Alþýðublaðið - 25.02.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.02.1920, Blaðsíða 3
3 ALÞÝÐUBXAÐIÐ ttiundsson, bentu á það, að þessi ^iJjón væri hvergi til nema í höfði þingmannsins, setti hann Snögglega hljóðan. Og þótti mörg- nna sem þar hefði mikil orka far- ið til óþarfa. Prumvarp til laga um ráðstaf- anir á gullforða íslandsbanka og heimild til að banna útflutning á gulii. Frumvarpið fer fram á það, aÓ íslandsbanki skuli leystur und- an þeirri skyldu, að greiða hand- hafa seðla bankans með gullmynt, en að ríkisstjórnin taki að sér ábyrgð á greiðslu upphæðarinnar °g að stjórninni sé veit heimild t'l að banna að öllu leyti eða ein- hverju útflutning á gulli úr land- inu. Fjárveitinganefnd hefir þó þótt sjálfsagt að setja varnagla fyrir því, að íslandsbanki geti með þessu valdið óþægindum Lands- bankanum. Framsögu hafði Jón A. Jónsson, en aðallega talaði P. Ottesen í málinu, sem reyndi að benda þinginu á það, að ekki væri að öllu rétt að ganga þegjandi fram hjá þeim sakargiftum, sem í seinni tíð væru bornar á íslands- banka um það, að hann myndi ekki aigerlega hafa haldið skilyrði þau, sem honum hafa verið sett. Prv. var samþ. með brtt. nefndar- innar og vísað til 3. umr. Frumv. til laga um heimild fyrir stjórnina til að stofna ís- lenzka peningasláttu. Yísað til 2. umr. Frumv. til laga handa stjórn- ihni til að verja alt að 30,000 kr. til að koma af stað beinum skipa- ferðum milli íslands og Gauta- borgar 0' Svíþjóð). Flm. Bjarni frá Vogi. Talsverðar orðahnippingar hrði milli flm. annarsvenar og Siagnúsar Kristjánssonar hinsvegar Um hvort nokkur hætta geti staf- að af þessu. Að lokum var þó frv. vísað til 2. umr. -j- Ui daginn og vegino. Koksskip Landsverzlunarinnar kom í fyrri nótt frá Englándi. Á iuiðinni háfði skolast útbyrðist öokkuð af því koksi, sem var á þiljum uppi. Þessi eldiviðarfarihur Diun að nokkru leyti báeta úr eldi- ^fðarskortinum hér. Borg er nú á Akureyri, að af- ferma koks. Var ekki orðin van- þörf á því, að þangað kæmi eldi- viður, því þar var hinn mesti skortur eldsneytis. Brauðgerðarhús hafa ekki starfað þar síðan fyrir nýjár, vegna kolaleysis. Bingslit eiga að sögn að fara fram nú um helgina, og bíður ís- land eftir þingmönnunum. Óskilj- anlegt er það, hve mikið þessum mönnum liggur á að komast heim. Eins áríðandi mál og liggja fyrir þinginu. Borgarafandur verður haldinn í kvöld í Bárúbúð kl. 8Vs, um þingmannafjölgun í Rvík. Þing- mönnum er boðið á fundinn. Vafa- laust mun verða fult hús og meira en það í Bárunni, því menn eru einhuga um það, að Reykjavík á kröfu til að minsta kosti 6 þing- manna. Allir flokkar standa að fundinum. Reykjavík, ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Grímsstaðir, Vestmannaeyjar, Yeðrið í dag. A, hiti -5-2,4. N, hiti -5-3,2. SSA, hiti -5-2,0. N, hiti -5-4,0. SA, hiti -5-5,0. N, hiti 1,0. Þórsh., Færeyjar, logn, hiti -5-0,2. Stóru stafirnir merkja áttina, -5- þýðir frost. Loftvog lægst um Snæfellsnes og fyrir suðvestan land; óstöðugt veður. Samningnr milli Hásetafélags Reykjavikur og h.f. Eimskifafélags Islands. Nefnd sú, sem hefir verið falið á hendur að athuga kjör sigling- armanna á verzlunarskipum, hefir komið sér saman um eftirfarandi laun fyrir háseta á verzlunarskip- um, sem ganga á milli landa, og til flutninga við strendur landsins. 1. Mánaðarkaupið skal vera þannig: Mánaðarkaup bátsmanns eða bezta manns skal vera 300 krónur. Fyrir þá hásóta, sem hafa aiglt eitt ár eða meir, 275 kr. Góö karlmannsföt og regnfrakki til sölu. Til sýnis á afgr. Alþbl. Þeir, sem hafa siglt undir þeim tíma, 225 kr. 2. Eftirvinna borgist þannig: Frá kl. 5 e. m. til kl. 9 að kvöldi borgist fyrir hvern tíma 1 kr. 25 au. Fyrir vinnu frá kl. 6 til kl. 7 að morgni 1 kr. 25 am Eftir kl. 9 að kvöldi til kl. 6 að morgni, og þar með talin helgi- dagavinna, borgist fyrir hvern tíma 1 kr. 75 au. 3. Vinnutíminn við land skal vera 8 tímar, talið frá kl. 7 að morgni til kl. 5 að kvöldi, en þar frá dregst x/2 tími til morgurverð- ar, 1 tími til miðdegisverðar, 7» tími til að drekka kaffi kl. 3 e. m. 4. Komi eitthvað það fyrir skip- ið, að hásetar missi fatnað sinn af þeim ástæðum, að það strandi eða farist af sprengiduflsspreng- ingu, eða að eldur hafi komið upp í skipinu, þá borgi útgerðarmenn skipsins 450 kr. hverjum háseta. 5. Enn fremur skulu hásetar hafa tvisvar í mánuði hálfs dags frí, þegar það liggur hér við land, eða í þess stað einn dag heilan. Sé það ekki hægt, þá borgist há- setum fyrir þann tíma, sem upp á kann að vanta með vanalegri yfirtíðarborgun. 6. Þeir hásetar, sem hafa verið lögskráðir á verzlunarskipum, skulu vera undanskildir því ákvæði um siglingatímann, sem um getur í 1. gr. hér að framan, og hafa þeir þar með öðlast þau réttindi sem íullgildir hásetar. 7. Á þeim skipum, sem tré- smiður er um borð, skal hann hafa aukaþóknun fyrir að leggja sér til verkfæri, sem nemur minst 10 kr. um mánuðinn. 8. Skráning og afskráning há- setanna á skipunum fer eftir sjó- lögunum. Samningur þessi gildir frá 1. janúar til 31. júlí 1920. Reykjavík 30. des. 1919. Fyrir hönd Hásetafél. Reykjavíkur Eggert Brandsson, (form). Signrjón Jónsson. F. h. H.f. Eimskipafél. íslands Emil Nielsen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.