Alþýðublaðið - 01.09.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.09.1926, Blaðsíða 1
ublaðið Gefið úi Alpýdiiflokknum 1926. Miðvikudaginn 1. september. 202. tölublað. Erleisd ssisáskeytl. Khðfn, FB., 31. ágúst. Spánn hótar Þjóðabandalaginu. Frá Lundúnum, er sírnað, að Spánn hóti því að segja^, sig úr Þjóðabandaiaginu, ef krafa hans viðvíkjandi Tanger verði feld. Þjöðverji syjrdir yfir Erinarsund og seíur nýtí met. Frá Lundúnum er símað, að Þjóðverjinn Wierkötter hafi synt yfir Ermarsund á tólf og hálfri stundu, og hefir enginn áður synt» yfir Ermarsund á jofnskömmum tíma. Ófriðarhætta aí einræðisríkjun' um Italíu og Spáni. Frá París er símað, að róttæ.ku blöðin þar í borginni líti svo á, að Mussolini standi á bak vnð bægslagang Spánverja í Tanger- málinu, en Mussolini hafi pað eitt í huga að tvístra Þjóðabandalag- inu. Blaðið „Figaro" lítur svo á, að friðurinn í álfunni sé í' stór- hættu vegna Tangermálsins. Sá orðrómur leikur á, að spænsk her- skip séu á leiðinni til Tanger. Símasambandi við Spán er slitið, og fregnir allar eru óljósar. En ástandið virðist alvarlegt. Liðs- foringjar, sem eru skoðanaand- stæðingar og fjandmenn Rivera, hafa orðið uppvísir að því, að hafa bruggað ráð um nýja bylt- ingatilraun. Hermatasai Dieiaer, fiðlusnillingurinn, sem um var getið hér í blaðinu i gær, heldur hljómleika>í Nýja Bíó á morgun (fimtudag), en frú Valborg Ein- arsson leikur undir á flýgil. Það ætti að vera óparft að hvetjá menn tíl að sækja þessa hljöm- teika, — þött raunar virðist svo, sem einhver deyfð sé yfir hljóm- listarv i um hér um þessar mundir, hverju sem það sæíir. En Diener hefir þegar heillað hugi þeirra, seni á hann hafa hlýtt á kirkju- hljómieikunum, — og er það margfalt ír.eira viröi en biaðaloí, sem stundum er misjafnlega að marki hafandi. Skýrt dæmi um einlægri Dieners sem listamanns er þa.e, að hann hefir gefið mönn- um færi á að sannreyna, að hann mpira en efnir það, sem lofað er, cíðitr en hann efnir til sjálfstæðra hljómleika. — Geta því allir vitað, — þótt þeir ekki treystu blaða- dómum, — að hér er á ferðinni listamaður úr fiemsta flokki, sem fær er'að túlka hina dýrustu list. Þess má gota í fréttaskyni, að Diener leikur á kostafiðlu, afar- dýra; — sagt er, að hún hafi kostað 18 eða 20 þúsund guJl- marka. Gerir þaö leik hans enn unaöslegri, að hann hefir svo góð- an grip i höndunr. Og telja má hann hami'ngjusaman að hafa eignast svo göfugt hljóðfæri, því að oft er það um fátæka snill- inga, að þeir „ná sér aldrei niðri" sökum þess, að þeir geta aldrei eignast góö hljóðfæri. Um marga má þó auðvitaö segja, að „árinni kenni illur ræðariV T. Á. Hermann Diener fiðiusmllmpF frá Heidelberg Hljömleikar 2. sepíember M. 7 V2 í Nýja Bíó. ¥!ðfangsefni: Beethoven: Conzert fiir Vi- oline og fleira. Frú ¥. Einarsson spilar nníllr. Aðgöngumiða á kr. 2.00 og 3.00 má panta nn Jseg- ar I Hijéðfærahúsinu, simi 656 og hjá Katrínu Viðar. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við landlækninn.) Nýlega veiktist tvent hér í bæ af barnaveiki. Á Isalirði hefir tauga- veiki komið upp í einu húsi, og eru þar þrír sjúldingar. Övíst er enn um upptök hennar nú. Annars er lieilsufar yfirleitt gott. um alt land. .4. Bannlagabrot. Læknarnjr Eirikur Kjerulf og Halldór G. Stefánsson og lyfsalinn á ísafirði hafa allir enn á ný verið ■kærðir fyrir bannalagabrot, lækn- arnir fyrir ólögiega vínávísanasölu, en lyfsalinn fyrir að selja brenni- vin eftir seðium pessum. Kærandinn er lögregluþjónninn á fsafirði. 1 35. tbl. Skutuls, s. 1. föstudag, er rösk- leg grein um ináliö og hei'tir „Þjóf- urinn í krókbekknum“. Guðinundur Björnsson landlæknir fer um næstu helgi með „Novu“ vestur um land og norður til Ak- ureyrar. Þaðan fer hann til Aust- fjarða. Skipafréttlr. „Gullfoss" fór utan í gærkveldi. Sementsskip kom í morgun iil Hall- gríms Benediktssonar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.