Alþýðublaðið - 28.08.1926, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 28.08.1926, Qupperneq 5
ALÞÝBIUBLAÐIB 5 Knattspyrnu-hneyksli i Stokkhólmi. Sviar og Italir héldu með sér knattspyrnumót í Stokkhólmi um daginn. Dómarinn, danskur knatt- spyrnumaður, Sophus Hansen, dæindi Svíum víta-spyrnu fyrir einhver afglöp ítala. Við Jrað urðu Italir svo æfir, að þeir ætluðu að ráðast á dómarann, og var gengið á rnilli. Var einn ítalinn öður og grátandi borinn burt. E>að varð að hætta leiknum. og ítalir urðu að snauta burt um bakdyr. Ferðin kringum hnöttinn á 28 dögum. Þegar Jules Verne hér á árun- um ritaði skáldsögu sína »Umhvérf- is jörðina á 80 dögum«, pötti pað hinn fráleitasti hugarburður. En nú er öldin önnur. Tveir Ameríku- menn, Evans og Wells, komu um daginn til New York og höfðu pá farið kringum hnöttinn á 28 dögum og 141» tíma. Áður hafði pað veriö gert skenrst á 35 dögum. Hvað verður pað næst? Sagnapættir, er Hallgrímur Jónsson hefir rit- að á íslenzku, eru mannkynssögu- þættir. II. hefti þeirra er nú kom- ið út. Ilm dacfinn og veginit. Naeturlæknir ér í nótt Guðmundur Thoroddsen, Fjólugötu 13, sími 231, og aöra nótt Halldór Hansen, Miðstræti 10, sími 256. Bacli'hljónileikar N. O. Raasteds organleikara með aðstoð H. Dieners fiðluleikara verð- ur annað kvöld kl. 9 í fríkirkj- unni. Aðgöngumiðar verða seldir á ínorguii í Goodtemplarahúsinu eftir ki. 1 og svo við innganginn. Fjórprautarmótið liefst ekki fyrr en kl. 51/2 síðd. á morgun. Aðgöngumerki verða seld á götunum og kosta eina krónu fyrir fullorðna, en tuttugu og finnn aura fyrir börn, Keppendur og starfsmenn eru beðnir að mæta hjá verzluninni „Áfram“, Laugavegi 18, kl. 5 síðd. og fjórþrautarmennirn- ir mintir á að hafa hjólin með sér. Pað mega ekki vera kappreiðahjól. ' Sunnudagslæknir er á morgun Matthías Einarsson, Kirkjustræti 10, símar 139 og 1339. Messur á rnorgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson. I frí- kirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðs- son, kl, 5 séra Haraldur Níelsson prófessor. I Landakotskirkju há- messa kl. 9 árd., engin síðdegis- guðsþjónusta. — 1 sjómannasfofunni samkoma kl. 6 síðd. Allir velkomnir. Áheit til Strandarkirkju, afhent Alþýðublaðinu: Kr. 2,00 frá N. N. Alþýðublaðið er sex síður í dag. 98 ár eru í dag frá fæðingu Leos Tol- stojs. Höfuðdagur er á morgun. Hann er kendur við líflát Jóhannesar skírara. Jón Leifs, hljómlistarrlthöfundur, er að safna íslenzkum þjóðlögum og fá pau sungin í hljóðrita, sem hann hefir fengið sér í pví skyni. Þetta er parft verk frá menningarlegu sjón- armiði og síðustu forvöð, að vinna pað, því að jafnóðum og eldra fólk- ið, sem lielzt kann lögin, fellur frá, hvérfa lögin í gleymskunnar djúp. Það eru líka síðustu forvöð, *að Jón'Leifs geti nú náð í lögin, pví að hann fer með „Lyru“ næst utan. IJcitir hann pví á alla, sem kunna rímnalög („stemmur"), tvi- söngslög eða einhver önnur pjóð- iög, að gefa sig sem fyrst fram við hann og hafa yfir lögin fyrir hann. Hann á heima á Bókhlöðustíg 2, síini 266: Endursögn af skrifum Sigurðar Þóróifssonar um jafnaðarstefnuna er Jóhann Eyj- ólfsson nú farinn að birta í „Mgbl.“ Þingíæðið og „Moggi“. Um daginn rak „Moggi“ upp vandlætingar-óp mikið út af pví, að rætt væri um pingræðið í Al- pýðublaðinu. í dag byrjar í „Mgbl." hástiltur lofsöngur um óaldarflokk svartliða á italíu, sem komist hefir 1ii valda þar með pví að fótum- troða pingræðið. I sama blaði og pessi lofsöngur um þingræðisbrjót- ana hefst segir í skeyti frá því, að þeir hafi handtekið mörg hundruð jafnaðarmaima fyrir að reyna að efna til þingræðisstjórnar aftur. Einar skálaglam :IIúsið við Norðurá. Goodmann Johnson settist niður og dró upp myndina af brúðhjónunum, sem liann hafði fundiö í Halastaðakoti, og rétti hana' að konunni. ,, Ég sé, að þetta er pkki mynd af yður, og býst við, að þetta sé heldur ekki m.ynd af manni yðar, en vil pó heyra pað af yðar eigin munni,“ sagði Johnson og fór heldur lítið fyrir honum. „Nei; petta er ekki maðurinn minn,“ sagði hún. „Hérna er mynd af honum," sagði konan og tók mynd ofan af hillu og rétti Johnson. „(X já; ég vissi, að pað gat ekki verið, úr þvi að hann kemur heim um miðnætti," svaraði hann og fór að tygja sig til farar. „En ég veit, af hverjum myndin er. Hún er af bróður mannsins míns og lconu hans. Hann var Jíka pjónn. Konan hans býr í Old Crompton R,oad 117,“ sagði konan. Það lifnaði yfir Johnson. Honum fanst, sem pað myndi vera að lagast. „Hún býr í Old Crompton Road. Nú, en hann? Hvar býr hann?“ spurði hann áfjáður. „Hann, — hann féll í ófriðnum milda, ég man ekki hvaða ár,“ svaraði konan. Johnson rauk á, fætur og út og gleymdi að kveðja, en mrs. Maxwell stóð steinhissa við stigaopið og leit á eftir honum. í miðjum stiganum snéri hann við, hljóp upp aftur, preif upp myndina af líki pjóns- ins Maxwells og sýndi konunni. „Þekkið þér pá þennan mann?“ sagÖi hann. Mrs. Maxwell virti fyrir sér myndina af líkinu um stund. „Hefi aldrei séð hann fyrr, ,sir‘,“ sagði hún, og Goodmann Johnson rauk oían stigann aftur. : Mrs. Maxwell góndi enn á eftir honum. Svo hristi hún höfuðið og gekk inn tautandi: „Skyldi hann hafa brotist út úr geðveikra- hæli ?"

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.