn þá haldið fund um málið og ekki enn þá gefið stjórn dómkirkju- safnaðarins svar um það, hvort fríkirkjusöfnuðurinn yi©5 með. Nú kunna menn að hugsa sem svo, að þetta sé mál, sem litlu skifti, en svo er ekki, enda hefir S. Á. Gíslason formaður stjórnar dómiíirkjusafnaðartns o g með’-, stjórnendur hans, svo og báðir söfnuðirnir skilið nauðsynina, og S. Á. G. hefir sérstaklega beitt sér fyrir því, að framkvæmá þetta eins og reyndar alt það, er horfir til bóta og framkvæmda við kirkjugarðinn. Fyrir rúml. 70 árum var líkhús það, er enn stendur í garðinum, reist. Það hefir verið mikið þrek- virki þá að fá það bygt, handa svo fámennum bæ sem Reykja- vík var þá, því að enn þá eru til svo „framsæknir“ menn, að þeir vilja láta lappa við það, þótt það sé maukfúið og sérfræðingar dæmi ógerning að gera við þaö. Það voru raunar Danir, en ekki fslendingar, sem byggðu það þá. Þá er og til fólk, sem spyr, hvort nauðsynlegt sé að byggja þetta hús, — hvort það geti ekki beðið þangað til nýr kirkjugarður kem- ur. Það getur ekki beðið, og það er alveg óverjandi að láta það bíða. Mundi vera til nokkur bær í ná- grannalöndunum með yfir 20 þúsundir íbúa, sem hefði ekkert líkhús? Ég hygg, að flestir bæir, sem ibúatalan fer að skifta þús- undum í, hafi líkhús til. I Dan- mörku að minsta kosti hafa bæir, þótt ekki hafi nema 4—5 þúsund íbúa, kapellur í kirkjugörðunum. Sjá ekki allir þann háska, sem af því getur stafað, hér í hús- næðisvandræðunum, að hafa ekk- ert líkhús? Hafa menn gleymt því, að víða er svo ástatt, að 4—5 manna fjölskyldur búa í einu her- bergi, og hjá þeim getur dauðann borið að höndum, ekki síður en hjá öðrum. Það er enn þá föst venja hér, að lík standi uppi eina til tvær vikur. Halda menn, að alls staðar sé þægilegt að hafa lík svo lengi heima? Hvað segja læknaxnir? Iðulega kemur fólk til mín til að spyrja um, hvort hægt sé aö fá geymd lík. Ég verð að sýna þeim sjötíu ára gamla fúa- hrófið, og langflestir snúa frá. Svo langt hafa vandræðin gengið, að fólk utan af landi og jafnvel bæjarfólk hefir orðið að fara til kunningja sinna, sem betur hafa verið staddir með húsrúm, og fá þar geymd lík. Er þetta sæmilegt fyrir höfuðstað landsins? Og er það heilbrigðislega séð hættu- laust? Það er að minsta kosti ekki talið sæmilegt annars stað- ar en hér, og sem betur fer eru fáir hér, sem telja það. Þá er annað atriði í þessu máli. Það er það að hafa ekkert sæmilegt skýli til að geyma í bækur og uppdrátt af garðinum. Sú skemdaástríða virðist hafti hertekið einhverja menn hér, að engu er vært. Hver getur vitað, nema svo ómerkilegur skúr eins og í garðinum er og geyma verð- ur bækur og uppdrátt i, verði brendur eða brotinn. Nú um heigina var brotinn þar upp gluggi. Hvað verður gert næst? Það er heldur ekkert gaman að taka á móti fólki um hávetur og geta ekki boðið því inn í sæmi- legt skýli. Margir, sem í garðinn koma, eru í þeim kringumstæð- um, að þeir munu finna það, hvort þeim sé álitið alt fullgott. Viðvíkjandi því, að garðurinn sé bráðurn útmældur, er því að svara, að það er aö vísu satt, að eftir örfá ár verður að fá nýj- an garð, og að undir eins þarf að fara að sjá út staðinn; en hitt er engu að síður satt, að í þeim garði, sem nú er notaður, verður mikið jarðað næstu 30 til 50 árin. Fimm til sex hundruð fjölskyldur eiga sína reiti þar. Það eina, sem sjáanlegt er, að tiltök séu að deila um þessu við- víkjandi, er það, hvort hús það, er bygt verður í garðinum nú, skuli vera að eins líkhús og til annars þess, sem er alveg óhjá- kvæmilegt, svo sem áhalda- geymsla, skýli fyrir verkamenn að vetrarlagí og afgreiðsluher- bergi, eða hvort byggja eigi hús- ið svo stórt, að í því sé líka litil kapella, sem taki svo sem 60 manns í sæti, svo að jarðarfarir geti farið þar fram, svo sem nú tíðkast í öllum myndarlegri bæj- um. Þar er fólkið búið að koma

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.