Alþýðublaðið - 25.08.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.08.1926, Blaðsíða 1
Geflð út af Ælpýðnflokknum « 1926. Miðvikudaginn 25. ágúst. 196. tölublað. Á berlamó. 1 gær hringdi Sig. Jónsson á Vörubílastöö Islands til Alpýðu- blaösins. Bauö hann að lána bif- reiðar án endurgjalds fyrir 100 —150 börn, ef blaðið vildi gang- ast fyrir því, að fátæk verka- mannabörn færu á berjamó eitt- hvað út úr bænum. Alþýðublað- iö tók þessu góða boði með beztu þökkum, og það er því sannarlegt gleðiefni aó gera sitt ítrasta til, að för þessi verði hin ánægju- legasta fyrir börnin. Þaö eru á- reiðanlega mörg alþýðubörn í þessum bágjnda-bæ, sem hefðu ríka þörf fyrir að lyftá sér upp út úr bænum, þó ekki væri nema einn dag á sumrinu, — út. úr göturykinu og kjallaraholunum. Ef gott verður veður á föstu- dag, er ákveðið að fara þá. En eins og gefur aö skilja, verður veður að vera sérstaklega gott. Börn, sem langar að vera með, komi á afgreiðslu blaðsins í dag og á morgun og sæki farmiða. Mæður, sem þurfa að fara með börnurn sínum, eru velkomnar, svo lengi sem möguiegt er. Um- sjónarfólk verður haft í hverri bifreið. Nánara á morgun. Erleasð símskeyti. Khöfn, FB., 24. ágúst. Byltingin i Grikklandi. Frá Berlín er símað,' að Kon- clylis óski þess, að allir flokkar taki þátt í stjórninni, og hefir lofað þingkosningum innan átta mánaða. Pangalos verður líklega stefnt fyrir herrétl. Pilsudski héfir í hótunum. Frá Varsjá er símað, að blað Pilsudski hoti því, að Pólland gangi úr l’jóðabandalaginu, ef Pólverjum verði neitað um fast sæti í ráðinu. Innilegt pakklæti til allra peirra, sem sýnt hsafa okkur hlnttekningu og vinsemd við fráfall og jar-ðar" fðr okkar hjartkæru móður Ingibjargar Magnúsdóttur. Ólöf Benidikisdóttir. Magnea Kristjánsdóttir. Prestar gera verkfall. 1 Mexikö hafa nýlega verið samþykt lög um aðskilnað ríkis og kirkju. Katóiska prestastéttin í landinu selti sig með mikilli frekju gegn lögunum. En þegar það varð til einskis og lögin voru samþykt þrátt fyrir alla þeirra mótspyrnu, þá lýstu prestariiir yf- ir allsherjarverkfalli þannig, að engar guðsþjónustur, giftingar, skírnir o. s. frv. 'skyldu fara fram. Æsingarnar meðal katólskra rnanna voru geysimiklar, og erki- biskupinn er orðinn veikur af of- þreytu, því að auðvitað var það hann sjálfur sem æðsta höfuð kirkjunnar, sem stjórnaði verk- fallinu. Öllum katölskum mönn- um hefir verið bannað að bera vopn, og lögregla gætir húsa hinna áköfustu. Herinn er kaíl- aður til starfa, og alt logar í æs- ingu. En það verður ljóta klúðrið þetta um guðsþjónusturnar. V. Danzinn á Siglufirði. Kaffihúsin á Siglufirði . báðu bæjarstjórnina þar um að fá að halda eina opinbera danzskemtun á viku, en það er eftir lögreglu- samþyktinni þar á valdi lögreglu- stjóra að leyfa og banna danz- skemtanir, og hann hafði lýst yf- ir, að hann myndi banna þær. Bæjarstjórnin samþykti að verða við beiðni kaffihúsanna. Bar svo •lögreglustjóri á öðrum fundi fram tillögur um breytingu á lögreglu- samþyktinni í þá átt, að bæjar- stjórnin leyfði eða bannaði danz- N. 0. Raast (oieganlsti viit Fpúai’kifkjn í Kaupmannahö£n> heklur hljómíeika í fríkirkjunni fimtudaginn 26. þ. m. kl. 9. Hermann Diener aðstoðar Aðgöngumiðar á 2 krónur fást í bókaverzlun ísafoldar, Sigf. Ey- mundssonar, Hljóðfærahúsinu, sími 656, og hljóðfæraverzlun Katrínar Viðar. skemtanir, en það var felt. Danz-r skemtanir eru því bannaðar eftir sem áður í kaffihúsunum, en „.böllin' flytjast úr kaffihúsunum niður á ,platningar' og bryggjur, eins og tíðkaðist hér í gamla daga,“ segir siglfirzkt blað. Eitraðar ískökur. 1 síðast liðnum júlímánuði kom fyrir slæmt atvik í Lundúnum. Einn dag, þegar læknarnir áttu sér einskis ills von, báðu 200 fjölskyldur í East End — sem er fátækrahverfi Lundúnaborgár — um læknishjálp. Eftir íniklar rannsóknir kom það í ljós, að allar fjölskyldurnar höfðu keypt ískökur hjá sama kaupmanni. Og þegar til Ttaupmannsins korn, upplýstist það, að ískökurnar voru fulfai' af sóttkveikjum, sem höfðu komið í þær úr svínakjöti, sem kaupmíj^nsfjölskyldan haiði etið. Einn drengur og ein stúlká dóu af eitruninni, en hinir kom- ust lífs af. V.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.