Alþýðublaðið - 02.09.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.09.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ jALÞÝÐUBIAÐIÐj j kemur út á hverjum virkum degi. ► J Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við | j Hverfisgötu 8 opin írá kl, 9 árd. ► J til kl. 7 siðd. . í < Skrifstofa á sama stað opin kl. ► I5 9»/a—ÍOVa árd. og kl. 8—9 siðd. { Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). > Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 > j hver mm. eindálka. [ < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan I j (i sama húsi, sömu símar). ► < _____ ___________________ ► Jarðeign og fátækt. Laust fyrir 1880 kom út bók ein í Vesturheimi: „Framfarir og fátækt“, eftir Henry George. Höf. var þá miðaldramaður og lítt þektur. Síðan er nafn hans orðið víðfrægt, og kenningar hans hafa unnið fylgjenclur í öllum n?enn- ingarlöndum. Bók þessi vakti þegar afarmikla eftirtekt. Má jafnvel segja, að hún réði straumhvörfum í hugsunar- hætti manna um þjóðfélagsmál. Orsökin var sú, að hér var úr- lausnarefnið: fátœkt, athugað og rökrætt frá sjónarmiðum, er þá voru ný og ókunn. Fram að þeim tíma höfðu menn litið svo á, að fátækt einstakling- anna .yæri ekkert annað en’sjálf- skaparvíti. Hún stafaði eingöngu. af því, að þessir menn væru öðr- urn ónýtari að hafa sig áfram. Það, að sumir ættu við fátækt og þröng kjör að búa, kæmi bara af þeirra eigin dugleysi og leti. Borð náttúrunnar væri vanhlaðið af vistum og hver yrði að krafsa til sín eftir mætti. Að eins þeir dug- legustu gætu fengið nægju sína, og einhverjir yrðu ávalt að verða út undan. Að sumir væru rikir og aðrir snauðir væri því ekkert ann- að en einfalt náttúrulögniál, sem engin breyting gæti á orðið, nema með því einu móti að auka fram- leiðsluna svo mikið, að nóg yrði handa öllum, — ef það væri þá unt. Hér kemur nú Henry George og setur fram staðhæfingar, sem fóru í algerðan bága við fyrri tíma skoðanir. Að minsta kosti höfðu þær aldrei fyrr verið sagðar jafn- skýrt og það, sem meira var, undir byggðar með jafnóhrekj- andi rökum. Það sýnir sig, heldur George fram, og hefir sýnt sig á öllum tímum, að því meira sem framleiðslan , eykst, þvx stórstíg- ari sem framfarirnar verða, því svartari verður og örbirgðin og eymdin. Það er .samhengi á milli framfara og fátæktar gegn um alla söguna. Með aukinni frarn- leiðslu og vaxandi auðlegð fylgir örbirgðin og neyðiþ eins og skugginn sólinni. Er nú þetta forsjón guðs eða náttúrulögmál, sem ekki er hægt að hreyfa við? Eða er það mönn- unum sjálfum að kenna? Þessari síðustu spurningu svar ar Henry George hiklaust játandi. Mennirnir hafa einmitt rofið lög- mál náttúrunnar og með því skap- að það ástand, er þeir eiga við að búa. Forsjónin gaf þeim sólina, loft- ið, hafið og jörðina til sameigin- legra afnota. Sólin skín yfir rétt- láta og rangláta, loftinu öndunx við öll að okkur ókeypis, og haf- ið er öllum frjálst, sem út á það vilja fara. En hvernig er því farið með jörðina? Jú; á hana hafa ein- stakir menn kastað eign sinni. Hún gengur kaupum og sölurn. Einn maður getur meinað öðrum að njóta ávaxta hennar. Þar ligg- ur hundurinn grafinn. Jörðin er alls staðar og á öllum tímum aðalframJeiðsluIindin, auðs- uppsprettan. Samkvæmt lögum náttúrunnar tilheyrir hún öllurn, á sama hátt og loftið, hafið og sól- in. En þessari náttúrugjöf hafa mennirnir stolið og rænt. Þeir hafa rænt henni frá náttúrunni og frá meðbræðrum sínum. Þeir hafa Ieitt í lög eignarrétt einstaklinga yfir jörðinni, og þessir einstak- lingar nota nú þennan þjófarétt sinn til okurs og alls konar kúg- unar gagnvart þeim félögum sin- um, er ekki hafa fengið hlut- deild í ráninu. Þess vegna fylgjast framfarir og fátækt að. Því meir sem jörð- in framleiðir við ræktun og aðrar umbætur, því meir eykst verðgildi hennar. Hún hækkar í verði. Og þar sem jörðin hefir verið gerð að verzlunarvöru, rennur sá á- góði, er af verðhækkuninni flýtur, í vasa þeirra, sem eru svo heppn- ir að eiga hana. Hinum, sem út undan hafa orðið, veitir æ örð- ugra að ná sér í jarðarblett til þess að framfleyta lífi sínu á. Þeir verða annaðhvort að leigjá af eigenclunum með afarkostum og þannig óbeinlínis vinna fyrir þá, eða þeir verða neyddir til áð ganga beinlínis í þjónustu eig- endanna og yrkja jörð þeirra gegn daglaunum. Því allir verða að síðustu að lifa á jörðinni og því, sem hún framleiðir, — á einhvern hátt. Á þenna hátt skapast það á- stand, er alls staðar blasir við augum vorum. Öðrum megin vax- andi auðlegð, hinum megin vax- andi eymd. Öðrum megin 'herrar, hinuiú megin þræl- ar. Og herrarnir láta þrælana vinna fyrir sig fyrir umsamið kaup, og stinga miklum hluta af arðinum af vinnu þeirra í sinn eigin vasa. Og þrælarnir eiga að sínu leyti einskis úrkostar ann- ars en að ganga í þjónustu hinna og láta þá skamta sér úr hnefa. í þessu liggur, að áliti Georges, aðal-undirrótin að þjóðfélags- meinurn vorra tiiua. Þaðan stafar misréttið og ójöfnuður sá um lífs- kjör manna, er hvarvetna mætir auganu. Fátækt mannanna er ekk- ert annað en hefnd náttúrunnar fyrir það, að þeir hafa brotið lög hennar. Það ér villa, að halda, að fátæktin stafi af leti og ómensku einstaklinga. Auðvit- að getur hún stafað af því í einstökum tilfellum, en þau til- felli heyra frekar til undantekn- inganna. Við sjáum einmitt, að það eru þeir, sem vinna mest, sem eru fátækastir. Fátæktinni verð- ur aldrei útrýmt xueð öðru móti en að breyta skipulaginu. Auknar framfarir, aukin framleiðsla gera að eins ilt verra, eins og nú er ástatt. Við það eykst bara ör- birgðin enn xueira, að sama skapi sem auðlegðin vex hinum meg- in. Andstæðurnar koma að eins greinilegar í Ijós, og gjáin, sem skilur stéttirnar, verður æ breið- ari og dýpri. Veðrið. Hiti 10 — 7 stig. Átt austlæg, víðast fremur hæg. Dálítið regn á Austfjörð- um (Seyðisfirði), en þurt annarsstaðar. Loftvægislægð við Suðausturland. Útlit: Austlæg átt. Hægviðri og þurt á Vestur- og Norður-landi í dag og sennilega einnig þurt i nótt. Regn á. Suður- og Austur-landi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.