Alþýðublaðið - 16.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.08.1926, Blaðsíða 3
ÁLÞ.Ý^LÖL ÁÖSD 3 ALÞÝÐUBLAÐID kemur út ú hverjum virkum degi. ' ....'... ==================== Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frú kl. 9 úrd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa ú sama stað opin kl. 9»/a—10 Va árd. og kl. 8—9 siðd. Slmar: 988 (afgreiðslan) ag 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á múnuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama liúsi, sömu síinar). Fylgi Alþýðuflokksins til sjávar og sveita. Því hefir verið haldið fram af andstæðingum Alþýðuflokksins og stefnu hans, jafnaðarstefnunn- ar, að hún ætti sér ekkert fylgi hér á landi nema að eins í Reykjavík og öðrum stærstu kaupstöðum landsins og ef til vill eitthvað örlítið í stöku sjávar- þorpum öðrum. Fyrir hana væri ekki heldur neinn jarðvegur úti um byggðir landsins, og aldrei myndi hún festa rætur í sveit- unum. Alþýðuflokksmenn hafa hins vegar haldið því fram, að jafnaðarstefnan ætti erindi til allra og hreint ekki síður til al- þýðu í sveitum, smábænda, ein- yrkja og' vinnufólks, en til alþýðu í kaupstöðum, enda yxi fylgi Al- þýðuflokksins um alt land jafn- óðum og þekkingin á stefnu hans breiddist út meðal fólksins úti um byggðir landsins. Upptalning atkvæðaseðla við landskjörið síðasta hefir nú skor- ið úr í deilu þessari á þann hátt, að staðfestst hefir málstaður Al- þýðuflokksmanna. Gegn um alla talninguna komu Alþýðuflokknum átkvæði í líku hlutfalli og varð að úrslitum við atkvæðamagn hinna listanna, svo líku, að maður, sem fylgdist með talningunni frá upp- hafi, gat snemma talningardags- ins reiknað út atkvæðatölu al- þýðulistans svo, að ekki munaði Það víta allir, að Ólafur mun skipa hvert það sæti með sóma, sem hann er annars fús til að setjast í. Alþýða þessa bæjar þekkir Olaf Friðriksson og biður eftir að sjá hann sem fulltrúa sinn á þingi. Jakob Jóh. Srnári. nema tiltölulega fáum atkvæðum. Þetta sýnir, að Alþýðuflokksljst- inn hefir fengið atkvæði hvar- Vetna á landinu, bæði í sjávar byggðum og sveita, því að vitað er, að ekki tekst að rugla svo saman atkvæðunum úr kjördæm- unum, að þau liggi ekki allmjög í lögum eftir því, sem þau hafa fallið í kjördæmunum. Svo miklu útbreiddara er fylgi Alþýðu- flokksins úti um byggðir landsins samkvæmt upptalningunni fen andstæðingarnir hafa haldið fram, að i sveitakjördæmi, þar sem andstæðingar, er kunnugir þóttust vera, töldu Alþýðuflokkn- um ein tvö atkvæði, telja greina- góðir menn, er fylgdust með upp- talningunni, nú líklegt að tíundi hver kjósandi hafi greitt alþýðu- listanum atkvæði. Upptalning landkjörsatkvæð- anna hefir þannig sýnt og sann- að, að Alþýðuflokkurinn á eigi að eins fylgi og það vaxandi fylgi í sjávarbyggðunum, heldur einn- ig úti um sveitabyggðirnar, enda þótt ekki hafi enn unnist tími né tækifæri til að kynna sveitafólki nógu alment gildi jafnaðarstefn- unnar og gagnsemi hennar fyrir sveitafólk, og niðurstaða sú, er hér um ræðir, sýnir ótvírætt, að hjá því sveitafólki, sem þegar hef- ir'fengið kynni af stefnu Alþýðu- flokksins, hefir hún fallið í góð- an og frjósaman jarðveg. Þessi niðurstaða hrekur og þá staðhæf- ing andstæðinganna, að jafnaðar- stefnan eigi ekki erindi til annara en verkamanna í kaupstöðum og jafnvel ekki einu sinni til lands- ins. Landsfólkið hefir nú ótví- rætt mótmælt því og sýnt með /jákvæðumj átkvæfóum Alþýðu- fiokknum til handa hvarvetna af landinu, að forvígismenn jafnað- arstefnunnar hér á landi hafa rétt fyrir sér í þeirri fullyrðingu sinni, að jafnadarstefnan á erindi til allra. Söngur Rasmussens leikhússtjóra á fimtudaginn var hinn skemtileg- asti. Hljómskráin bauð upp á á- gætis-úrval af beztu alþýðulögum Norðmanna, en aðsóknin var ekki sem skyldi. Meðferðin var fram- úrskarandi, því að söngvarinn iék með. og reyndi með fasi og lát- bragði að gefa því, sem sungið var, meira líf og litu en söngv- arar alment gera og tókst ágæt- lega. Sérstaklega er orð á því gerandi, hvað meðferðin á vís- unum „Spillefuglen“, „Reven og Laméet“, „Reven“ og „Kontraster" var framúrskarandi. Menn eiga ekki söng með þessu sniði að venjast hér, en hljóta að hafa gaman af honurn. Þeir, sem hlust- uðu á þennan hljómleik, klöpp- Uðu óspart lof í lófa. Hann syng- ur aftur á morgun með breyttri söngskrá, og þá er að fjölmenna. br. Síldveiðin. Á laugardaginn var síldaraflinn orðinn sem hér segir eftir upp- lýsingum frá Fiskifélaginu: Á Isafirði 3317 tn. saltaðar, 97 tn. kryddaðar, á Siglufirði 28655 salt., 11373 kr., á Akureyri 11233 salt., 1931 kr., á Seyðisfirði 3662 salt., en alls á landinu 46867 tn. salt., en 13401 tn. kr. Á sama tíma í fyrra var aflinn orðinn 147168 tn. salt., en 12638 kr. og í bræðslu 64842 mál. Næturlækuir er í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. Afmæli. Kristín Quðmundsdóttir, Óðinsgötu 21, verður 84 ára í dag. „Sala Elliðavatnsins og Þórður Sveinsson.“ Grein um pað efni eftir Héðin Valdimarsson bæjarfulltrúa kemur f blaðinu á morgun. Fiskverðið. t gærkveldi kom hingað vélarbátur írá Keflavík með um 2500 kg. af nýj- um fiski, porski, löngu, lúðu, ýsu og keilu. Þorgrímur fisksali keypti fisk- inn á 34 au. hvert kg. upp til hópa. Fiskur þessi var seldur í morgun: lúða á 75 au„ porskur og langa á 25 au. og ýsa á 30 au. »/2 kg. Veðrið. Hiti 13—8 stig. Átt við norður og austur, mjög hæg, víða logn. Loft- væglslægð fyrir súnnan iand. Útlit: I dag austlæg átt, hæg á Norður- landi, skýjað og smáskúrir á Suður- landi, purt á Vestur-, Norður- og Austur-landi. 1 nótt austlæg átt, all- hvöss við Suðurland, annars staðar hægur, dálítil úrkoma á Suðaustur- landi, purt annars staðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.