Alþýðublaðið - 21.08.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.08.1926, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBIiAÐIÐ B rj*-cr** v-f*^ — Minning BJorna lónssonar frá ¥ogI. Hver skilur gleði, og hver skilur sorg? Hver skilur sálnanna leyndustu hætti? Hver skilur vonanna björtustu borg með brimsterkan viljann á örlagaþætti? Hver getur skilið, að lífið sé líf, að ljósið sé þróttur, sem geimurinn eyðir, að hugsun sé eggin á atvika-kníf, að orðin sé kraftur, sem græðir og meiðir? Iíver sldlur starfanda tímanna tafl, þar tilveran rík getur sjáifa sig látið sverfast við glóðþrungið öilífðar-afl, þö alls engu tapað við síðasta mátið? Hver andlegur kraftur er eilifðarblóm; hvert einasta blóm er af frækorni risið. Ilver skilur, að eilífð sé eyði og tóm, þegar æ lifir frækorn, þá blómið er visið. Hver skiiur hins alvalda iífskraftaleik, sem leiftur er dauðinn að eilífu byrgir? Vor tilvera reynist svo viðkvæm og veik og vonlaus, þá hugljúfán ástvín hún syrgir. Vor aldýpsta gleði, vor aldýpsta sorg eru andlegar systur, er mætast í tárum, hvor tveggja hugarins bjargtengsluð borg, sem byggist og hrynur af atvikum sárum. Héðan þú, Bjarni! ert haldinn úr vör, þú hetja og drengur til starfa og dáða, á þjóðmálasviði var fræknleg þín för, þú fórst þar sem mannvinur hollur til ráða. Hver vill nú tala þitt hrynjanda mál og hrópa sem útvörður lands vors og þjóðar, með huga og drenglyndi herða hvert stál á háreista aflinum sannleikans glóðar? Enn lifa sagnir, og enn kveðast Ijóð, þótt enn þá sé vitið til peninga metið. Enn Jifa frækorn hjá íslenzkri þjóð, þótt enn geti heimskinginn vitmanninn étið, en áfram skal troðið um urðir og hraun og áfram skal brotist, þótt foringi hnigi. Vér vitum, áð ættjörðin er okkar laun og er okkar fallinna síðasta vígi. x Bjarni! Vér þökkum, að þú varst hér til. Vér þökkum jrér drenglyndið, viljann og starfið, þökkum þinn vermanda, andlega yl, og ættjörðin geymi nú minninga-svarfið. Vér kveðjum þig, Bjarni! og óskum þess öll, að ættjörðin faðmi þitt trygglynda hjarta. Hæðirnar kveðja þig, hálsar og fjöll, og himininn réttir þér ljóskrónu bjarta. Kristjón Jónsson. r | ^HERE are some who do not smoke l cigarettes made of fine Tnrkish tobacco. We would not, for the world, suggeat that they lack the finer gifts of taste; hut, rather, that they have never tried Melachrino. MELACHRINO " The One Cigarette Sold The World Over.” Skagafirði, þar sem feðgarnir Sturla Sighvatsson og Sighvatur Sturluson féllu. Enn fremur eru 13 ár frá því, er Steingrímur skáld 'Thorsteinsson andaðist.- Jarðskjálftakippír hafa til þessa haldið áfram á Reykjanesi. Alþýðublaðið er sex síður í dag. Gengi erlendra mynta I dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,17 100 kr. sænskar . ... r- 122,20 . 100 kr. norskar .... — 100,15 Dollar.................— 4,56 100 frankar franskir. . . — 13,15 100 gyllini hollenzk . . — 183,27 100 gullmörk þýzk ... — 108,63 Uppgripaveiðar við Grænland. Hingað kom í gær norsk mótor- skonnorta, „Faustina", sem verið 'héfir að veiðum við Grænland í 5 vikur. Skipið fer að eins 6 sjó- mílur á vöku. Fóru fiskveiðarnar fram á því sjálfu. Skipverjar eru 16. öfluðu þeir 19 þúsund af þorski og 50 tunnur af lúðu. Þorskurinn er jafnstærri en hér gerist. Aflann fengu þeir á Fyllugrunni, 90 sjó- mílur undan landi, á 30 faðma dýpi. Urðu þeir aldrei varir við neina festu, svo , að líkindi eru til, að þarna sé góður botn. Mikill fjöldi færéyskra skipa var þar að veið- um. Einn dag veiddu skipverjar á handfæri. Þá var lúðuvöðsla svo mikil á eftir fiski þeim, er þeir drógu, að þeir kræktu hana í yíir- borði sjávarins. Sést bezt, hve upp- gripin eru mikil þarna, að skip með svona litlum ganghraða aflar svo mikið. Hve nær fara Islendingar að nota sér þessa gullnámu? ..... HingaðJiom skipið sökum skorls á salti og vistum. I Grænlandi fengu skipverjar að eins að taka vatn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.