Alþýðublaðið - 26.08.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.08.1926, Blaðsíða 1
©eflii út af Alþýðuflokkiauni 1926. Fimtudaginn 26. ágúst. 197. tölublað. Merjaflrin* Þegar er blaðið var koraið út í gær, kom fjöldi barna á af- greiðslu blaösins að fá farmiða í berjaförina, og var óslitin að- sókn til kvölds. Lagt verður af stað frá Alþýðu- húsinu kl. 10 f. h. og farið upp að Lögbergi og út í hraunið þar. Börnin verða að hafa með sér ílát undir berin og bolla til að drekka mjólk, sem þau fá gefins i tjaldi, sem haft verður með í förinni. . Rétt er að geta þess þegar, að ef veður hamlar berjaförinni á morgun, er tilætlunin að fara á laugardag. Farmiðar voru upp gengnir þegar í. morgun, svo að fleiri börn geta því miður ekki koníist að. Es*lesad simskeyti* Khöfn, FB., 25. ágúst. Koladeilan enska. Auðvaldinu bregðast vonir um sundrung námumanna. Frá Lundúnum er simað, að miklu færri námumenn hafi sam- ið sérfrið en búist var við, þegar friðarsamningarnir misheppnuð- ust. Þrjátíu þúsundir námumanna eru farnir að vinna, en heil millj- 'ón heldur áfram verkfallinu. Seðlafölsunarmálið. Hæstaréttardómur. Frá Budapest er símað, að hæstiréttur hafi staðfest dóminn í seðlafölsunarmálinu. Windisch- Gratz og Nadosys fá fjögurra ára fangelsi. Kvikmyndaleikarinn Valentino látinn. Frá New-York-borg er símað, að kvikmyndaleikarinn Rudolphe Valentino sé látinn. Hafði hanri verið hættulega veikur síðan um miðbik mánaðarins. Vaientino— eða Guglielmi, eins og hann hét réttu náfni, — var 31 árs og til skamms tima einhver frægasti kvikmyndaleikari heimsins. Fjöldi manna streymir að, þar sem hann liggur á börunum, til þess að láta hryggð sína í ljós. Syní yfir I>jói*sá af pýzkam námsmanni. Þýzkur listnemi — leirkera- smiður — synti 13. þ. m. yfir Þjórsá. — Til gireinísemi fyrir „Mgbl.", sem ekki . hefir reynst færara í landafræði en öðru, sem það er að gambra um, skal -þess. getið, að fljót þetta liggur á sunnanverðu fslandi. Pilturinn, sem er 23 ára að aldri, er frem- ur grannvaxinn, enda myndi sundið vera "kallað þrekraun, þó menn, sem sýnast meiri fyrir sér, hefðu leyst það af hendi. Hon- um segist svo frá sjálfum: „Ég var á Teið frá Heklu til Gullfoss. Hjá Þjórsárholti kall- aði ég í eitthvað tvo tíma tií ferju. Vegna storms var fólkið ekki á engjum og heyrði því ekki til mín. Ég batt nú ullarbol und- ir roðhatt minn, fór úr öllum fötum og lagöi til sunds. Með- an ég var á sundinu, virtis.t mér árbakkinn, sem ég stefndi að, aldrei ætla að nálgast, en er ég leit um öxl, sá ég þö bakkann, sem ég kom frá, i fjarska, en ^ig bar með straumnum þris- var lengri leið en ég hafði búist við. Boðarnir börðust framan i mig, svo að ég gat ekki séð gegn um gleraugun. Ég varð feginn, þegar ég fann aftur jörðina und- ir fótum mér og gat vaðiö. Ég hljóp til bæjar og bað, að sóttar væru föggur mínar, sem ég í fyrstu hafði ætlað að sækja sjálf ur á ferjunni. Ég var látinn ofan í heitt rúm, og greip mig þá 1.0. Raasted (organisti við Frúarkirkju í Kaupmannahöfn) heldur hljómleika í fríkirkjunni i kvöld kl. 9. • Bermann Diener aðstoðar Aðgöngumiðar á 2 krónur fást í bókaverzlun ísafoldar, Sigf. Ey- mundssonar, Hljóðfærahúsinu, sími 656, og hljóðfæraverzlun Katrínar Viðar og Við innganginn. kalda. En hið góða fólk í Þjórs- árholti helti í mig meðuium og flóaðri mjólk, og hjarnaði ég þá víð á klukkutíma. Ég segi þetta til að þakka hinu góða fólki í Þjórsárholti innilega fyrir viður- gerninginn og til að láta alla Is- lendinga vita,' að mér þykir Is- land fagurt, og að ég hefi lært að láta mér þykja vænt um það á átta vikna ferðalagi mínu hér, og það skyldi gleðja mig, ef ís- lendingar vildu heimsækja mig á Þýzkalandi, og mun ég reyna að vera þeim til þess gagns þar, sem ég get. Wilhelm Löber Ilmenau í Thuringen. Þjórsá er þar, sem Löber synti hana (á Hrosshyl), 200 m. breið, og hefir sundið, sem hann þreytti, verið um 600 m. langt, og það segir sig sjálft, að kuldinn i fljót- inu héfir ekki verið lítill. Styðjið pað, sem islenzkt er, að öðru jöfnu. Sokkar frá prjóna- stofunni Malin eru seldir hjá Eiríki Hjartarsyni Laugav. 20 B (gengið inn frá Klapparstignum)_ og á prjónastofunni sjálfri í sama húsi. Reynið sjálf, hvort sokkarnir eru ekki jafngóðir og betri en útlendir, með sama verði. Athugið siálf, hvort ekki sé réttara að styðja inn- lenda framleiðslu en útlenda að öðru iöfnu. Reynið sjálf, hvað rétt er. Fylgið þvi, seui rétt er. Kaupið íslenzku sokkana. Ins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.