Alþýðublaðið - 12.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.08.1926, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝbGfiLAtíIw 3 auga á það, að bezt viðeigandi sé að jarðarfarirnar fari fram frá kirkjugörðunum í kyrð og ró sem yfirlætisminst, þar sem viðstaddir séu að eins nánustu vandamenn og vinir. Mér finst sú breyting góð, og er því með því, aðbyggð sé kapella, hvað sem væntanleg- um garði líður, og með því munu mjög margir Reykvíkingar vera, og þá sérstaklega þeir, sem eru svo framsæknir og metnaðar- gjarnir, að þeir vilja reyna að gera því bæjarfélagi, sem þeir tiiheyra, sem minstan ósóma eða tjón. En vansalaust er það ekki fyrir höfuðstaðinn að bjóða sam- löndum sínum eða útlendingum upp á það að láta jarðsyngja eða geyma lík í maukfúnum, 70 ára gömlum kumbalda, ljóslaus- um, hljóðfærislausum og köldum, enda hefi ég heyrt marga, bæði innlenda og útlenda, furða sig á, að slíkt skuli vera boðið. Vegna þeirra, sem kynnu að spyrja um kostnaðinn, sem af þvi leiddi að byggja sómasamlegt hús, þ. e. kapellu, skal þess getið, að hún myndi kosta 25 til 30 þúsund kr. Hefir verið áætlað, að koma myndu 60 til 80 aurar á lægri gjaldendur í 3 ár og kr. 1.20 til 1.60 á þá hærri í jafn- langan tíma, og ef til vill 3 kr. á þá allrahæstu, þ. e. a. s. ef báðir söfnuðirnir eru með. Mörg- um mun nú finnast, að í annað eins hafi Reykvíkingar ráðist og stundum án þess þörf væri á. Það er því von mín, að fríkirkju- söfnuðurinn eða safnaðarstjórnin láti ekki lengur á sér standa, heldur haldi fund hið bráðasta og söfnuðurinn samþykki að vera með svo skýlaust, að safnaðar- stjórnin verði ekki lengur í vafa um vilja hans. Það gæti haft ó- þægilegri afleiðingar að gera það ekki. 9. ágúst 1926. Felix Gudmundsson. Um ftagffms og veglim. Næturlæknir er i nótt Ólafur Jónsson, Vonar- stræti 12, símí 959. Gréiði kemur greiða mót. Það hefir heldur en ekki hlaupið á snærið fyrir „Morgunblaðinu“ í dag. Ritstjórarnir hafa loksins fund- ið dálitla prentvillu í Alpýðublað- inu í gær og eru eðlilega alveg steinhissa og skilja ekkert í þessu. 1 annan stað virðist þeim Alþýðu- blaðið hafa orðið til að gera sér greiða me^ nokkrum orðum í við- talinu við varnarmálaráðherra Dana, þar sem hann leit svo á, að strandvarnaskip Islendinga gæti ekki talist herskip, þótt vopn hafi. En greiði kemur greiða mót. Af þessu dregur „Mgbl.“ þá ályktun, að „ríkislögregla" íhaldsins hér hefði ekki verið her, þótt hún hefði verið vopnuð, og viðurkennir blað- ið þannig Ioksins, að það hefir ver- ið rétt, ‘sem haldið var fram af Alþýðuflokksmönnum, að átt hefði að búa Iiðið vopnum, þótt stjórnin og framsögumaður hennar flokks um málið á alþingi, Jón Kjartans- son, ritstjóri „Mgbl.“, neituðu því þá. Er gott, að viðurkenning þessi hefir nú hafst fram. Hitt var ekki von, að jafn-dansklundað blað eins og „Mgbl.“ skildi, að það væri ekki alveg sjálfsagt, að lögregla hér í landi, þar sem vopnaburður er nið- urlagður fyrir mörgum öidurn, væri vopnuð, þótt svo væri í Danmörku, þar sem svo að segja hver maður var alinn upp við herskap og vopnaburð, meðan íhaldið réð þar til skamms tíma. Fyrirhleðslan fyrir Þverá. 1 vor var gerð tilraun til að hlaða fyrir Þverá i Fljótshlíð og hafði til þess fengist dálítil fjár- veiting. Nú segir fregn að austan, að áin, hafi rutt skarð í hleðslu þessa, og er það verk orðið ónýtt, eins og raunar flestir bjuggust við. Síldveiði á Stokkseyri. Vélarbáturinn „Sylla“ hefir j tvo undanfarna daga fengið um 40 tunnur á dag af síld í reknet. Er það mjög óvanalegt, að síld veiðist þar um þetta leyti árs, svo að nokkru nemi. Nokkur hluti síldar- innar er Iátinn í íshús og frystur til beitu, en hitt saltað niður í tunnur. Hafa tunnur verið fengnar héðan úr Reykjavík. Síldin kvað vera stór og feit hafsild, sennilega ágæt útflutningsvara. Hér er um nýja veiði að ræða fyrir þá, sem heima eiga í fiskiverunum austan- fjalls. Sennilegt er, að með góðum veiðiútbúnaði gæti hún orðið arð- berandi. Jón Sturlaugsson, formað- ur á Stokkseyri, hefir fyrstur riðið á vaðið og sannfært menn um, að hér eru verðmæti, sem undanfarin ár hafa verið látin ónotuð. Ölvaður og skirteinislaus maður, sem ók bifreið hér um bæinn í fyrradag, var tekinn fast- ur, og fær hann sennilega háa sekt fyrir tiltækið. „Goðafoss" ^ teSst í Kaupmannahöfn vegna við- Kauplð eingöngu íslenzka kaffibætinn „Sóley“. Þeir, sem nota hann, álita hann eins göðan og jafrivel betri en hinn útlenda. Látið ekki hleypidöma aftra ykkur frá að reyna og nota fslenzka kaSfibætinn. Hljólfæra-stemmingar. Ég tek að mér orgel og píanó til stemmingar og viðgerðar eins og að undanförnu, vanda mina vinnu, verðið lægra en fólk hefir vanist hér. Meðmæli til sýnis frá góðum spilurum hér í bæ. Skölavörðustig 24. ¥. B. Mýrdal. gerðar og fer ekki þaðan fyrri en 1. september. Áætlunarferð hans, er úr fellur, fer i hans stað skip, er „Guðrún“ heitir. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. 100 kr. danskar 100 kr. sænskar 100 kr. norskar Dollar . . . 100 frankar franskir, 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. kr. 22,15 121,04 122,13 99,98 4,57 12,95 183,37 108,63 Rétt athugað. 1 heilbrigðishugleiðingu um Esk- firðinga kemst Guðmundur Hannes- son prófessor að þeirri niðurstöðu, að þeir þurfi sjálfir að eignast bæjarlandið, sem nú sé einstakra manna eign. Gott er, að augu sem flestra eru að opnast fyrir þessum þýðingarmikla sannleika, en hitt er meinlaus gamansemi, að láta „Mgbl.“ flytja viðurkenningu á sannindum, sem það hefir þrásinn- is ilskast við. Veðrið. Hiti 13—6 stig. Snarpur vindur við Breiðafjörð (í Stykkishólmi). Annars staðar fremur lygnt. Víðast þurt veður. Loftvægislægð fyrir sunnan land, en loftvægishæð yfir Grænlandi. Utlit: Norðaustlæg átt, allhvöss við Norðvestur- og Norð- ur-land. Þutí á Vestur- og Suður- landi og í nótt sennilega á Norð- vesturlandi. Regn á Norðaustur- og Austur-Iandi í dag og dálítil úr- koma áfram i nótt á Austurlandi. Prentsiniðjan Gutenberg h.f. á 22 ára afmæli í dag, og er starfsfólkinu boðið í skemtiför aust- ur í Þrastaskóg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.