Alþýðublaðið - 18.08.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.08.1926, Blaðsíða 1
GeYið út at 41|>ýðunokknan> 1920. Miðvikudaginn 18. ágúst. Erlend sfiiaiskeyti* Khöfn, FB., 17. ágúst. Stjórnmáladeilan rússneska. Uppreistarfregnirnar uppspuni. Frá Moskva er símað, að deil- ur haldi áfram innan sameignar- mannaflokksins. Sáttatilraun hefir \ reynst árangurslaus. Fylgisntenn Sinovjevs settu skilyrði, sem stjórninni fundust óaðgengileg, svo sent að Stalin afsalaði sér forustu flokksins. Uppreistar- fregnir virðast uppspuni ná- grannaþjóða. Kirkjudeiian í Mexikó. Frá Mexíkó er símað, að komist hafi upp að gera átti rnikla upp- reist. 150 menn hafa verið hand- teknir. Blóðugar óeirðir út af kirkjudeilunni. Frækin sundkona. 18 ára stúlka syndir yfir Ermar- sund á 14 '4 klukkustund. 18' ára stúlka amerísk, Ger- trude Ederle, synti 6. þ. m. yfir Ermarsund og var 141/2 kl.st. á leiðinni. Hún lagði af stað frá Grisnez-höfða á Frakklandi kl. 7 og 8 mín. að morgni og kom til Kingsdown kl. 9 og 40 mín. að kveldi. Ungfrú Ederle reyndi þetta sund í fyrra, en varð þá að gefast upp vegna ósjóa. 51 ár er nú, síðan fyrst var synt yfir Ermarsund, og var þá Webb 21 kl.st. og 45 mín. á leiðinni. Fljóiastur hefir orðið Itdlinn Tira- boschi, er var 1G kl.st. og 23 mín., en nú hefir ungfrú Ederle unnið „veikara“ kyninu metið. Réttlæti tollastjórnar íiialdsins. „Nokkur norsk ,fragtskip‘ liggja hér við bryggjurnar og hafa verið að setja salt og tunnur í land. Á kvöldin, þegar vinnu er lokið, sigla skip þessi út fyrir land- helgislínu til að ferma saltsíld frá sildveiðiskipunum norsku. Kl. 6 —7 um morguninn eru þau aftur komin upp að bryggju, reiðubúin til að haida áfram affermingu. Saltsíldin í skipinu, sem liggur við bryggjuna og er eign útlend- inga, er tollfrí. En saltsíldin uppi á bryggjunni, sem er eign fslend- inga, er tollskyld. Hvaða réttlæti er í þessu ?“ („Framtíðin“, Siglufirði.) „Mgbl.“ tók upp þessa klausu, en láðist að marka hana réttum hlutaðeigendum. Ur því er hér með bætt. Ástandið, sem klausan lýsir, er prýðis-sýnishorn af rétt- læti tollastjórnar íhaldsins. Svona er „þjóðrækni“ hennar og „um- hyggja fyrir atvinnuvegunum" (þ. e. atvinnurekendum), eins og í- haldsmenn orða það. Frá Danmörku. (Eftir tilk. frá sendiherra Dana.) Fiskagengdin við ísland. 1 viðtali yið fréttaritara „Ber- lingske Tjdende" í Pórshöfn hef- ir foringi „Dana“-leiðangursins, Táning meistari, sagt, að tæplega sé nokkur hætta á því, að fiskur þverri við Suður-fsland, þótt nxargt sé þar um togara að vor- inu, því að viðkoma þorsksins sé svo stórkostleg, en áraskifti sé að fiskgerigdinni. Eiginlegur tilgangur hafrannsóknanna sé sá að neyta vísindanna til að segja fyrir góð og slæm fiskiár á sinn hátt eins og veðurfræðin seg- ir fyrir um veðráttu. Verðlagsvísitalan opinbera, sem reiknuð er tvisvar á ári, hefir nú verið birt og sýn- ir lækkun um 10 stig frá því í febrúar, er hún var 194. í sam- ræmi við vísitöluna lækka út- gjöld ríkis og sveitarfélaga og 190. töiublað. vinnukaup um 5o/o, og teljast iækkunaráh'ri.f vísjtölúnnar ailB munu nema 50 millj. kr. á ári. Mernaðairsamtök gegn ráðstjórnar-Rússlamii. Alhyglisverð þykir frásögn, er blaðið „Isvestija" (,,Fréttir“) i Moskva flytur eftir M. Birk, áður sendiherra Eistlands hjá banda- lagi ráðstjórnarlýðveldanna. Hann skýrir svo frá, að árið, sem leið, hafi verið gerð tilraun tii þess undir forystu Póilend- inga að koma á hernaðarbanda- lagi allra ríkjanna við vestur- landamæri Rússlands gegn Rúss- um. í dezember segir hann hafa ver- ið haldinn leynifund í Varsjá með fulltrúum frá herstjórnum Pól- lands, Rúmeníu og Eystrasalts- landanna. f vor hafði M. Janikowski, skrifstofustjóri hinnar austrænu deildar utanríkismálaráðuneytis Póllands, stungið upp á „sam- fylkitigu,*' gegu ráðsfjórnarlýð- veldunum. M. Birk segir, að öli þessi ráðagerð sé runnin frá sér- stökum „erlendum ríkjum“. („Daily Herald“.) Jarðskjálftakippir harðir hafa verið á Reykjanesi í Gullbringusýslu í gær oig í Rag. Dr. Kiicher, sem dvelur þar nú, reyndi í morgun að telja þá ng kornst að þéirri niðurstöðu, að kippirnir hefðu þá verið 50—60 fyrir hádegi. (Eftir símtali.) Veðrið. Hiii 14—8 stig. Austanátt um alt land. Rokstormur i Vestmannaeyj- um, hvassviðri á fsafirði og viðar snarpur vindur. Loftvægislaígð fyrir sunnan land. Útlit: Allhvöss aust- anátt, hvöss á Suðurlandi. Regn á Suðausturlandi, en þurt að ntestu á Norður- og Vestur-landi. Svipað veður næstu nótt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.