Alþýðublaðið - 18.08.1926, Blaðsíða 2
*s| S
ALPÝÐUBLAÐIÐ
kemur út & hverjum virkum degi.
Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við
Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 ard.
til kl. 7 siðd.
Skrifstofa á sama stað opin Id.
9VS—10 Va árd. og kl. 8 — 9 síðd.
Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294
(skrifstofan).
Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á
mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15
hver mm. eindálka.
Prentsmiðja: Alpýöuprentsmiðjan
(í sama húsi, sömu símar).
Fyrsta tilraimin.
Fy^sta tilraunin, sem málgagn
auðvaldsins, „Mgbl.", gerir til
þess að vita, hvort ekki sé unt að
sundra alþýðu borgarinnar við
kosningarnar hér í baust, birtist
í því í gær. Er þar fylgt þeirri
reglu, sem frá því í fornöld hefir
verið heízta bragð fáliðaðrar yfirr
ráðastéttar til þessaðhaldaí völd-
in gegnvilja fjölmennrar, undirok-
aðrar stéttar. Reglan er: „Tvístr-
aðu, og drottnaðu!" En „Mgbl."
er ekki heldur en fyrri daginn
sérlega hiítið, ef það heldur í
alvöru, 'að það geti sundrað al-
þýðu um fræðilegar hugleiðingar
um þingræðið. Það er líka áreið-
anlega tvíeggjað vopn fyrir það,
því að það hefir í seinni tíð blaða
mest unnið að því aö gera lítið
úr þingræði. Þarf ekki að minnast
anriars en greina Guðmundar
Hannessonar, sem sýndu greini-
lega, að það er haldur en ekki
óþægiieg rauf í fylgi yfirráða-
stéttaiinriar við þingræðisregluna.
Flokkaskifiingin stendur þannig
engan veginn um þingræðið.
Alþýða gín því ekki við þessari
flugu. Hvort sem svo reynist eða
ekki, að þingræðið dugi henni til
þess að skifta um skipulag til
íullnustu í þjóðfélaginu, þegar
þar að kemur, afnema auðvalds-
skipulagið og setja í staðinn
skipulag jafnaðarmanna, --- það
liggur því miður ekki fyrir við
kosningarnar í haust —, þá mun
öll alþýða á eitt sátt um það að
neyta þingræðisins til hins ítrasta
til að vinna bug á því, sem nú
háir henni mest, óstjófn og áþján
íhaldsins, dyrtíð, atvinnuleysi,.
misrétti um mannréttindi, tolla-
kúgun og okurvaxtaféflettingu, og
til þess að vinna á í því efni ríð-
ur alþýðu á að standa saman um
¦frarn alt. Þetta er það, sém fyrir
liggur, og það er af þvi, að
,,Mgbl." veit, að þar er hætta fyrir
stétt þess, að gerir tilraun til þess
að þreifa fyrir sér um, hvort ekki
sé unt að koma alþýðufólkinu í
hár saman um eitthvað, sem nú
skiftir ekki máli.
Eitt er þó gott við þessa tilraun
„Mgbl.". „Fátt er svo ilt, að einu-
gi dugi." Alþýða veit af endur-
tekinni reynslu, að þegar „Mgbl."
þykist legggja eitthvað til mál-
anna af umhyggju fyrir alþýöu,
þá hugsar það sér áreiðanlega að
vinna henni tjón. Þarf ekki annað
en minna á þá „umhyggju", sem
„Mgbl." hefir þózt bera fyrir al-
þýðu í kaupdeilumálum, þegar
það hefir lagt sig mest í iíma.til
að spilla fyrir því, að verkafólk-
ið fengi nauðsynlega erfiðisvinmi
þoianlega borgaða.
Hugrakkur íslendingur.
Hindraði einsamall bankarán.
Fösludaginn 16. júlí var reynt
að fremja bankarán í Winnipcg,
Islendingur einn hætti lífí sínu til
að hindra það. Segir „Heims-
kringla" svo frá þvi:
„Kl. 11 fyrir hádegi komu þrír
vopnaðir ræningjar inn í útibú
Royal bankans. Óð einn þeirra að
gjaldkeranum og skipaði honum
að rétta upp hendumar og snúa
sér að veggnum, meðan þeir fé-
lagar- létu greipar sópa. Hinir
tveir gerðu útibússtjóra og bók-
haldara sömu kosti. Hlýddu þeir
allir umsvifalaust.
En ræningjarnir höfðu ekki
reiknað með Islendingi, Jóni Mat-
heson húsamálara, sem staddur
var í bankanum til þess að taka
út peninga. Jafnskjótt og ræn--
ingjarnir lítu af honum eitt
augnablik, réðst hann á þann,
sem stóð fyrir framan gjaldkera-
borðið. Ræninginn skaut strax og
til ryskinganna kom, og kom kúl-
an í smáþarmana á Jóni. Samt
varð ramingjanum laus skamm-
byssan,' og kom svo mikið fát á
hann bg félaga hans við þessa
óvæntu mótstöðu, að þeir flýðu
jaínskjótt án þess að hafa náð
nokkru af peningunum. En aðrir
viðstaddir yoru hvorki eins snar-
ráðir né , fífldjarfir eins og Jón,
og komust ræningjarnir því í Jbíl-
inn', er þéir hðfðu komið í, og
óku í brott á fljúgandi ferð, og
höfðu allir mist sjónar á þeim,
er lögreglan kom á vettvang fá-
um mínútum siðar. .Bílinn' fann
lögreglan síðar um daginn, en
ræningjarnir auðvitað allir á bak
og burt, og hefir ekkert spurst
til þeirra síðan.
Jón ímeddi þegar blóðrás, og
var hann fluttur á almenna
sjúkrahúsið. Lá hann þar með-
vitundarlaus í meira en sólar-
hring og var talinn áf. Þó hrest-
ist hann, fékk rænu og er nú
talinn úr hættu að miklu eða öllu
leyti.
Jón Matheson er sonur Matthi-
asar kapteins Þórðarsonar frá
Selkirk, og heíir sjálfur verið
lengi í siglingum um öll höf.
Það er efalaust, að tiltæki hans
var fífldjarft. En karlmannlega
var það afráðið engu að síður,
og ekki hefir sá maður úrgangs-
negg í brjósti, er svo fer að.
Maður sagði, er hann heyrði, að
Jón væri IslendingUr: — ,Það lá
að; svo óskelfdir eru ekki aðrir
en vitfirringar og Islendingar'."
Innlend tfðindi.
FB„ 14. ágúst.
Innflutningurinn.
Fjármálaráðuneytið tilkynnir:
Innfluttar vörur í júlímánuði
hafa numið alls kr. 4.112.725.00,
þar af til Reykjavíkur kr. 1.656.-
896.00.
Akureyri, FB., 14. ágúst.
Tiðarfar.
Stöðugir óþurkar. Víða fram til
dala er taða enn þá óhirt og
stórskemd orðin. Sérstaklega eru
brögð að þessu á instu bæjum
í Öxnadal og Svarfaðardal.
Adam Poulsen kominn.
Leikfélagið æfir nú kappsam-
lega „Ambrosius'' undir stjórn
Adam Poulsen, sem hingað kom
með „íslandi" síðast. Verður að
öllu forfallalausu leikið um miðja
næstu viku. Adam hefir ákveðið