Alþýðublaðið - 02.09.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.09.1926, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið tiiefið raf af AlpýðiaflokkMiam 1926. Fimtudaginn 2. september. 203. tölublað.' Ný berjafðr. Ef yeður leyfir, verður á morgun íarið aftur á berjamó með fátæk börn að tilhlutun Vörubilastöðvar íslands og Alpýðublaðsins. 100 börn geta tekið pátt í förinni. Farseðla 'sé vitjað í dag á af- greiðslu Alpýðublaðsins. Lagt verður af stað kl. 10 frá Alpýðu- húsinu. Eröend símskeyiL ' Khöfn. FB., 1. sept. ítölsk utanr'ikismál. Frá Lundúnum er simað, að Mus- solini hafi lýst yfir pví, að sam- vinna sé aðalatriðið í ítölskum utanríkismálum. Ástandið á Spáni. Frá París er símað, að ógerning- ur, sé að skapa sér greinilega hug- mynd um ástandið á Spáni, vegna skeytaeftirlitsins. Talið er víst, að Rivera sé valtur í sessi vegna innanlandsdeilna. Khöfn, FB. 2. sept. Miklir landskjálftar. Borg eyðist. Frá Lundúaum er símað, að smiklir landskjálftar séu á Azor- eyjum, og hafi bærinn Horta lagst í eyði og margir beðið bana. Farþegaskip sekkur. Frá Leningrád er simað, að i-ússneskt farþegaskip hafi sokkið nálægt Kronstadt og 150 ménn drukknað. Siðmenning auðvaldsins. Rúmið i búrinu. Ekkí þreytast auðvaldsblí>ðin mni allan heim á að endurtaka sífelt sömu lygarnar um ráð- stjórnar-Rússland, og „Moggi" Mér með tilkynnist vinum o§g vandamönnum, áð Öiafía IsórarinsdóttiF, Mörðnvöiiram við Hafnarfjörð, andaðist miðvikudag 1. fi. m. Jarðarfðrin ákveðin síðar. iSLðstandenalur. ' heykist ekki heldur á að halda pví áfram, pótt íhaldsstjórnin ís- lenzka sé nú búin að viðurkenna 'rússnesku verklýðsstjórnina að lögum. Það væri því einu sinni rétt ap draga upp sanna smá- mynd frá peirri siömenningú, sem pau eru að verja og troða upp a aðrar þióoir. í borginni Bombay í Indlandi gefur að líta í stræti einu, er Grent-Road nefhist, 900 — níu hundrud — naktar konur sitja í járnbúrum undir eftirliti brezkrar lögreglu, og yfir þeim blaktir hinn brezki fáni hans hátignar Georgs konungs. Gegn um mitt strætið ganga sporvagnarnir. Béggja megin við pá eru búrin sett. I hverju peirra sitja 6 konur. Flestar eru pær indverskar eða japanskar. Þá gef- ur par og að líta franskar, pýzk- ar, rúmenskar og rússneskar kon- ur. Það vantar að eins enskar og amerískar. í hverju búri eru tvö óhrein rúm, stundum að eins eitt. Frammi fyrir búrunum nema peir, sem fram hjá ganga, oft staðar 6g horfa inn í pau, sem værh peir í dýragarði — eða kjötbúð. Þóknist mönnum einhver peirra, sem inni eru, pá borga menn 40 aura; eftirlitsmaðurinn opnar og hleypir „gestinum" inn til kvenn- anna. Alt, sem nú fer fram, á sér stað í allra augsýn, sem pyrp- ast að fyrir framan. Á laugardagskvöldum standa fyrir framan búrin 'langar raðir. Þar standa Indverjar, Kínverjar, hásetar ' — og kvenmaður á 40 aura! En engin ensk! Fulltrúi Englands á pessu pingi er lög- regluþjónninn, sem sér um reglu á röðunum og fer með pá í fapg- elsi, sem greiða gjaldið í falskri myrit. ,Og parna á ekkert lækniseftir- lit sér stað; engin reglugerð "er samin unj rekstur pessa fyrirtæk- j is; — pað erú bara kvenmenn í búri, brezkur lögreglupjónn og skattur til brezka ríkisins. Og við hornið á Grent-Road- strætinu er indverskt leikhús. Þar má að eins leika leikrit, sem full- nægja ströngustu kröfum Eng- lendinga jafnt í póJitísku sem sið- ferðilegu tilliti. Og við hliðina — rúm í búri og kvenmaður á 40 aura. Rule Britannia! Sjönarvottar þessa eru allir í- búar Bombay-borgar, hálf önnul milljón manna. Til eru líka ljós- m'yndir af pví. En enginn dygðugur enskur trúboði, sem komið hefir heim frá Indlandi, hefir nokkurn tíma mótmælt pessu, er í Grent-Road gerist. Ekkert ihalds- eða frjáls- lynt blað í Lundúnum hefir nokk- urn tima flutt eina línu um pessa skelfingu. Áður fundu blaðamenn „Times" og annara auðvaldsblaða upp lyg- ina um „pjóðnýtingu kvenfólks- Ins" í Rússlandi og aðrar svívirð- ingar. Þann rógburð hröktu Rúss- ar prátt fyrir einangrun og and- úð „borgaralegu" blaðanna. Nú hafa blaðamenn auðvaldsins orð- ið. Sannið nú, að 900 nöktu kon- urnar í dýrabúrum Gtent-Road, séu uppspuni og ekki hreinn sannleikur! K. 87 ár er í dag frá fæðingu Hérjry Géorge, en 54 írá dánardegi N. F. S. Grundtvigs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.