Alþýðublaðið - 13.08.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.08.1926, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐIÐ íhaldsráðherrapRlr Berge og Jón Þorláksson sammála. (Síðari grein.) Það heíir ekki staðið á því, að auðvaldsblöðin norsku reyndu að fegra gerðir Berges forsætisráð- herra og meðstjórnenda hans i íhaldsráðuneytinu, sem brutu stjórnarskrána og tóku leynilega 25 millj. kr. úr ríkissjóði og lán- uðu þær gjaídþrota banka. „Vörður" flytur þau ummæli 30. júlí eftir norska blaðinu „Tid- ens Tegn“, að með verknaði Ber- ges hafi „landinu verið bjargað úr bráðum voða“, og ef hann hefði ekki gert þetta, „hefðu hörmungar dunið yfir". Enn frem- ur, að Berge hefði fundist „meira um vert að afstýra hruni atvinnu- lífsins í landi sínu en að gefa þinginu skýrslu". íhaldsblaðinu „V'erði" þykir þetta ekki vera nóg, og segir, að þeir, þ. e. fylgismenn Berges, telji „fullvíst, að alment hrun hefði orðið í Noregi, eymd og atvinnu- leysi, ef Berge hefði ekki farið svo að, sem . hann gerði“. Einkennilegt er að sjá aðalmál- gagn íhaldsflokksins, sem gefið er út á kostnað togaraeigendanna, sem hafa haft skip sín aðgerða- laus í sumar án þess að taka nokkurt tiliit tii atvinnuleysis þess, er þeir valda með því, vera að fárast um atvinnuleysi og eymd. En þaö getur verið, að þeir finni ekki til erfiðra kjara verka- lýðsins, nema hann sé úti i Nor- egi eða þaðan af lengra burtu. Nú er kunnugt, að ástandið hefir verið afleitt í Noregi, ein- mitt síðan Berge veitti Handels- banken þetta 25 millj. króna lán, enda er nú fullvíst, að það varð á engan hátt til þess að koma í veg fyrir slíkt ástand, heldar ad eins til pess, ad nokkrir ríkustu menn Noregs björguöu innieign- um sínum úr bankanum, því að þó láninu væri haldið leyndu fyr- ir þinginu, þá fengu ýmsir vildar- menn auðvaldsins vitneskju um það, og varð það til þess, að þeir tóku innstæðufé sitt út úr bankanum. Það var því ekki land- ið, sem var „bjargað úr bráðum voða", heldur innstæðufé ríkustu innstæðufjáreigandanna. Þegar norska þingið hafði hneykslismál þetta til meðferðar, gerðu fulljtrúar verkamanna í þinginu kröfu um, að öll skjöl og skilríki í málinu yrðu birt, en auðvaldið vildi af skiljanlegum ástæðum halda öllu leyndu. Nú hefir „Norges Kommunistblad" birt útdrátt úr skjölunum við- víkjandi þessu máli. Sézt þá, að „stóru“ innstæðufjáreigendurnir, þ. e. þeir, sem áttu yfir 25 þús. kr. innieignir í bankanum, rifu fé sitt út úr honum. Innieignir þess- ár voru 1. jan. 1923 70 millj. króna, en af þeim voru eigend- urnir búnir að taka út 53 millj. króna í október 1924. En af þeim 17 millj., sem eftir voru, var sum't fé, sem ekki var hægt að taka út, en hitt opinbert fé, að undantekn- um einum 2 millj. króna. Þannig voru eigendur stóru fnnstæðufjár- upphæðanna búnir að bjarga fé sínu á kostnað minni háttar inn- stæðuf járeigenda og ríkissjóðs; því nær helmingur af þessu fé voru milljónirnar, sem íhaldsráð- herrarnir tóku laumulega úr ríkis- sjóðnum. Meðal þeirra, sem vissu um þetta leynilega lán, sem íhalds- stjórnin veitti bankanum, og tóku út peninga eftir að það var veitt, var Sam. Eyde, sem tók 250 þús. kr. og fyrir konu sína 50 þús. kr„ og Throne Holst, forstjóri súkku- laðiverksmiðjunnar „Freyja“, er tók út fyrir hana 450 þús. krón- ur, en 70 þús. kr. fyrir konu sína. Blaðið birtir ýms fleiri nöfn, og hvað mikið þeir hafi tekið út, en þó er langt frá, að öll nöfn séu kunn enn þá. Þetta mál ait sýnir hræsni auð- valdsins og íhaldsins, og hvern- ig það þykist vera að firra þjóð- ina vandræðum, þegar það í raun og veru er að láta efnuðustu mennina bjarga sínu á ríkisins kostnað. Nauðsynin, sem braut lög, var hér það, að leyna kjörna þingmenn þjóðarinnar því, sem vildarmenn auðvaldsins fengu al \ ita, svo að þeir gætu náð í sitt. Það er bágt að vita þetta á- stand í nágrannalandi okkar og frændalandi, Noregi. En yfir tek- ur, að hér í okkar eigin landi skulum við fá svo að segja yfir- lýsingu forsætisráðherrans Jóns Þorlákssonar um, að hann álíti gerðir Berges-stjórnarinnar fylli- lega réttmætar, því að öðruvísi en sem slíka yfirlýsingu getux enginn álitið ritstjórnargrein „Varðar“ 30. júlí. Það væri ekki ósennilegt, að jafnvel margir íhaldsinenn furð- uðu sig á þessu, þó þeim, sem er í fersku minni 6—7 hundruð þúsund krónurnar, sem Jón ætl- aði að láta Iandssjóð gefa togara- eigendum, ætti ekki að blöskra. Ólafur Fridriksson. Um dagmn og vegima. NæturlaekRÍr er í nótt Qunnlaugur Einarsson, Stýrimannastíg 7, sími 1693. Sambandsstjórnarfundur verður kl. 8V2 «i kvöld. Söngskemtun Rasmus Rasmussens í gsbrkveldi var mjög vel tekið af áheyrendum, en hún var ómaklega fásótt. R..R. söng norsk þjóðlög við sálma, þjóð- vísur og gamanvisur. Skemtiför Templara verður farin á sunnudag kl. 9 árdegis, ef veður leyfir. Farið verð- ur að Kaldárseli, — sem er ágæt- lega valinn staður. Aðgöngumiðar verða afhentir í dag frd kl. 4—9 í G.-T.-húsinu. — Templarar! Fjöl- mennið — og náið í aðgöngumiða í tíma. Vigsla sjúkrahússins nýja i Hafnarfirði, — sem kaþólska kirkjufélagið er að láta reisa þar, — verður ekki á sunnudaginn kem- ur, eins og áður var ætlað, en hefir verið frestað. Á isfiskveiðar fór togarinn „Belgaum" i morgun. Skipafréttir. „Lyra“ fór utan í gærkveldi og fisktökuskipin „Varild" og „Tom- meliten" fóru einnig, en sements- skipið „Sjöspröjt" fór í morgun. Veðrið. Hiti 12—7 stig. Átt norðlæg, hæg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.