Alþýðublaðið - 01.09.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
menn, prír • kosnir af flokksstjórn
jafnaðarmanna, einn kosinn af
sambandsstjórn verklýðsfélaganna
og einn af erfingjum Brantings
fyrst um sinn. Arðinum af sjóðn-
um á að verja til að styrkja
ungt fólk, karla og konur, er
áhuga hafa fyrir framgangi al-
pýðuhreyfingarinnar, til að afla
sér nauðsynlegrar mentunar í
peim efnum, til styrktar félags-
málarannsóknum, sérstaklega á-
hrærandi verkalýðshreyfinguna og
jafnaðarstefnuna og til útgáfu
rita um árangur slikra rannsókna.
Mikill fjöldi sænskra alþýðufé-
laga styrkir sjóðinn með tillög-
um. Sjóðurinn var 31. júlí s. 1.
orðinn kr. 100536,96 sænskar.
Um dagfinn og vegíim.
Næturlæknir
er í rjótt Ölafur Gunnarsson,
Laugavegi 16, sími. 272.
Grátt af snjó
gerði í fyrra dag lengst niður í
fjallahlíðar — nærri niður að engj-
um — vestur í Önundarfirði.
Úr sildarvinnunni
nyrðra er fólkið nú pegar farið
að koma heim aftur hingað. Hefir
lítið orðið í aðra hönd hjá mörg-
um, sem hana hafa stundað, svo að
allmargir koma tómhentir heim eða
með sáralítinn afgang. Hins vegar
lítur út fyrir gott verð á síldinni.
ísfisksala.
Togarinn „Belgaum" seldi afla
sinn í Englandi í gær fyrir 1327
sterlingspund. Síðan fór hann til
Belgíu til að fá kol.
Gengi erlendra mynta í dag:
Sterlingspund.... . kr. 22,15
100 kr. danskar . . . . — 121,24
100 kr. sænskar . . . . —- 122,27
100 kr. norskar . . . . — 100,14
Dollar . . ... . . — 4,57 V4
100 frankar franskir. . . — 13,64
100 gyllini hollenzk . . — 183,31
100 gullmörk pýzk. . . — 108,87
56 ár
eru í dag síðan Napóleon 3. gafst
upp fyrir Prússum yið Sedan.
Yfirritari Hjálpræðishersíns
í Danmörku, A. J. Benwell, er á
ferð hér á landi og nú staddur á
Austfjprðum. Hans er von hingað
með Islandi.
Dánarfrétt.
Ingimundur Sveinsson fiðluleikari
andaðist hér í bænum í fyrri nótt.
Áheit til Strandarkirkju,
afhent Alpýðublaðinu: Frá S.
kr. 10,00.
A.
Veðrið.
Hiti 10—7 stig. Átt víðast austlæg.
Snarpur vindur i Vestmannaeyjum.
Annars víðast hægviðri. Regn syðra.
Annars staðar þurt. Loftvægislægð
fyrir suðvestan land. Otlit: Hægviðri
Ferðafoskur
allar stærðir, mjög ódýrar
verzl. „Alfa"
Bankastræti 14.
Simi 1715. Sirai 1715.
og þurt á Norðausturlandi. Aimars
staðar regn. Allhvast á- Suðvestur-
landi. Framhaldandi regn í nótt, all-
hvöss austanátt á Suðvestur- og
Suðaustur-landi. ,
Vigsla sjúkrahúss
kaþólska trúboðsins i Hafnarfirði
fer fram á sunnudaginn kemur kl.
4 síðd.
Jón Þorláksson
ætlar bráðlega að flytja i ráð-
herrahúsið, en Sigurður Eggerz
verður að víkja paðan.
„Dýraverndarinn".
Grétar Fells er orðinn ritstjóri
hans í stað Jóns heitins Þórarins-
sonar fræðslumálastjóra. M. a. flyt-
ur síðasta tbl. æfintýri eftir Sigur-
jón Jónsson skáld. Heitir það
„Fjallaálfurinn".
Ósæmileg aðdráttun.
„Mgbl." dróttar pví að Veðurstof-
unni, að þar fari veðurspár eftir
pví,' sem á veðurfræðingunum liggur
í það og það skiftið.
Einar ská'aglam: Húsið við Norðurá.
honum úpp á fimta' loft og benti á dyr.
Johnson barði og gekk inn.
Þar stóð kona við borð og var að sterkja
lín. Hann pekti hana aftur; pað var konan
á myndinni, og til frekari fullvissu stóð sama
myndin í umgerð á arinhyllunni.
„Þér eruð Mrs. Maxwell," sagði Johnson.
Konan játaði pví, en Johnson sag.ði til sin
og erindi sitt.
Þegar hann fór að tala um lát mannsins
hennar, fór hún að gráta og sagði svo hálf-
kjökrandi frá, hvernig pað hefði að höndum
borið:
,^Herdeildin, sem Maxwell var í, lá hjá
Dinant. Höfuðsmaðurinn hét Owen," sagði
konan.
Goodmann Johnson hrökk í harða kút,
pegar hann heyrði nafnið Owen. Það glaðn-
aði yfir honum. Nú var kann ske að rofa til.
^Owen?" hváði hann.
ý,Já, Owen," sagði hún. „Maðurinn minn
sálugi var skósveinn hans. Svo var pað 9.
nóvember 1917, að herdéildinni var skipao
til atlögu á pýzka skotgröf. Meðan á at-
lögunni stóð, kom pýzk sprengikúla, og Ow-
en og maðurinn minn urðu fyrir henni og
féllu báðir."
Gleðin, sem hafði brugðið fyrir á andliti
Johnsons, pegar hann heyrði Owen nefndan,
stóð par ekki lengi við. Þegar hann heyrði,
að Owen væri íallinn, var henrti lokið. Þetta
hJaut að vera einhver alt annar Owen en sá,
sem hafði skrifað plöggin, sem hann hafði
fundið uppi í Borgarfirði, og Maxwell pessi
var auðvitað alt annar en sá, sem drukkn-
(aði í Borgarfirði. Hann hlaut að verarhlaup-
inn í gönur. Alt var því að kenna, að til-
viljunin hafði fundið upp á pví að láta
nöfn mannanna flækjast svona skrítilega
saman. Og honum lá við að kasta öllu frá
sér.
En pví hafði pá myndin af pessum Max-
wéll, sem var morðinu í húsinu við Norðurá
Húsið við NorOnrá
kemur út sérprentað i haust. Gerist áskrifend-
ur strax á afgreiðslu blaðsins.