Alþýðublaðið - 26.08.1926, Side 1

Alþýðublaðið - 26.08.1926, Side 1
IGreíið ilí saf AlpýðBfflðkknnni 1926, Fimtudaginn 26. ágúst. 197. tölublað. Berjafðrin. Þegar er blaðið var komið út í gær, kom fjöldi barna á af- greiðslu blaðsins að fá farmiða í berjaförina, og var óslitin að- sókn til kvölds. Lagt verður af stað frá Alþýðu- húsinu kl. 10 f, h. og farið upp að Lögbergi og út í hraunið þar. Börnin verða að hafa með sér ílát undir berin og bolia til að drekka mjólk, sem þau fá gefins í tjaldi, sem haft veröur með í förinni. Rétt er að geta þess pegar, að ef veður hamlar berjaförinni á morgun, er tilætlunin að fara á laugardag. Fanniðar voru upp gengnir þegar í morgun, svo að fleiri foörn geta pví miður ekki koniist að. Grleitd simskeyti. Khöfn, FB„ 25. ágúst. Koladeilan enska. Auðvaldinu bregðast vonir um sundrung námumanna. Frá Lundúnum er simað, að miklu færri námumenn hafi sam- ið sérfrið en búist var við, þegar friðarsamningarnir misheppnuð- ust. Þrjátíu þúsundir námumanna eru farnir að vinna, en heil millj- ón heldur áfrarn verkfallinu. Seðlafölsunarmálið. Hæstaréttardómur. Frá Budapest er simað, að hæstiréttur hafi staðfest dóminn í seðlafölsunarmálinu. Windisch- Gratz og Nadosys fá fjögurra ára fangelsi. Kvikmyndaleikarinn Valentino látinn. Frá New-York-borg er símað, aö kvikmyndaieikaiinn Rudolphe Valentino sé látinn. Hafði hami verið hættulega veikur síðan urn miðbik mánaðarins. Valentino — eða Guglielmi, eins og hann hét réttu náfni, — var 31 árs og til skamms tíma einhver frægasti kvikmyndaleikari heimsins. Fjöldi manna streymir að, þar sem hann liggur á börunum, tii þess að láta hryggð sína í Ijós. N. 0. Raasted (organisti við Frúarkirkju í Kaupmannahöfn) heldur hljómleika í fríkirkjunni i kvöld kl. 9. • Hennann Diener aðstoðar Syait ySir Þjéi’sá af pýskum námsmaani. Þýzkur listnemi — leirkera- smiður — synti 13. þ. m. yfir Þjórsá. — Til greinisemi fyrir „Mgbl.“, sem ekki hefir reynst færara í landafræði en öðru, sem þaö er að gambra um, skal -þess getið, að fljót þetta liggur á sunnanverðu íslandi. Pilturinn, sem er 23 ára að aldri, er frem- ur grannvaxinn, enda myndi sundið vera ’kallaþ þrekraun, þó menn, sem sýnast meiri fyrir sér, hefðu leyst það af hendi. Hon- um segist svo frá sjálfum: „Ég var á leið frá Heklu til Gullfoss. Hjá Þjórsárholti kall- aði ég í eitthvað tvo tíma til ferju. Vegna storms var fóikið ekki á engjum og heyrði því ekki til mín. Ég batt nú ullarbol und- ir roðhatt rninn, fór úr ölluiii föturn og lagði til sunds. Með- an ég var á sundinu, virtis.t mér árbakkinn, sem ég stefndi að, aldrei ætla að nálgast, en er ég leit um öxl, sá ég þö bakkann, sem ég kom frá, í fjarska, en jnig bar með straumnum þris- var lengri leið en ég hafði búist við. Boðarnir börðust frarnan í mig, svo að ég gat ekki séð gegn um gleraugun. Ég varð feginn, þegar ég fann aftur jörðina und- ir fótum mér og gat vaðið. Ég hljóp til bæjar og bað, að sóttar væru föggur mínar, senr ég í fyrstu hafði ætlað að sækja sjálf ur á ferjunni. Ég var látinn ofan i heitt rúm, og greip mig þá Aðgöngumiðar á 2 krónur fást í bókaverzlun ísafoldar, Sigf. Ey- mundssonar, Hljóðfærahúsinu, sími 656, og hljóðfæraverzlun Katrínar Viðar og Við innganginn. kalda. En hið góða fólk í Þjórs- árholti heiti i mig meðulum og flóaðri mjóik, og hjarnaði ég þá við á klukkutíma. Ég segi þetta til að þakka hinu góða fólki í Þjórsárholti innilega fyrir viður- gerninginn og til að iáta alla Is- lendinga vita, að mér þykir ís- land fagurt, og að ég hefi lært að láta mér þykja vænt um það á átta vikna ferðalagi mínu hér, og það skyldi gleðja mig, ef Is- lenclingar vildu heimsækja mig á Þýzkalandi, og mun ég reyna að vera þeim til þess gagns þar, sem ég get. Wilhelm Löber Ilmenau í Thuringen. Þjórsá er þar, sem Löber synti hana (á Hrosshyl), 200 m. breið, og hefir sundið, sem hann þreytti, verið um 600 m. langt, og það segir sig sjálft, að kuldinn í fljót- inu hefir ekki verið lítili. Styðjið það, sem íslenzkt er, að öðru jöfnu. Sokkar frá prjóna- stoi'unni Malin eru seldir hjá Eiríki Hjartársyni Laugav. 20 B (gengið inn frá Klapparstígnum) og á prjónastofunni sjálfri í sama húsi. Reynið sjálf, livort sokkarnir eru ekki jafngóðir og betri en útlendir, með sama verði. Athugið sjálf, hvort ekki sé réttara að styðja inn- lenda framleiðslu en útlenda að öðru jöfnu. Reynið sjálf, hvað rétt er. Fylgið því, sem rétt er. Kaupið íslenzku sokkana. Ins.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.