Alþýðublaðið - 02.09.1926, Side 1

Alþýðublaðið - 02.09.1926, Side 1
S3és° með tilkynnist vinum og vandamðnnuin, að Ólafia X»ói*ai’insdöttir, HSrðuvollum við HafnarfijSrð, andaðist miðvikudag 1. ji. m. JarðarfSrin ákveðin síðar. Að standendur. Ný berlaför. Ef veður leyfir, verður á morgun farið aftur á berjamó með fátæk börn að tilhlutun Vörubílastöðvar íslands og Alpýðublaðsins. 100 foörn geta tekið pátt í förinni. Farseðla sé vitjað i dag á af- greiðslu Alpýðublaðsins. Lagt verður af stað kl. 10 frá Alpýðu- húsinu. ErSeiiíS sfimskeytt. Khöfn. FB., 1. sept. ítölsk utanrikismál. Frá Lundúnum er sirnað, að Mus- ■solini hafi lýst yfir pví, að sam- vinna sé aðalatriðið í itölskum utanrikismálum. Ástandið á Spáni. Frá París er símað, að ógerning- fur sé að skapa sér greinilega hug- mynd urn ástandið á Spáni, vegna skeytaeftirlitsins. Talið er vist, að Rivera sé valtur í sessi vegna innanlandsdeilna. Khöfn, FB. 2. sept. Miklir landskjálftar. Borg eyðist. Frá Lundúnum er símað, að rniklir landskjálftar séu á Azor- ■eyjum, og hafi bærinn Horta lagst í eyði og margir beðið bana. Farpegaskip sekkur. Frá Leningrad er simað, að rússneskt farpegaskip hafi sokkið nálægt Kronstadt og 150 menn drukknað. Siðmenning auðvaldsins. Rúmið i búrinu. Fkld preytast auðvaldsblöðin !iun allan heim á að. endurtaka sífelt sömu lygarnar um ráð- stjórnar-RússIand, og „Moggi“ heykist ekki heldur á að halda pví áfrarn, pótt fhaldsstjórnin ís- lenzka sé nú búin að viðurkenna rússnesku verklýðsstjórnina að lögum. Það væri pví einu sinni rétt að draga upp sanna smá- mynd frá peirri siömenningu, sem pau eru að verja og troða upp a aðrar pjóðir. í borginni Bombay í Indlandi gefur að líta i stræti einu, er Grent-Road nefhist, 900 — níii hundrud — naktar konur sitja í járnbúrum undir eftirliti brezkrar lögreglu, og yfir peim blaktir hinn brezki fáni hans hátignar Georgs konungs. Gegn um mitt strætið ganga sporvagnarnir. Beggja megin við pá eru búrin sett. f hverju peirra sitja 6 konur. Flestar eru pær indverskar eða japanskar. Þá gef- ur par og að líta franskar, pýzk- ar, rúmenskar og rússneskar kon- ur. Það vantar að eins enskar og amerískar. 1 hverju búri eru tvö óhrein rúm, stundum að eins eitt. Frammi fyrir búrunum nema peir, sem fram hjá ganga, oft staðar og horfa inn í pau, sem værú Jreir í dýragarði — eða kjötbúð. Þóknist mönnum einhver peirra, sem inni eru, pá borga menn 40 aura; eftirlitsmaðurinn opnar og hleypir „gestinum" inn til kvenn- anna. Alt, sem nú fer fram, á sér stað í allra augsýn, sem pyrp- ast að fyrir framan. Á laugardagskvöldum standa fyrir framan búrin langar raðir. Þar standa Indverjar, Kínverjar, hásetar ' — og kvenmaður á 40 aura! En engin ensk! Fulltrúi Englands á pessu pingi er lög- reglupjónninn, sem sér um reglu á röðunum og fer með pá í fang- elsi, sem greiða gjaldið í falskri mýnt. Og parna á ekkert lækniseftir- lit sér stað; engin regiugerð 'ér samin unt rekst-ur pessa fyrirtæk- is; —:: pað eru bara kvenmenn í búri, brezkur lögreglupjónn og skattur til brezka ríkisins. Og við hornið á Grent-Road- strætinu er indverskt leikhús. Þa’r má að eins leika leikrit, sem full- nægja ströngustu kröfum Eng- lendinga jafnt i pólitísku sem sið- ferðilegu tilliti. Og við hliðina — rúm í búri og kvenmaður á 40 aura. Ruie Britannia! Sjónarvottar pessa eru allir í- búar Bombay-borgar, hálf önnuí milljón manna. Til eru líka Ijós- myndir af pví. En enginn dygðugur enskur trúboði, sem komið hefir heim frá Indlandi, hefir nokkurn tíma mótmælt pessu, er í Grent-Road gerist. Ekkert íhalds- eða frjáls- lynt blað í Lundúnum hefir nokk- urn tíma flutt eina línu um þessa skelfingu. Áður fundu blaðamenn „Times“ og annara auðvaldsblaða upp lyg- ina um „pjóðnýtingu kvenfólks- ins“ í Rússlandi og aðrar svívirð- ingar. Þann rógburð hröktu Rúss- ar þrátt fyrir einangrun og and- úð „borgaralegu“ blaðanna. Nú hafa biaðamenn auðvaldsins qrð- ið. Sannið nú, að 900 nöktu kon- urnar í dýrabúrum Grent-Road séu uppspuni og ekki hreinn sannleikur! K. 87 ár er i dag frá fæðingu Hepry Géorge, en 54 frá dánardegi N. F. S. Grundtvigs.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.