Alþýðublaðið - 31.08.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.08.1926, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Rvík samþykti á síðasta fundi að senda fyikisstjóranum í ÍMass. svo hljóðandi mótmæli: „Fulltrúaráð verklýðsfélaganna mótmælir ein- dregið yfirvofandi dómsmorði á Sacco og Vanzetti." Heiiíiskanísferð loíífarsins E>að er, svo sem kunnugt er, ekki þrautalaust að komast til norðurheimskautsins. Reyndar virð- ist það ekki heidur þrautalaust að vera kominn það, því að nú eru þeir Ellsworth og Nobile komnir í hár saman út úr því, hverjum sé að þakka, að förin hafi hepnast. EUsworth segir, að Nobile hafi verið ráðinn til að stjórna loftfarinu, en hafi ekki gert það, heldur hafi Norðmaðurinn Riiser Larsen orðið að gera það. Hins vegar segir Nobile, að Ellsworth hafi verið förinni gagnslaus, — að eins far- þegi. Seinna hafa báðir heimskauts- fararnir þö séð að sér og mæla virðulega hver um- annan. Auð- vitað skartar það illa, að hrafn- arnir kroppi hver úr öðrum augum. ípróítafréííir. Ný íþrötíaniet staðf est. FB., 30. ágúst. Stjórn íþróttasambands íslands tilkynnir: Stjórn ípróttasambands íslands hefir staðfest þessi met: 100 stikuhlaup: Garðar S. Gísla- son (í. R.) á 11,4 sek. 200 stiku hlaup: Samí á 24 sek. Hástökk með atrennu: Ósvaldur Knudsen (í. R.) á 1,70 stiku. 100 stiku sund (frjáls aðferð): Óskar J. Bergmann (I. R.) á 1 mín. 32,2 sek. 5 rasta hlaup: Jón J. Kaldal (í; R.) á 15 mín. 23 sek. t 3 rasta hlaup: Sami á 9 mín. 1,5 sek. Langstökk með atrennu: Páll S. Scheving („Týr",. Vestm.) á 6,37 stiku. íslenzkt Marapon-hlattp. 27. ágúst hljóp Magnús Guð- björnsson úr K. R. frá Kamba- brún til Reykjavikur á 3 klst, 15 mín. og 15 sek. Stinningsgola var á- móti hlauparanum, en arinars var veður mjög gott. Hann var ólúinn, er hann kom að markinu, og hefði áreiðanlega getað hlaup- ið miklu lengra. Er þetta i fyrsta skiftí, sem þreytt er Maraþon- hlaup hér á landi. Magnús er 26 ára að aldri og hefir æft þol- hlaup í 7 ár. Verður gaman að sjá hann þreyta Þingvallahlaupið 1930. IJiís dsgiiiii ®g wejfiiia. Næturlækiiir er í nótt Gunnlaugur Einarsson, Stýrimannastíg 7, sími 1693. Fulltrúaráðsfundur verður í kvöld kl. 8 '/a í Iðnó (uppi). Til umræðu eru nefndartillögur frá siðasta fundi. Fulltrúar ættu að fjöl- sækja fundinn og koma stundvíslega. Togarinn N „Draupnir"| kom iníi í gær til að skila af sér fiskileiðsögumanninum, Guðmundi Kristni, er ráðinn" er á „Ólaf". Togarinn var búinn að fá 250 körfur af fiski. Veðrið. «^8 — 2 stig. Átt ýmisleg, hægur, nema vestan-hvassviðri á Raufarhöfn. Loftvægishæð við Jan Mayen og fyrir suðvestan land. Útlit: í dag hæg- viðri. í nótt vaxandi norðanátt á Suðvesturlandi, annars fremur hæg- ur, sennilega rigning á Suðvestur- landi, en þurt á Norður- og Austur- landi (á morgun hætt við'rigningu um alt land). Skipáfréttir. „Esja" kom í morgun vestan um úr hringferð. „Botnía" kom laust fyrir hádegiað norðan. „Gullfoss" á að fara í kvöld. Oengi erlendra mynta i dðg: Sterlingspund.....kr. 22,15 100 kr. danskar'. . . . — 121,24 100 kr. sænskar . . . . — 122,27 100 kr. norskar . . . . — 100,14 Dollar.......— 4,57 V4 100 frankar franskir. . . — 13,40 100 gyllini hollenzk . . — 183,31 100 gullmörk þýzk... — 108,93 „Iðnskóli og framhaldsnám" heitir fróðlegt og eftirtektarvert erindi eftir Jón Öfeigsson mentaskóla- kennara, sem birt et í nýútkðmnu hefti íii „Tímariti Verkfræðingafélags -ís- lands". Auk fjess eru í heftinu smá- vegis frá Alþingi o. fl. Simskeytagjöld lækka. Svo sem sjá má á auglýsingu frá landssímanum í gær i blaðínu, eiga símskeytagjöld til útlanda að lækka um 16—22»/o" frá 1. september. ¥eggféðnr. Kðffiið og iítið á nýju ges>ð" irsiar, sem komn með Lag- arfossi síðast. — Úrvalið hefir aldiei fyrr verið jafn-fjölbreytt. Verðið er lágt. — Panelpappi, Maskinupappi, Strigi. Málniisg s Zinkhvíta, blýhvíta, fernisolía, jap- anlakk, terpentina, þurkefni o. fí. Löguð málning, búin til daglega, að eins bezta efni notað. Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20 B. Sími 830. Sími 830. GengiS frá Klapparstig. Föt saumuð og pressuð mjög ódýrt. 1. flokks vinna. Einnig ódýrust upp- setning á skinnum. Valgeir Kristjáns- son klæðskeri, Grettisgötu 56. Kvenkápa, sem var skilin eftir í tjaldi í skemtifðr Jafnaðarmannafé- lags íslands, liggur á afgr. blaðsins. Eigandi vitji hennar gegn greiðslu þessar auglýsingar. Liílum bakpoka tapaði drengur í berjaförinni. Skilist á af^reiðsluna. Frá Alpyðubrauðgerðinni. Vínar- brauð fást strax ki. 8 á morgnana. Verzlið við Vikarf Það verður notadrýgst. Riklingur, hertur karfi, ýsa og smáfiskur. Kaupfélagið. Mjólk og rjómi fæst í Alpýðubrauð- gerðirmi á Laugavegi 61. i Alpýðuflokksfólk! Athugið, að auglýsingar eru fréttirl Auglýsið því í Alpýðublaðinu. Mjolk og Kjómi er selt dagiega i brauðsðlubúðinni á Grettisgðtu 2. Simi 1164. Veggmyndir, fallegar og ódýrar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Niðursoðnir ávextir beztir og ódýrastir í Kaupfélaginu. Utbveiðið Alþýðublaðið! ' 896 ár £ eru i dag frá Stiklastaða-orrustu i Noregi, par sem , Ólafur hinn helgi Haraldsson féll, en 198 ár frá fæðingu Jóns Eiríkssonar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjðrn Halldórsson. Alþýðuprentsmlðjaa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.