Alþýðublaðið - 31.08.1926, Síða 1

Alþýðublaðið - 31.08.1926, Síða 1
Alþýðublaðlð 1926. Þriðjudaginn 31. ágúst. 201. tölublað. Erlenð síanskéytlL Khöín, FB , 30. ágúst. Deilan um Tanger. Frá Lundúnum er símað, aö brezk blöð álíti, að brezkum yf- in’áðum yfir Gibraltar sé hætta búin, ef einstakt riki fái yfirráðin yfir Tanger. Samkvæmt spænsk- franska samningnum, er gerður var í Madrid 1912, tilheyrir Tan- ger ekki spænska Marokkósvæð- inu, heldur var það sett undir stjórn alþjóðar.efndar. Staíar þessi ibeygur i brezku blööunum vafa- laust af því, að fengi eitthvert öflugt ríki yfirráðin yfir Tanger, géeti það gert þar eins öflugar viggirðingar og Bretar hafa gert á Gibraltar, sem hingað til hef- ir verið nefnt - „lykillinn að Mið- jarðarhafinu". Nú styðja ítölsku blöðin kröfu Spánverja — eða Rivera — um, að Tanger-málið verði teldð til athugunar. Voru þau því hlynt hugmynd Rivera lim ráðstefnu unr Tanger-málió^í Genf,. en nú hafa Frakkar neitað að taka þátt í slíkri ráðstefnu, en þeir munu frekar kjósa nú- verandi ástand viö Miðjarðarhafið heldur en að Italir og Spánverjar færðu sig þar upp á skaftið. Berlaförln. Lagt var af stað kl. IO1/2 í gær- rnorgun frá Aiþýðuhúsinu í berja- förina. 150 börn fóru með. Farið var upp að Lögbergi, og þar stigu 'börnin úr bifreiðunum og þutu suður í hraunið i leit eftir hin- um margþráðu berjum. Hversu mikil ber voru týnd, vissu börn- in ekki, en það, sem þau fundu, smakkaðist vel eftir sögusögn þeirra. Eftir tveggja stunda dvöl I hrauninu var hópurinn kallaður saman og farið inn á Lögbergi, þar sem börnin fengu heita mjóllc nreð brauði. Þegar þvi var lokið, var lagt af stað sem leið lá og alla leið upp á Sandskeið, og fóru þar franr ýnrsir skemtilegir barnaleikir. Efíir að börnin höfðu leikið sér þarna alllanga hríð var lagt af stað heinr við sönglist og kátínu litlu barnanna, og kl. 6 konru þau niður í bæinn, bros- andi út undir eyru og veifandi litlu höndunum að hverjunr veg- faranda. Þött stormur væri hérna niðri í bænunr, var gott veður þarna upp frá. Vér viljunr þakka öllunr, senr hjálpuðu til við þessa för, og sérstaklega stöðvarstjóra V'öru- bílastöðvar Islands og bifreiðar- stjórununr. Þeir sýndu í förinni sérstaka alúð og umhyggju fyrir því, að förin yrði hin ánægjuleg- asta fyrir börnin. Bifreiðarnar voru nrjög vel útbúnar og þægi- legar, og þeinr, er hafa iöngun til að lyfta sér upp út úr bæn- unr, er ráölegt að leita til ,Vöru- bílastöðvar íslands, þvi að þar er kostur á góðunr útbúnaði og unr- hyggju af bifreiðarstjóranna hálfu. Einnig viljum vér þakka bökur- unum Gísla & Kristni, Björnsbak- aríi og Alþýðubrauðgerðinni á- samt Mjólkurfélaginu, senr gáfu brauð og mjólk, og enn frenrur verzlun Jóns Þórðarsonar, senr góðfúslega lánáði glös. Kii’kjiahljómleikar Raasted — Diener. Ógleymanlegar ánægjustundir verða áheyröndum kirkjuhljómleik- ar þeirra Raasteds hins danska organleikara og þýzka fiðluleikar- ans H. Dieners. — Báðir eru þessir nrenn tignir, gáfaðir og hámentaðir listamenn, — yfirlætislausir, en sannir snillingar hvor á sinu sviði. Leitt, lrve litil hefir verið aðsóknin að hljónrleikum þeirra, og hafa þeir hljónrlistarvinir hér í bæ, senr ekki hafa sint þessum tveim tæki- færum til þess að njóta göfugrar listar, farið nrikils á nris. Raasted er fullþrosta listanraður. Hann er talinn einhver bezti organ- leikari Dana, og er það ekkert óliklegt, því að manni virðist svo, sem vart verði náð óskeikulli leikni á hljóðfærið, og nreðferð Raasteds. á tónsnríðum hinna gömlu meistara ber vott um göfugan smekk og djúptækan skilning. Diener, fiðluleikarinn, er maður kornungur, en það má ráða af ný- legunr unrnrælunr þýzkra blaða um hann, að nrjög þykir mikið til lrans konra sem fiðluleikara, og að nrik- ils er af honum vænst, — að hann nruni verða einn hinna fáu heinrs- sniliinga. — En hvað unr það, — Diener er afburða-fiðluleikari. Leikni hans er frábærilega mikil og fáguð. Tónninn nrikill, sterkur og fagur. Skilningur skýr og ákveð- inn. T. d. hefir sá, sem þetta ritar. aldrei heyrt farið jafn-snildarlega nreð »La folia« Corellis, sem Dien- er lék á fyrri hljónrleikununr í fri- kirkjunni. Heimsfrægum snillingum hefir þar orðið fingraskortur í hin- unr »teknisku« torfærum. En slíkar torfærur virtust engar vera til fyrir Diener. Eins var um »Chaconne« Bachs, senr hann lék á sunnudags- kyöldið. — Aftur á móti var senr hann íéki »utan garna« hina fögru Ariu Bachs, á G-strengnum, — hvernig senr á því lrefir staðið. Nú fá menn að heyra til hans betur, þvi að hann iftun ætla að halda sjalfstæða hljónrleika i Nýja Bíó á næstunni. Er það trú nrin, að hann »geri stormandi lukkú«, — eins og sagt er á Reykjavíkur- máli. T. Á. Framboð „Mgbl.“ skýrir frá þvi, að Einar Jönsson bóndi á Geldingalæk verði boðinn franr af hálfu íhaldsins í Rangárvallasýslu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.