Alþýðublaðið - 24.08.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.08.1926, Blaðsíða 1
Geflð nft af Alþýðufíoliknum 1926. Þriðjudaginn 24. ágúst. 195. tölublað. Erlenil símsfceyti. Khöfn, FB., 23. águst. Gagnbýlting í Grikklandi. Frá Apenuborg er símað, að stjórnarbylting hafi verið gerð par undir forystu Kondylis hers- höfðingja með tilstyrk hersins. Pangalos heíir verið handtekinn, og stjórnarbyggingarnar eru í höndum byltingarmanna. Engar blóðsúthellingar hafa farið fram, svo að kunnugt sé. Konduriotis aðmíráll sezt í sæti ríkisforset- ans, en Kondyris verður stjórnar- forseti. Kondyris hefir lofað ping- bundnu stjórnarfari. Rivera leitar „hrossakaupa". Frá Madrid er símað, að Rivera vilji sleppa tilkalli til Tangers fyrir tilslakanir viðvíkjandi sæt- um í ráði Þjóðabandalagsins. Englendingar eru mótfallnir pví, að ráðssætunum og Tangermál- inu sé blandað saman. Manna ©ranffelt ,söng í gærkveldj í dómkirkjunni', og flest .tókst par vel að vanda. Rödd Hönnu Granfelt hljómar yndislega vel, hvört \ sem er á háum eða lágum, sterkum eða veikum tónum. Þar er ekkert lát á og enda engin tilviljun, af pví að ungfrúin kann með röddina að fara. Æskilegt væri, að Hanna Granfelt gæti komist nær íslenzka framburðinum en orðið er. Það skemmir áhrif' hennar yndislegu raddar að heyra áberandi mis- bresti á framburðinum. Samæf- ing söngkonunnar og orgelleik- arans var mun betri en á fyrri kirkjuhljómleiknum, og mátti pó betri vera. Hanna Granfelt er pegar orðin vinsæl hér á landi, og verður pað betur, ef hún kæmi hingað oftar. Hún hefir alt það til að bera, sem íslending- FnlltrAaráðsfnndnr Verður á miðvikudaginn 25. p. m. kl. 8 Vs* síðd. í Iðnó uppi. Fundarefni: Nefndartillögur. Fulltriiar mæti stundvfslegga* um líkar í söng. Hún á bæði hásumarsblíðu og brimstyrk í rödd sinni. , R. J. E s p erant ofiingif}. Eftir Ól. Þ. Kristjánsson. 1. Inngangur. Þegar pað var fastráðið orðið, að ég sækti hið 18. alheimsping esperantista, er haldið skyldi í Edinborg á Skotlandi dagana 31. júlí til 1. ágúst, pá samdist mér svo við ritstjóra Alpýðublaðsins, að ég segði nokkuð frá för minni pangað. Fyrir allra hluta sakir pykir mér skylt að efna petta. En par sem tími minn er nokkuð takmarkaður nú sem stendur, pá hefi ég kosið að skifta sögunni í smærri undirkafla sérstæða, og segi ég pá fyrst frá pinginu sjálfu í aðaldráttunum, en síðar frá ýmsu smærra, sem og frá pví markverðasta, er fyrir augun bar í Skotlandi. En pó mega lesend- urnir ekki láta sér koma pað á óvart, að ýmsir atburðir frá ping- inu vefjist innan um frásögnina alt til enda,. og ber peim að líta á allar greinarnar sem einajieild. (Frh.) Stauning í Færeyjum. Þegar Stauning fór héðan áleiðis til Danmerkur, stóð skipið, sem hánn var á, 2 tíma við í Færeyjum. Á meðán hélt Stauning að tilhlut- un jafnaðarmannafélagsins ping- málafund, og var ræðu hans tekið með dynjandi lófataki. Corganisti við Frnarkirklu í Kaupinannahöftn) heldur hljómleika í fríkirkjunni miðvikudaginn 25. p. m. kl. 9. Hermann Diener aðstoðar Aðgöngumiðar á 2 krónur fást í bókaverzlun ísafoldar, Sigf. Ey- mundssonar, Hljóðfærahúsinu, simi 656, og hljóðfæraverzlun Katrínar Viðar. N. O. Raasted, organisti við Frúarkirkju í K.höfn, var meðal farþega á Boiníu hingað og með honum H. Diener, fiðluleikari frá Heidelberg. Þeir halda hljómleika á miðvikudaginn kl. 9, eins og aug- lýst er á öðrum stað i blaðinu. Raasted er álitinn fremsti organisti Dana. Alpbl. vill ráða öllu söng- elsku fólki að sækja þessa hljómleika. Veðrið. Hiti 9—4 stig. Átt víðast austlæg, hvöss sums staðar. Djúp loftvægis- lægð yfir Norðausturlandi, hreýfist til norðausturs.^Útlit: Hvass á norð- austan og rigning á Norðvestur- og Norður-landi. Norðlæg og norðvest- læg átt og þurt veður að mestu á Suðvestur- og Suðaustur-landi, breyti- leg vindstaða og rigning á Austur- landi. í nótt norðlæg átt, hvöss á Norður- og Norðvestur-iandi, allhvöss á norðan á Suðvesturlandi, rigning á Norðurlandi, þurt sunnanlands. Rasnius Rasmussen leikhússtjóri skemtir í kvöld kl. 8V2 í Iðnó. Skipafréttir. „Lyra" kom í gærkveldi. Togar- inn „Belgaum" koin af fiskveiöum í ís með 1000 kassa í morgun og fer til Englands. „Botnía" fer í dag kl. 6 vestur og norður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.