Alþýðublaðið - 19.08.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.08.1926, Blaðsíða 2
e * ' "'l r < ALÞÝÐUBLAÐIÐ [alþýðublaðiðí i kemur úl á hverjum virkum degi. [ « —........ ========= > \ Aigreiðsla í Alþýðuhúsinu við ; | Hverfisgötu 8 opin frá kl 9 árd. [ 5 til kl. 7 síðd. [ | Skrifstofa á sama stað opin kl. [ | 9'/2—lO'/a árd. og kl. 8 — 9 síðd. j | Shnar: 988 (afgreiðslan) og 1294 [ j (skrifstofan). > J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á [ [ mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 > J hver mm. eindálka. [ J Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan í | (í sama húsi, sörnu símar). [ Þroski og lífsreynsla Og jafnaðarstefnan. Eitt af pví, sem andstæðingar Alþýðufiokksins og jafnaðarstefn- unnar hafa haldið fram til að spilia fyrir eflingu og gengi flokksins, er það, að ekki gætu aðrir aðhylst stefnu hans en þeir, sem hefðu lítinn þroska og lífs- reynslu. Flokknum fvlgdu ekki aðrir en „angu.gapar" og „skýja- glópar“, sern lifðu í hugsjóna- draumum og framtíðarskýjaborg- um, en hefðu engan eða lítinn sldlning á lífinu og vandamálum þess og snéru baki við því, og í annan * stað óráðnir unglingar, sem lé'u tilfinningar sínar hlaupa með sig í gönur og létu fyrir þroskaleysis sakir glepjast af „fagurgala alþýðuleiðtoganna". Ráðnu og rosknu mennirnir gætu ekki aðhylst „öfgastefnu" eins og jafnaðarstefnuiia o. s. frv. Fyrir því tóku forvígismenn yfirráða- stéttarinnar það ráð, er sjáanlegt var, að jafnaðarstefnan færi að festa rætur hér, að tryggja eldra fólkinu sérstakan rétt um frani yngra fólkið til að hafa vald á þjóðmálunum og lögleiddu lands- kjör á nokkrum hluta alþingis til langs tíma qieð kosningarrétti fyrir þá eina, er væru 35 ára og eldri, í trausti þess, að kenning þeirra um, að ráðið fólk ogroskið gæti ekki aðhylst jafnaðarstefn- una, væri rétt. En hún hefir nú reynst röng. Hér heíir farið sent oftar, að vöxtur og viðgangur þess, sent rétt er og skynsamlegt og ber á sér innsigli lífsins, verður ekki með neinu móti hindraður. Jafn- aðarstefnan hefir nú staðist eld- raun lögstuddrar mótspyrnu. Við hvert landskjör hefir komið í Ijós, að fylgi jafnaðarstefnunnar vex í stórum stökkum. Vöxtur fylgis- ins er jafnvel meiri hjá þessum ráðnu og rosknu kjósendum en við almennar kosningar. Síðasta landskjör sýnir, að ef alþingi ætti alt að vera skipað hlutfalls- lega flok’kum eftir vilja þeirra, þá ætti Alþýðuflokkurinn að eiga 10 fulltrúa á alþingi. Nú liafa 3161 ráðnir og rosknir kjósendur eða nær fjórði hluti þeirra, sem hirða um að skifta sér af þjóðmálum, lýst yfir því með atkvæði sínu, að þeir myndu fela Alþýöuflokknum meðferð allra þjóðmálanna, ef þeir mættu ráða, og það er engin ástæða til að gera ráð fyrir „ang- Urgöpum" gðp „skýjaglópum" meðal þessara manna. Lífsbarátta íslenzks fólks tekur ekki svo létt á því, að því sé hætt við að leiðast frá því að taka vandamál lífsins skynsaiyilegum tökum. Síðasta landskjör hefir ómöt- mælanlega sýnt, að staöhæfingar andstceðinganna, er lýst var hér í upphafi, eru algerlega rangar. Með úrslitum þess liggur fyrir ó- tvíræð yfirlýsing um það, að eldra fólkið sannfærist við kynni af jaínaðarstefnunni engu síður en unga fólkið um það, að hún er skynsamlegasla stjórnmálastjfn- an, sem nú er uppi hér, og hin heillavænlegasta fyrir land og lýð. Af Reykjanesi. Islandsvinirnir þýzku, dr. Carl Kuchler og kona hans, dvelja um þessar mundir á Reykjanesi í Gullbringusýslu hjá Ólafi Sveins- syni vitaverði. Una þau sér þar hiö bezta, og kvað frúin jafnvel hafa látið svo um mælt, að þar vildi hún lifa og deyja. Hefir hið einkennilega landslag þar á nes- inu hrifið þau mjög. Þó fara þau utan snemma í næsta mánuði, heim til Þýzkalands, og mun dr. C. Kúchler þá kunna frá mörgu merkilegu að segja af útkjálkan- um sunnan við Faxaflóa. Hefir hann tekið þar a. m. k. 40 rnyndir og er nú að skrifa bók eða bókar- hluta um Reykjanes. í hrauninu norðvestur af vitanum, nálægt Kerlingarbási, er dýpsti gígur, sem dr. C. K. hefir séð á Is- landi, og hefir hann þó marga skoðað. Gígurinn er lóðrétt niður fyrst, en að neðan er opið lárétt inn undir hraunið, eða þar er hellir inn úr gígnum. Kunnugir rnenn vissu áður um gíginn, en eigi mun hann áður hafa verið athugaður nákyæmlega. Jarðskjálftakippir eru öðru hverju á Reykjanesi, og hefir svo verið síðan í mai, en misjafnlega þéttir. Litli Geysir heitir hver á Reykjanesi við Hveravelli, skamt frá Gunnu. Litli Geysir gýs sjó alt af við og við. Hann er nú að færast i aukana og gjósa hærra en áður. Nú um helgina gaus hann um 8 metra hátt, að þvi er dr. Kúchler áætlar. Valahnúkur heitir fell eitt lítið við sjó frarn á Reykjanesi. Þar stóð gamli vitinn til 1907, og þar liggja enn brotin úr honum. Sjór- inn hefir myndað skarð í bergið, og eru Valahnúkarnir því tveir. Nú heíir brinrið sorfið gat mikið í gegnum Litla Valahnúk, — þann hnúkinn, sem vitinn stóð eklti á —. Sér opið alla leið heirnan frá bústað vitavarðarins og sjóinn i gegn um það. Er þó drjúgur spöl- ur frá vitavarðarhúsinu niður að Valahnúkum. Ýmsum fleirum en íslandsvin- unum þýzku, dr. Kúchler og konu hans, mun þykja skemtileg til- breyting að kynnast hinum éin- kennilegu náttúrufyrirbrigðum á Reykjanesstánni. Friðrik huldulæknir i Færeyjum Færeyingur, Sandö að nafni, skrifaði í blpðið „Dimmalætting" grein, sem vakti mikla athygli á Norðurlöndum (svo!). Segir hann svo frá, að 10 mánaða drengur, sem hann á, hafi verið mjög veik- ur, og að læknar hafi talið von- laust um bata. Hafi hann þá sent Margrétu í öxnafelli skeyti og beðið hana um hjálp Friðriks, „hins læknandi anda“. Hafi Frið- rik komið eina nótt kl. 3'/2, og næstu nótt haíi drengurinn verið albata, og daginn eftir, að Frið- rik hafi komið, hafi hann fengið skeyti um, að Friðrik væri farinn af stað. Þannig segist þessum manni frá. („Dagur.‘)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.