Alþýðublaðið - 17.08.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.08.1926, Blaðsíða 1
1920. Þriðjudaginn 17. ágúst. 189. tölublað. Jafnaðarmannafél. Islands fer skemtiför til Þingvalla sunnudaginn 22. ágúst 1920, ef veður leyfir. Lagt verður af stað kl. 8V2 að morgni frá Alþýðuhúsinu. Veitingar verða engar á staðnum, svo fólk verður að hafa með sér mat. Far- gjald er kr. 2,50 hvora leið. Þéttakendur skrifi nöfn sín á lista, er liggur frammi í verzlun Kaupfélagsins á Laugavegi 43, fyrir kl. 7 e. m. á fimtudag. Nefndin. Járnbraut austur. Peningar boðnir tii hennar? Sú fregn gengur um bæinn, að fossafélagið „Titan“ hafi boðið í- haldsstjórninni að leggja járn- braut austur í sýslur eða að öðr- um kosti lána fé til járnbrautar- lagningarinnar. Eftir þessu lítur út fyrir, að járnbrautarlagningar hefði ekki þurft að bíða lengi, ef íhalds- stjórnin hefði haft dugnað til að hrinda málinu fram á þinginu í vet- ur, áður en peningavaldið kom til sögunnar til að hafa áhrif á löggjöfina um málið. Erlend sfmskeyti. Khöfn, FB., 14. ágúst. Spænsk-ítalski samningurinn. Frá Lundúnum er símað, að álit manna sé, að spænsk-ítalski samningurinn stefni að því að takmarka vaxandi vald Frakka við Miðjarðarhafið. Mörg blöðin líta svo á, að með samningnum sé stefnt í sömu átt og fyrir heimsstyrjöldina, að nokkrar þjóðir taki sig út úr og stofni með sér bandalag, en slík stefna verði nú að teljast gagnstæð anda Þjóðabandalagsins. Þjóðverjar og Þjóðabandalagið. Frá Berlín er símað, að vafa- samt sé, að Þjóðverjar verði við- staddir á septemberfundi Þjóða- bandalagsins, nema þaö verði trygt fyrir fram, að Þýzkaland að eins fái fast sæti í ráðinu, en það er ósennilegt, að Spánn og Pól- land víki frá kröfum sínum um föst sæti í því. Khöfn, FB., 15. ágúst. Samtök auðvaldsins. Frá París er símað, að fulltrú- ar stáliðnaðarins í Belgíu, Lux- emburg, Þýzkalandi og Frakk- landi hafi gert með sér samning unr að stofna hring, er m. a. á- kveði nánara framleiðslu og sam- vinnu milli þýzkra kolanámueig- enda og franskra járnnámueig- enda. Koladeilan enska. Frá Lundúnum er símað, að 70 af hverjum 100 kolanámu- mönnum í Westmidland kolanám- unum séu farnir að vinna. Vinnu- byrjun færist í vöxt í öðrum kolanámuhéruðum. Viðsjárnar á Balkan. Frá Belgrad er sírnað, að búlg- arskir óaldarlýðs-flokkat hafi vaðið inn i Júgó-slavíu. Hefir búlgörskum og júgó-slavneskum hermönnum lent saman. Eitt hundrað fallnir. Khöfn, FB., 16. ágúst. Verzlunarmálafulltrúaskifti í Rússlandi. Frá Moskva er símað, að Kanr- eneff verzlunarmálaþjóðfulltrúa hafi verið vikið frá embætti og Mikjau skipaður eftirmaður hans. Setulið minkar i iínarhéruð- unum. % Frá Berlín er símað, að Strese- mann hafi sagt, að hann sé von- góður um, að frakkneska setu- liðinu í Rínarhéruðunum verði bráðlega fækkað samkvæmt lof- orði, gefnu í Locarno. [Skyldi Þeim Hafnfirðingum, sem,þegar ég lá veikur síðast liðinn vetur, sendu mér 172 krónur i pening- um, er voru ágóði af skémtun, sem haldin var í því skgni, — einnig þeim bœðí í Hafnarfirði og hér i Regkjavík, sem hafa sgnt mér velvilja og hluttekningu, sendi ég mínar innilegustu hjart- ans þakkir. Sjúkrahúsinu í Landakoti. Magnús S. Haraldsson. ekki fransk-þýzka auðhringnum I einkum þykja það ráðlegt ?] Tyrkjaforseti gérist soldán? Frá Berlín er sírnað, að Kemal Jhafi í huga að taka að sér sol- dánstitil og vonar hann, að af því leiði aukin virðing í tyrlc- neskum löndum. Verðlaun úr hetjusjóði Carnegies. Frú Margtét Þorkelsdóttir, kona Páls Sigurössonar prentara í prentsmiðjunni „Acta“, hefir hlot- ið 200 kr. verðlaun úr hetjusjóði Carnegies að því, er skeyti til sendiherra Dana hermir. Er það að maklegleikum, því að i fyrra bjargaði hún við húsbruna nokkr- um börnúm úr eldi og lagði þar fram líf sitt með mikilli ósér- plægni. Alþbl. ó^kar henni tii hamingju.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.