Alþýðublaðið - 25.02.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.02.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIB Xoli kðBBifHr. BQRUBAMM um |>in g,mannalj ölg,un í Heykj avík verður haldinn í kvöld kl. 8^/2 í Bárubiið. Pingmönnunum er hérmeð hoðið á fundinn, og jafnframt er skorað á þá að koma og heyra skoðun Reykvíkinga á málinu. Eftir Upton Sinelair. Önnur bók: Þrœlar Kola konungs. (Frh.). IV. Samræðurnar héldu áfram. Þau töluðu um alla þá illu meðferð og misbeiting, sem námumennirnir yrðu fyrir, og loks sagði Hallur, að hann héldi að ekkert ráð væri við þessu nema verkamannafélag. Hann sá, að dökku, þokulegu augun í Edström, horfðu rannsak- andi á hann og því næst beind- ust þau að Mary. ,Joe er ágætur", sagði hún hvatskeytlega, „þér er alveg óhætt að treysta honum“. Edström svaraði þessu ekki, en sagði að hann hefði ætíð verið verkamannafélagssinni, en að hann væri brennimerktur maður, og fengi ekki leyfi til að halda stöðu sinni, nema hann væri algerlega utan við alt slíkt. Þátttaka hans í stóra verkfallmu tnyndi aldrei gleymast. Verkstjórarnir hefðu að eins tekið sig aftur af því að þá vantaði fólk, og vegna þess, að verkstjóri hans var vinur hans. „Segðu honum frá verkfallinu", sagði Mary, ,hann er nýlega orð- inn kolahöggsmaður “. Öldungurinn treysti Mary ber- sýnilega, þegar hún sagði að Hallur væri öruggur, því hann fór að segja frá hinum hræðilegu atvikum, sem menn mintust ekki á í kolahéruðunum án þess, að þeim rinni kalt vatn milli skinns og hörunds. Tíu þúsund þrælar sem börðust fyrir frelsi sínu höfðu gert geysilega uppreist. Uppreistin var bæld niður með slíkri grimd, að sliks voru ekki dæmi. í meira en þrjátíu ár, frá stofnun námanna, höfðu eigendurnir haft yfirvöldin þar á staðnum í vasa sínum — lögreglustjórana, lögregluþjónana, dómstólana og kjörstjórnirnar. En við þetta tækifæri hafði það ekki einu sinni verið nóg — þeir höfðu líka fengið hervaldshjálp og notað hana á hinn svívirðilegasta hátt, til að reka verkfallsmennina aftur til vinnu. Þeir höfðu látið taka aðalmennina fasta og varpa þeim í fangelsi kærulaust, án dóms og laga. Og þegar ekki komust fleiri fyrir í fangelsunum, >' höfðu þeir lokað nokkur hundruð inni í opinni girðingu, sem kölluð var .nautakvíar" og loks höfðu þeir hrúgað þeim upp á vöru- flutningsvagna, ekið þeim út fyrir landamerki ríkisins að næturlagi og skilið þá eftir langt frá manna- bygðum, matarlausa og vatns- lausa. Jón Edström hafði sjálfur tekið þátt í þessu og gat lýst því út í ystu æsar. Hann lýsti því hvernig einn af sonum hans var barinn og limlestur í fangelsinu, og öðr- um, sem var barn að aldri, var haldið vikum saman í saggafullum kjallara, og þegar hann loks var látinn laus var hann örkumia maður æfilangt af gigt Það voru herforingjarnir, sem svona fóru að ráði sínu. Og þegar einstaka yfir- vald, sýndi þeim fram á, að þeir færu of langt, voru þau líka tekin föst — jafnvel dómararnir höfðu um stundarsakir verið settir af og þeim hótað fangelsi. „Til helvítis með löginl" hafði verið viðkvæði yfirhershöfðingjans. Og máltæki undirmanna hans hafði verið: „Fjandinn hafi lögvernd einstakl- ingsinsl Við gefum þeim bara sálumessu með byssustingjunum". Rólyndi Toms Olson hafði gert Hali undrandi, en þessi öldungur hafði enn þá dýpri áhrif á hann. Halli fanst það óskiljanlegt, að Jón Edström gæti sagt frá þessu, án beiskju í rómnum og að því er virtist einnig án réttlátrar gremju inni fyrir. í hrygð og skorti, með fjölskylduna dreyfða og niðurbeygða, með hungrið við dyrnar, gat hann horft til fortíð- arinnar án þess að hata þá, sam ollu þessu. Og það var ekki vegna þess, að hann var orðinn gamall og hrumur, óg uppreistareldurinn var kulnaður i honum. Það var frekar vegna þess að hann hafði myndað sér einskonar Kfsspekis- kerfi. Hann hafði lesið töluvert um þjóðfélagsmál, og hann var sannfærður um, að drotnandi fyrir- komulag var ótækt, og hefði eitr- að sálir manna og gert þá að óvinum. En dagur var nú í að- sigi, sagði hann, og einn góðan veðurdag mundi þetta fyrirkomu- lag kollvarpast gersamlega, og mönnum mundi gert kleyft að vera samúðarfullir hver við annan. Auglýsiiigar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Auglýsingaverð í blaðinu kr. 1,50 cm. dálksbr. Kaupið Fæst h]á Guðgeiri Jönssyni. Sjómannafélagar! Öllum tillögum til félagsins, eldri og yngri, er veitt móttaka á afgr. Alþbl. (Laugav. 18 B) alla virka daga kl. 10—7. Gjaldkerinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.