Alþýðublaðið - 31.08.1926, Side 2

Alþýðublaðið - 31.08.1926, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ [alþýðublabið I 2 kemur ut á hverjum virkum degi. t IAfgreiðsla í Alpýðuhúsinu við l Hveriisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. t til kl. 7 siðd. ► j Skrifstofa á sama stað opin kl. ► i 91/?—lOVa árd. og kl. 8—9 síðd. I < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► 5 (skrifstofan). ► j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► i mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ► J hver mm. eindálka. f < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ► | (i sama húsi, sömu símar). | 4 ____ __________► Mesfa nauðsynin. Samtök og samheldni. Aldrei nokkru sinni verður of mjög brýnt fyrir alpýðu, að mesta nauðsyn hennar er að auka, efla og vernda samtök sín. Alþýðu- stéttin er stórveldi í landinu, því að til hennar teljast að minsta kosti þrír fjórðu hlutar þjóðarinn- ar. Par til teljaet allir, sem vinna fyrir 'kaUp, í hverri stöðu sem þeir eru eða atvinnustétt, — að undan teknum allra hæsí launuðu starfsmönnum ríkis og auðvalds- stofnana, sem eru trúnaðarmenn auðvaldsins, — og allir einyrkjar til sjávar og sveita, svo sem smá- atvinnurekendur í iðnaði, smá- kaupmenn, smáútvegsmenn, smá- bændur og leiguliðar í sveitum. Allir þessir menn hafa sameigin- lega hagsmuni, og það er þeim til mikils tjóns að láta andstöðu- stéttina, burgeisa, sem hefir alt annara hagsmuna að gæta, ráða lögum og lofum í landinu. Pað er líka beint ti! skammar fjölmenn- ari þjóðfélagss'téttinni, að það skuli ekki vera hún,-heldur minni- hluta-stéttin, sem hefir yfirráðin og skipar þjóðmálunum til hags- muna fyrir sig og sína. Með því er meginregla þjóðræðisins, að meiri hlutinn skuli ráða, fótum troðin. Pað hæfir ekki í þjóð- fxjálsu Iandi, að fáeinir menn leggi t. d. svo að segja öll út- gjöld til almennra þarfa á bak þeirra, sem fátækari eru, en firri sjálfa sig því nær öllum kvöðum, svo sem niðurstaðan verður af neyzlutollastefnu auðvaldsins, þar sem þeir, sem mesta hafa ómegð- ina, greiða mest i ríkissjóð. Þetta er því óhæfilegra, sem ekki þarf annað til að ráða bót á þessu en að alþýöumenn haldi því ötullega áfram, sem þegar er vel á veg komið, að skipa sér í fýlkingu sinnar stéttar og láta ekki máltól andstöðustéttarinnar blekkja sig til að bregðast málstað stéttar- systkina sinna. Þeir, sem greinilegast finna til aðstöðu alþýðustéttarinnar í þjóð- félaginu, verkafólkjð og sjómenn- irnir, hafa bezt skilið nauðsyn þessa og eru því komnir lengst á veg. Aðrir alþýðustéttarmenn þurfa að taka þá sér til fyrir- myndar. Launafólkið í öðrum at- vinnugreinum þarf að efla enn meira þau' atvinnufélög sín, sem þegar eru til, stofna félög þar, sem þau vantar, og safna sarnan í þau öllum, sem hafa Iíka eða skylda aðstöðu. Hver, sem leggur hönd á plóginn í þessu skyni, vinnur þjóðþrifaverk líkt og end- urreisnarmennirnir á fyrri hluta síðustu aldar, svo sem Fjölnis- menn og fylgismenn Jóns Sig- urðssonar. Þá var frelsisöld borg- arastéttarinnar. Nú er samtakaöld alþýðustéttarinnar. Og jafnóðum og félögin eflast, ganga þau í samtökin sin á milli, samfélag alþýðufélaganna, Alþýðusamband íslands. Þegar slík samtök eru orðin nógu öflug, skulu menn sjá, að það verður ekki þorað að láta dýr og mikilvirk framleiðslu- tæki eins og togarana Iiggja að- gerðalaus um hábjargræÖistímann, eins og nú er gert, og þá skal það sýna sig, að alþýða kemur því skipulagi á, að verkafólk þurfi ekki að koma tómhent heim, þóít síldveiði verði talsvert lakari eitt ár en venjulega. Atvinnusamtök ein eru þó ekki nóg né heldur það eitt að koma þeim á fót og af stað. Það ríður á samheldni allrar alþýðustéttar- snnar og eigi að eins í atvinnu- málum, heldur og í stjórnmálum. í því efni getur alþýða lært af andstæðingunum. Það skal ekki skeika, þótt skoöanir og hags- munir burgeisa rekist óþyrmilega á, að þá standa þeir órjúfanlega saman gegn alþýðu, þegar kröf- um hennar er að mæta. Þá standa þeir hlið við hlið, íhalds- samir og frjálslyndir burgeisár, og þó að t. d. stórútgerðarmenn- irnir láti stjórn auðvaldsins, í- haldsstjórnina, hlifa sér nú betur en stórkaupmönnunum við álög- um, þá dettur hinum síðar nefndu ekki í hug að rjúfa stéttarsam- tökin. Þeir vita, að nú er það hagur síéttarinnar, sem um er barist. Ef stétt burgeisa sundrast, tekur alþýðustéttin við yfirráð- unum. Af þessu má alþýðustéttin læra og ber henni að læra. Hún má ekki, fremur en hinir, láta smá- vægiiegan mun á skoðunum eða hagsmunum vinna bug á sam- heldni sinni. Góð leiðbeining í því efni eru bendingar máltóla auð- valdsins um þaö, að þessir og hinir alþýðumenn eigi ekki sam- leið einhverra hluta vegna. Það þýðir ekki annað en að auðvalds- stéttiúni komi bölvanlega sam- heldni þeirra, og þá má alþýða vita, að henni er mesta nauðsynin að svara með því að gera beint hið gagnstæða við það, sem þessi máltól vilja. Karlar yptu öxlum. Þetta sumar, sem nú er bráð- um hrotið fram af stapanum, hef- ir þótt fremur sólarlítið, þoku- samt og þungbúið. Þegar það kom á „sólgeisla vængjunum breiðum“, geröu sér rnargir há- ar vonir um arðsamar athafnir í gusti og glaðri sól undir vængj- illn þess. Hjá Sumum urðu þessar vonir nokkuö skammlífar. Þær „urðu úti“, þegar fardagahretið skall yf- ir. Og þar sem slíkar vonir eru ávalt tengdar við pyngjur manna, hafa þær sennilega orðið innan- tómar og aurarnir fáir. Þegar söpgfólkið erlenda fór að flykkjast hingað, þóttust menn sjá þokuna þynnast. Þá urðu sumir gæddir svo spennandi spádóms- anda, að heilinn varð fullur af ►,aðdáun og hrifningu". Einhver sagði, að hrifningin yrði að fá útstreymi, og myndi hún_ að gagni verða. Svo fór blessað fólkið að brýna röddina. Og það fékk ósköp góð meðmæli bæði í „dúr“ og „moll“, því að þeir, sem hvöttu fólkið að hlusta, voru þaulæfðir söngva- smiðir og skildu bezt, hvað boð- ið var. Eitt var það, sem margir áttu bágt með að skilja, þegar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.