Alþýðublaðið - 16.08.1926, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 16.08.1926, Qupperneq 1
Cfefid At af AlpýOuflokknnm Mánudaginn 16. ágúst, 188. tölublað, Fulltrúaráðslnndnr annað kvöld (priðjud.) kl. 8 x/a í Iðnó uppi. Áríðandi mál á dagskrá! Fulltrúar mæti vel og stundvíslega. Ólafur Friðriksson fertugur. Maður hét Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöðum í Svarfaðar- dal. Hann var hinn mesti ágætis- maður í hvívetna, hvers manns hugljúfi og hverjum manni skarp- vitrari. ,Hann dó af hjartabilun 27 ára að aldri og var þá pegar búinn að vinna sér álit allra, er honum kyntust, sem einn hinn vænlegasti iaukur íslenzkra ætt- stofna. Guðjóni kyntist ég í Kaup- mannahöfn árið 1908, og svo um nokkur ár þar á eftir, og naut ég ómetanlegrar ánægju og upp- fræðslu af þeirri viðkynningu, og þegar hann féll frá, fanst mér á- takanlega sannast, að „tslands ó- hamingju verði flest að vopni“, því að sannarlpga hefði sumt ver- ið öðruvísi á sig komið hér á landi, ef gáfna hans og mann- kosta hefði notið lengur við. Guðjón Baldvinsson var oft bú- inn að segja mér frá merkilegum manni, sem um þær mundir 'dveldi í Kaupmannahöfn og héti Ölafur Friðriksson. Honum varð tíðrætt um þennan Ólaf og vænti sér af honum stórdáða fyrir land vort og þjóð. Um þær mundir voru í Kaupmannahöfn margir gáfaðir og til nytsemda líklegir, upprennandi Islendingar, en ekki vissi ég til, að Guðjón Baldvins- son hefði aðra eins tröllatrú á neinum manni eins og Ólafi Frið- rikssyni. Og þar kom, að ég kynt- ist Ólafi fyrir tilstilli Guðjóns Baldvinssonar, og þegar þeir tveir menn ræddust við, var það hverj- um manni auðsætt, að andans að- all sat á rökstólum. Hvað var það þá, sem að ofur- mennið og iturmennið Guðjón Baldvinsson gat gengist fyrir, un- að við og dáðst að hjá þessum unga realskólastúdent, — hann, sem alla sína æsku og frum- þroskaár hafðu umgengist úrval alira íslenzkra mentamanna? Jú, það var svo margt, en fyrst og fremst það, sem ágætast er af öllu, mannvit og mannkostir. Ólafur Friðriksson. Þar fór svo margt saman. Þar var strax óvenjulegur fróðleikur hjá svo ungum manni. Þar var fjörið, fyndnin, mælskan og minn- ið á því hæsta stigi, sem ég hefi þekt. Þar var hinn geiglausi vilja- styrkur og kjarkur upprennandi æsku-manns, sem leit sól og sum- ar fram undan hverju spori. Þar var einnig ósérplægnin og óeigin- girnin á hæsta stigi samfara sí- vakandi þrá til að hefja þann lága, hvar sem hann fanst. Alt þetta ásamt fjölmörgum öðrum óvenjulegum og sterkum mannkostum var það, sem sjálf- ur Guðjón Baldvinsson bar lotn- ingu fyrir og dáðist að. Hin fagra hugsjón jafnaðnr- stefnunnar gagnhreif hug Ólafs Friðrikssonar þá þegar. Hennar vegna neitaði hann hverri ágætis- stöðunni á fætur annari af því, að það gat ekki samrýmst þeirri háleitu hugsjón, er hann mat mest af öllu. Og fyrir jafnaðarstefnuna hefir Ólafur Friðriksson barist og berst enn þann dag í dag. Fyrir hana hefir hann lagt í söhrrnar alt það, sem hægt er að gera næst því að farga fjörvi. Jafn- sannan og óeigingjarnan alþýðu- vin héfi ég (að öllum öðrum ó- löstuðum) aldrei þekt. En kunnum vér nú að færa oss í nyt svo sem skyldi hið sjald- gæfa mannvit og mannkosti, sem Guðjón Baldvinsson fyrstur manna og síðan svo ótal fleiri hafa svo þrásamlega dáðst að ? Það er spurningin. Hin dæmafáa, — mér liggur víð að segja dæmalausa — óeigin- girni ölafs Friðrikssonar hefir gert það að verkum, að hann hefir lagt í sölurnar langt um, langt um meira en jafnvel all- kunnuga grunar. Og hver jum mætti íslenzk alþýða senda hug- heilar þakkir á fertugsafmæli, ef ekki Ólafi Friðrikssyni ? Heiil þér fertugum, Ólafur Frið- riksson! ■ Þegar hugsjónir þínar rætast, rennur ný dagsbrú|n upp yfir æfi- kjörum Islendinga. Ríkardur Jónsson. Fyrstn kynnt mfn af ólafi Friðrikssyni. Það var haustið 1915 í septem- ber, að mér datt í hug að vinna að því að korna á fót sjómanna- félagi, en af því, að sjómenn voru daufir til athafna, datt mér í hug að snúa mér til Ólafs Friðriks- sonar vegna þess, að ég hafði séð

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.