Alþýðublaðið - 19.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.08.1926, Blaðsíða 3
’ALÞSfeLÐLAÐIá 3 Danskur „Friðrlk huldulæknír“. Lögreglan í óðinsvéum hefir hafið rannsókn gegn formanni andatrúarfélagsins „Von Ijóssins", er heitir Fog raftækjamaður, af því að hann hefir verið að kukla við skottulækningar. Hann hefir fyrir tilstyrk andamiðils framið lækningagauf sitt meðal annars á sjúklingum, sem voru þungt haldnir af magasári. Einn af sjúklingunum, sem Fog aftraði frá að leita læknis, dó, meðan „lækningin“ stóð yfir. br. Uui daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Friðrik Björnsson, Thor- valdsensstræti 4, símar 1786 og 553. Meðal farþega á „Qullfossi“ í gærkveldi voru þeir Þórbergur Þórðarson rithöf- undur og Ól. Þ. Kristjánsson, og voru þeir báðif á alheimsþingi es- perantista í Edinborg. Segir ól. Þ. Jfrá þinginu liér í blaðinu bráðlega. Kvikmyndin af leiðangri dr. Charcots, er sýnd var í gærkveldi, var fróðleg um einkennilega og kaldræna náttúru- fegurð norðurslóðanna og um ferðalag vísindamannsins. Togararnir „Hannes ráðherra'1 er að búa sig á ísfisksveiðar. Smásöluverð-visitala „Hagtíðinda“ fyrir júlímánuð er 250 og svipuð og í júlí 1917. Smá- söluverðið hefir lækkað um 2°/o í júní, en er nú 150o/o hærra en fyrir stríð. Búreikningsvísitalan í júlí er 235. Bæjarstjórnarfundur verður i dag kl. 5 síðdegis. Með- al dagskrármála er kosning skóla- nefndar og Pasteurshitun mjólkur. Fjórþrautarmót. Ákveðið er, að hið nýstofnaða Suhdfélag Reykjavíkur efni til kappmóts um fjórþrautarbikar I S. I. sunnudaginn 29. ágúst. Keppni þessari er þannig háttað, að kepp- endur hlaupa, hjóla, róa og synda 1000 stikur hvað um sig á eftir öðru í þessari röð. Sá, sem er fljótastur að þessu öllu, hlýtur fjór- þrautarbikarinn, þó því að eins, að honum takist að ljúka þessu á skemri tíma en klukkustund. Kappmótið hefst inni við Baróns- stíg. Þaðan verður hlaupið eftir Hverfisgötu niður í Hafnarstræti að Kolasundi. Þar verða reiðhjólin tek- in og hjólað Hafnarstræti og Vest- urgötu alla leið vestur að sjó. Þar biða bátarnir, og verður róið út að sundskála og þaðan synt. Þeir, sem taka vilja þátt í þessari keppni, eru beðnir að gefa sig fram við sundskálavörðinn sem fyrst. Næturvörður er þessa viku í lyfjabúð Lauga- vegar. Veðrfð. Hiti 14-—9 stig. Átt víðast aust- læg. Snarpur vindur í Vestmanna- eyjum og víða nokkur gjóstur. Kyr- stæð, djúp loftvægislægð suður af Islandi. Ótlit: Austlæg átt. Allhvast og regn á Suður- og Austur-landi, Að mestu þurt á Vesturiandi í dag, en smáskúrir á Norðurlandi; í nótt alskýjað, en títil úrkorna, á Vestur- og Norðvestur-landi. 100 ár eru í dag frá fæðingu séra Helga Hálfdanarsonar prestaskóiastjóra. Háðtiðlegt ofaniát. „Mgbl.“ hefir hvað eftir annað kallað íslenzka jafnaðarmenn upp til hópa „bolsa“ og „Rússa-bolsa" og barið sér á brjóst með mikilli kveinan yfir því, hvílíkur voði væri að slíkum mönnum í þessari fornu paradís norrænna víkinga og upp- reistarmanna, og hversu háskaleg- væru menningu þjóðarinnar rúss- nesk áhrif þessara manna hér í „Litla Rússlandi“. I dag lýsir það hátíðlega yfir því og ber Th. Stau- níng, forsætisráðheriía jafnaðar- mannastjórnarinnar dönsku, fyrir því, að hér séu engir „boísar“ né „Rússa-bolsar“, og er mjög hróðugt yfir því, að það skuli þannig kom- ið i ljós, að helzta framlag blaðs- ins til íslenzkra þjóðmála hafi ekki verið annað en vitleysa. Jafnframt skýrir það frá því, að lög og réttur í Rússlandi sé að verða alveg eins og í öðrum ríkjum, og ber víst að skilja það svo, sem þaðan stafi þess vegna íslenzkri menningu og þjóðskipulagi ekki mikil hætta. Það er vitanlega gott, að „Mgbl.“ segi sjálft til þess, hversu frámunalega kjánalegt það er, sem blaðið legg- ur til íslenzkra þjóðmála, þótt það sýnist hafa óþarflega mikið við með því að staðfesta það með vitnis- burði forsætisráðherra jafnaðar- mannastjórnar, en það mun hafa leitt „ritstjórana" til þessa, að mað- urinn er danskur. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. ekki það, sem hann vildi. En hann vissi, að hún hafði sagt honum ósatt til að dylja eitthvað. En hvað það var, þurfti hann að vita. Svo gekk hann rakleitt á police office. Hann hitti lögregluliðsforingjann, og fór þegar í stað að spyrja hann um hagi Miss Cornish. Honum var þá sagt, að hún hefði, er ó- friðurinn skall á, verið talin ein af fegurstu stúlkum í Lincoln, og hefðu ungu mennirnir kepst hver við annan um að ná eiginorði hennar, og spiltu þar ekki auðæfi hennar til. Hlutskarpastur hefði þó orðið ungur og efni- legur liðsforingi, sem lögregluforinginn ekki mundi hvað hét, sem reyndar einu máli gegndi, því að hann hafði látið lífið fyrir kónginn og föðurlandið. Skömmu áður hafði móðir hennar látist, en þangað til hafði hún tekið afarmikið þátt í skemtana- og samkvæmislífinu. Eftir lát hennar hefði hún hætt því, en þó ekki verið neitt ómann- blendnari en við var að búast. En tæpu ári eftir, að lát unnustans hefði frézt, fór hún snögglega burt úr borginni, svo að eng- inn vissi, hvað um hana varð. Eftir svo sem þriggja mánaða fjarveru kom hún aftur til Lincoln og hafði eftir það engan mann um- gengist og aldrei út úr húsi farið eða að minsta kosti ekki út fyrir aldingarðinn. Þegar lögregluforinginn var búinn að segja honum þessa sögu, bað Johnson hann að grenslast fyrir það, hvort Miss Cornish þetta sumar hefði fengið nokkurt ábyrgðar- bréf úr Borgarnesi á fslandi. Löregluforinginn hringdi upp aðalpósthús- ið og bað það um að upplýsa þetta. En þar var svarað, að þeir skyldu síma eftir svo sem hálfe stundu. Þeir Johnson og lögregluforinginn sátu nú um stund og röbbuðu um diaginn og veginn og reyktu, unz síminn kallaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.