Alþýðublaðið - 28.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.08.1926, Blaðsíða 3
28. ágúst 1926. er svo komið, aö svo að segja aliir verkamenn váð handverk eða stóriðnað eru í verkalýðsfélögum, og þau ráða nú afarmiklu um skipulag vinnukjaranna. En ein- mitt af því, að verkamenn nú setja eigin fulltrúa sina í mörg embætti og opinberar stöður í ríki og sveitum, og einmitt af því, að stærð hlutverkanna og ábyrgðin, sem peim fylgir, eykst og verður auðsærri því hær sem menn færast þeim, — peim mun skiljaniegra er líka, að öll verka- mannahreyfingin sjái gildi stað- góðrar fræðslu, sem ekki að eins kemur einstaklingum að hakli, heldur gerir komandi kynslóð færa um að gerkanna viðfangs- efnin, og undirbýr hana undir hið mikla verk, sem bíður hennar, að 'koma hugmyndum verkalýðs- hreyfingarinnar í framkvæmd, og koma nýju og betra jrjóðfélagi á laggirnar. Grænlenzku fiskimiðin og íslendingar. Viðtal við Jón Dúason. (Jón Dúason hagfræðingur er vafalaust sá Islendingur, sem bezt er að sér í öllu, er viðvíkur Grænlandi. Er pví fróðlegt að heyra álit hans um fiskveiðar við Grænland og réttindi íslendinga til þeirra. Birtist hér vdðtal við hann um mál þessi.) „Hver er orsök þess, að danska stjórnin nú býður Islendingum að hafa bækistöð á Stóru-Hraínsey við Grænland?" spyr ég. „Það er misskilningur,“ svarar Jón Dúason, „að íslendingum sé boðið Jretta sérstaklega, heldur er petta boðið jafnt öllum, Dönum, Islendingum og Færeyingum. Og pað má segja, aö pað sé Fær- eyingum að þakka, ef það væri nokkurs vert, það, sem fengið er. Færeyingar hafa af miklum dugn- aði heimtað, að Grænland verði opnað,- sérstaklega hefir þingmað- ur þeirra, Effersöe, gengið vel fifani í því máli.“ „Álítið þér mikið fengiö með þessum ívilnunum, sem gefnar .hafa verið?“ „Nei; það er síður en svo. «.L?Vi-uíít,Aí;íi/ Stóra-Hrafnsey er í fyrsta lagi of langt frá beztu miðunum, eins og Mikkelsen Grænlandsfari, sem hér var um daginn, benti á. En auk þess er höfnin þar bæði lítil og vond og innsiglingin hættuleg. Svo er þarna erfitt um vatn. Byggð er engin og allar samgöngur við meginlandið stranglega bannaðar, svo að alt verkafólkið þarf að flytja þangað frá Islandi. Við þetta bætist svo það, að það þarf árlega að sækja urn nýtt leyfi, og ef rnenn eru ekki auðsveipir og undirgefnir við einokunarstjórn- .ina, eiga þéir á hættu að verða neitað um framhaldsleyfi, en þá tapa menn eignarréttinum á mannvirkjunum, sem gerð háfa verið, svo að það er beinlínis fásinna að byggja hús eða bryggjur á Grænlandi upp á þessi kjör.“ „En hvaö álítið þér um Bræðra- höfn, sem Mikkeisen bendir á?“ „Hún er að sönnu skárri,“ segir Jón Dúason, „en hún er líka gallagripur. Hún er of lítil, og það er engin byggð þar. En það er bezt að «egja það strax, að okkur nægir engin ein höfn í Grænlandi, heldur verða íslenzk skip að eiga aðgang að minsta kosti að fjórum höfnum, og vil ég þar til nefna Holsteinsborg og Sykurtoppinn, sem báðar eru í Greiþum, en þar út af eru flyðrumiðin frægu, en fyrir þorskmiðin Góðvon í Vestri- Byggð og Fiskines, senr er á milli Eystri- og Vestri-Byggðar. En auk þess þurfa Islendingar að setja upp stöðvar inni í fjörðunum, því að allir þessir staðir liggja í þokubeltinu, og fiskþurkur verður þar langtum erfiðari en inni í fjörðunum, því að þar eru á sumrin sífeld sólskin og þurkar." >,Getur munurinn verið svo rnikill ?“ „Já, hann er svo ótrúlega mik- ill, að þeir, sem ekki þekkja til, eiga erfitt með að gera sér það S hugarlund. Það er kann ske þoka og súld dag eftir dag og viku eftir viku úti við fjarðar- mynnin, en á sama tima sólskin og blíðviðri, eftir að komið er svona 3—4 mílur irin í íirðina. En að svo komnu v'erður ekkert um það sagt, hvort heppilegra verður, að skipin leggi upp að öllu leyti inni á fjörðunum, eða hvort þar eigi að eins að hafa fiskþurkunarstöðvar.“ Kolin. „Eru grænlenzku kolalögin langt frá, þar sem fiskihafriirnar eru ?“ „Nei. Kolin eru mest og bezt á Eisunesi (svo nefndu eftir kola- eldum Islendinga þar í fornöld), enn fremur á Bjarney, Króksfjarð- grheiði, Æðanesi og yfirleitt í sunnanverðu Opernivíkur-héraði. Kolalögiri á Eisunesi einu ná yfir álíka stórt svæði og allir Vest- firðir. Lögin eru víða 2 metra þykk, og þar eru sjálfgerðar hafnir, svo að auðvelt er að skipa þeim út. Efnarannsóknarstofan hér rannsakaði þessi kol 1919 og komst að sömu niðurstöðu og út- Iendar rannsóknarstofur, að þau væru heldur hitaminni en New-. castle-kol, en þó góð gufuvéla- kol. Öll skip einokunarverzlunar- innar kynda þessum lcolum. Frá Holsteinsborg til kolalaganna er álíka langt og frá Reykjavík til Akureyrar.“ i„Álítið þér, að íslendingar geti ekki rekið fiskveiðar við Græn- land án þess að hafa stöðv'ar í landi ?“ „Jú, það geta þeir. Það má hafa seglskip fyrir fljótandi stöðvar, því að veðursældin er svo einstök á þessum grænlenzku fiskimiðum, að óþarft er fyrir fiskiskipin að krækja inn á hafn- ir til þess að skifta um farm, og flutningaskipin geta legið fyrir akkerum á 15 til 30 faðma dýpiþ því að meira er dýpið ekki þarna á miðunum, og eru þau þó langt undan landi. Slripin, sem notuð væru sem fljótandi stöðvar, gætu svo siglt aflanum heim, og yrði flutningur á þann hátt ekki dýr, því að nóg er nú af ódýrurn skipum. Flyðrumiðin eru aðallega vestur af Greipung dýptin 15—30 faðmar; botninn er möl. og sandur. Ef til vill eru einstaka klappir, þar sem snar- dýpkar niður í djúpa ála, en það er álit jarðfræðinga, að þær klappir hljóti að vera ávalar eins og þær klappir, sem eru ofan- sjávar við Grænlandsströnd, sem allar eru ávalar eftir skriðjökl-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.