Alþýðublaðið - 20.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.08.1926, Blaðsíða 3
ALÞJ?bLfiLAöID 7f 4» „ ' 3 Dánarfregn. Látin er að Vífilsstaðahælinu hinn 4. ágúst Ingibjörg Brands- dóttir, 41 árs að aldri. Var hún ættuð úr Rauðasandshreppi í Barðastrandarsýslu. Hafði hún stundað hjúkrun í 2 ár á Akur- eyri. Þaðan fluttist hún sjúklingur að Vífilsstöðum og dvaldi þar í hálft annað ár. Var Ingibjörg sál. vel látin af ölium, er kyntust henni; báru því margir hlýjan hug til hennar fyrir alúð og prúða framkomu. — Lík hennar verður sent vestur með Gullfossi 22. þ. m. G. M. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækj- argötu 6 B, sími 614. Togararnir. „Belgaum" kom hingað í gær- kveldi með mann, sem hafði meiðst á hnénu, fór síðan aftur á veiðar. 1 gær skrapp enskur togari hingað til að vitja um veikan mann. — Búist er við> að „Hannes ráðherra" rfari í dag á saltfisksveiðar. „Skalla- grím“ er verið að búa á ísfisks- veiðar. Skjaldbreiðingar! Munið eftir skemtiförinni að Lög- bergi á sunnudaginn. Gunnlaugur Claessen læknir í'ór utan með íslandi í fyrra dag og verður 3—4 vikur í ferðinni. Rasmus Rasmussen sýnir í kvöld tvo þætti úr „Jeppa á Fjalli“ og valda kafla úr „Vík- ingunum þ. Hálogalandi" og „Kongs- efnunum" eftir Ibsen. Verður það hin mesta nautn að sjá hinn ágæta leikara í þessum leikjum, og verða Reykvíkingar nú að fjölmenna þangað. Hann er á förum. Lik séra Eggerts heitins Pálssonar var flutt hingað með „Gullfossi". Verð- ur það jarðað 26. þ. m. að Breiða- bólstað. Silfurbrúðkaupsdag éiga í dag hjónin Kristín Símon- ardóttir og Sigmundur Sveinsson, dyravörður barnaskólans hér. Hvalir allmargir hafa nýlega sést suður í Hafnasjó. Munu þeir hafa verið í síldartoríu. Sennilega er hvölunum dálítið tekið að fjölga aftur vegna friðunarinnar. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. . . . . kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,17 100 kr. sænskar .... — 122,20 100 kr. norskar .... — 100,15 Dollar.................- 4,568/4 100 frankar franskir. , . — 13,75 100 gyllini hollenzk . . — 183,33 100 gullmörk þýzk... — 108,63 Veðrið. Hiti 13—9 stig. Átt austlæg og norðlæg. Snarpur vindur á Rauf- arhöfn. Annars staðar lygnara. Loftvægislægð fyrir sunnan land og önnur djúp fyrir vestan Irland á leið til norðausturs. Otlit: Austlæg átt, allhvöss á Austur- og Norð- vestur-landi, fremur hæg á Suður- landi í dag, en vex sennilega í Skaftfellingur hleður til Víkur og Skaftáróss (síðasta ferðin á pessu sumri til Skaftáróss) laugar- daginn 21. p. m. Flutningur afhendistnú pegar. Nic. Bjarnasoii. nótt. Þurt á Norðvesturlanfli í dag ög á Vesturlandi í nótt. Annars víða dálítið regn, mest á Austur- landi. Fisktökuskip „Thore Hofte^ fór héðan i nótt. Hjálparstöð hjúkrunarfélagsins „Liknaru er opin: Mánudaga..........kl. 11 — 12 f. h Þriðjudaga........— 5 — 6 e. - Miövikudaga.......— 3— 4 - - Föstudaga ........ — 5-6-- Laugardaga..........— 3—4-- Skólanefndarmaður „Morgun- blaðsins. „Mgbl.“ hefir gripið fram fyrir hendurnar á mentamálastjórninni og skipað Knút Ziinsen í skólanefnd- ina. Eða er það hitt, að sökum þess að „ritstjóri" þess er alþingis- niaður og hefir tekið lögfræðipróf, þá þekki það ekki nýjustu lög? Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. Lögregluforinginn greip um tólið og hlust- aði. „Þeir segja á aðalpósthúsinu, að hún hafi í sumar fengið ábyrgðarbréf frá þeim ís- lenzka bæ, sem þér tilnefnduð," sagði hann við Johnson. „Spyrjið þér, hvort hún hafi tekiÖ við því,“ anzaði hann. Lögregluforinginn kom spurningunni á framfæri, og var svarið tafarlaust: „Já.“ „Æ, hver fjandinn!" sagði Johnson. Hann hafði verið að vonast eftir, að svo væri ekki, og að hann þá hefði getað náð bréfinu annaðhvort hér eða á fslandi. Hann kvaddi lögregluforingjann og fór. - Miss Cornish var orðin Johnson mesta á- hyggjuefni. Því hafði hún sagt honum ósatt um bréfið? Það var í sjálfu sér svo til- gangslaust, því að ef hún hefði athugað sig, hefði hún hlotið að sjá, að hann gat fengið að vita það á pósthúsunum. Og því hafði hún neitað að þekkja myndina af líki Maxwells, því að það hlaut að vera á- byrgðarbréfið frá honum, sem hún hafði fengið, og hún þá að þekkja hann ? Eða hafði ábyrgðarbréfið verið frá. majórnum og Maxwell að eins komið því á póst, og ef svo var, gat það hafa verið satt, að hún þekti ekki myndina af líki Maxwells? En myndina af líki majórsins hafði hann ekki sýnt henni, og fyrir það nagaði hann sig í handarbökin. Nú, þriðji möguleikurinn var sá, að Miss Cornish hefði fengið tvö ábyrgð- arbréf úr Borgarnesi, og fyrir endann á því varð hann að komast. Hann vatt sér inn á símastöð og sendi svolátandi skeyti: Sýslumaður, Borgarnes. Haia verið látin tvö ábyrgðarbréf á póst í Borgarnesi til Miss Cornish, Lincoln? Goodmann Johnsoo.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.