Alþýðublaðið - 20.08.1926, Síða 1

Alþýðublaðið - 20.08.1926, Síða 1
Gefid út aV AlþýðuVlokknnui 1926. Erlend simskeyti. Khöín, FB., 19. ágúst. Kölanámadeilan enska. Frá Lundúnum er símað, að sameiginlegur íundur fulltrúa námumanna ogg námueigenda sé haldinn í dag samkvæmt beiðni Cooks til þess að ræða um friðar- skilmála. Flugslys. Frá París er símað, að farþega- flugvél, sem var í förum á milli Parísar og Lundúna, hafi steypst til jarðar og ellefu menn særst alvarlega, en einn beðið bana. Khöfn, FB., 20. ágúst. Jarðskjálftar á Kanarlsku- eyjunum. Frá Berlín er símað, að jarð- skjálftar hafi gert mikið tjón á Kanarisku eyjunum. Frá bæjarstjórnarfimdi í gær. Bygging kaþólsku kirkjunnar nýju á Landakotshæðinni and- spænis sjúkrahúsinu var leyfð samkv. tillögu byggingarnefndar, en felt var að fresta ákvörðun um leyfisveitinguna. Grunnstærð kirkjunnar er ákveðin 531 fermetr- ar. — Samkvæmt tillögum fast- eignanefndar var bæjarverkfræð- ingnum falið að láta gera nauð- synlegar hallamælingar í Foss- vogslandi, því, sem ómælt er, þannig, að gera megi aðalskurði í því, og ákveðið, að bygðar verði tvær safnþrær í Fossvogi, sem nefndin telur nauðsynlegar vegna ræktunar landsins þar. Kosning skólanefndar fór fram á fundinum, og voru endurkosn- ir þeir, sem áður voru í nefnd- inni, aðrir en borgarstjóri, þessir:' Hallbjörn Halldórsson, Ólafur Friðriksson, Pétur Halldórsson og Föstudaginn 20. ágúst. 192. tölubiað. Magnús dósent. Formanninn velur fræðslumálastjórn ríkisins samkv. fræðslulögunum nýju. Kosningin gildir til 1928. Ólafur Friðriksson flutti tiliögu þess efnis, að bæjarstjórnin veldi 5 manna nefnd til að rannsaka og gera tillögur til bæjarstjórn- arinnar um varnir gegn sýking- arhættu af mjólk. Skyidu vera sjálfkjörnir í nefndina Guðmund- ur Björnson landlæknir, Gunn- laugur Claessen læknir og Gísli Guðmundsson gerlafræðingur, en tvo menn kysi bæjarstjórnin úr sínum hópi. Hefði mátt búast við því, að mönnum væri ekki úr minni liðin taugaveikiplágan á Isafirði í vor. Þó fór svo, að K. 2. og P. Halld. töluðu gegn til- •lögunni, og er til atkvæða lcorn, var hún feld með jöfnum atkvæÖ- um (5 gegn 5). Með henni greiddu atkv. Ól. Fr„ Ág. Jós., Hallbjörn, St. J. St. og Þ. Sv„ en á móti K. Z„ Pétur Halld., Jón Ásbj., Guðm. Ás. og Jónatan. Hallgr. Ben. greiddi ekki.atkv. Þetta var síðasta málið á dagskránni og voru þá ekki fleiri viðstaddir á fundinum. Ól. Fr. benti veganefndinni á nauðsyn þess, að eftirlit sé haft með því, að þeim ákvæðum sé hlýtt, að járnstengur séu yfir birtuþröm í kjallaragluggum, sem eru lægri en gatan, er þeir eru við, og benti á slysahættu aí oþnum birtuþróm. Kvað hann þá úrlausn heppilegasta að séð verði um, að slíkar ristar fáist keypt- ar fyrir sanngjarnt verð og sé auglýstur sölustaður. Ekki kvað borgarstjórinn enn hægt að skýra frá árangri rann- sóknar á orsökum steypugallanna á Landsspítalanum. — Væntan- lega verður skýrslan tilbúin fyr- ir næsta bæjarstjórnarfund. — Þórði Sveinssyni lækni mun hafa þótt fundur þessi vera í daufara lagi framan af. Til að bæta úr því fann hann upp á EIMSKIPAFJELAG ISLANDS iiimiuiii' öiillfossa fer héðan íil Vestfjarða á sunnudag 22. ágúst kl. 6. síðd. Vörur afhendist í dag eða fyrir hádegi á morgun. Skipið fer héðan til út- landa 30. águst. því snjallræði að lesa upp kafla úr Alþýðublaðinu til tilbreyting- ar. Lifnaði þá yfir fundinum, og óskaði Ól. Fr„ að þeirn sið verði haldið framvegis að lesa upp úr: Alþbl. á bæjarstjórnarfundum. — Borgarstjórinn vitnaði þannig um „Morgunblaðið“ litlu síða'r: Allir eru búnir að týna „Mgbl.“ eftir 5 vikur og múna þá ekki, hvað í því stóð. — Ekki þarf neinn að ætla, að K. Z. velji því lakári vitnisburð en málaefni eru til. Innlend tíðlndl. ísafirði, FB., 19. ágúst. Tíðarfar og afli. Einn þurkdagur í þessari viku, annar í vikunni sem leið. Annars óslitin óþurkatíð. Meiri hluti af töðum er hirt, en alt, sem hirt hefir verið, er mjög hrakið. ísaíirði, FB., 20. ágúst. Norðaustangarður hefir verið síðuStu 3 daga og hamlað síld- veiöum algerlega, Saltað og kryddað á Vestfjörðum 3100 tunnur og er það þegar útflutt að tnestu leýti. Sólbakkabræðslan hefir fengið 5—6000 mál.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.