Alþýðublaðið - 03.09.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 03.09.1926, Page 1
Alpýðublaðið ©eflð út af Alpýðaiflokknuiis 1926. Föstudagmn 3. sepfember. 204. tölublað. ffér með tilkyimist vinum og vandantonnum, að minn elskuiegi unnusti Ingimundur^ Sveinsson fiðlu> leikari andaðist 31. f. m. Jarðarförin auglýst síðar. Jónina S. Jónsdóttir. Nefnd kosin s foæjjarstjórn. Á bæjarstjórnaríundi í gær flutti Héöinn Valdimarsson svo hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórnin ályktar að kjósa 5' manna nefnd til að íhugá-og koma með tillögur um ráðstafanir gegn atvinnuleysi í bænum.“ Var haft nafnakaíí um tiilöguna- að ósk Haraids Guð- mundssonar. Var hún samþykt með 12 samhljóða atkvæðum þeirra Ág. Jós., Hallbj.,. Har. Guöm., Héðins, Öl. Fr., St. J. St., Guðm. Ás., H. Bén., Jóns Ás., Jónatans, P. Halid. og Þ. Sv., en Bj. Ól. sat hjá. í nefndina voru kosnir hiutfallskosningu: Héðinn og Ág. Jós. af lista jafnaðar- manna, en borgarstj., Jón Ásbj. og Þ. Sv. af lista meiri hlutans. ©pfiemd s&mskeyfi. Khöfn, FB., 2. sept. Þjóðabandalagið. Nefndartillögur um föstu sætin. Frá Genf er símað, að nefnd sú, sem Þjóðabandalagið kaus til pess að athuga ^kröfur um föst sæti í ráði bandalagsins og leggja fram álit sitt um þær, hafi felt að inælá með . kröfu spænsku stjórnarinnar um, að Spánn féngi fast fulltrúasæti í ráðinu. Nefnd- in liefir hins vegar komið fram með tiilögur um, að bætt verði við þremur nýjum fulltrúum í láðið, en jafnframt vill nefndin láta ákveða, að sú tilhögun sé að eins tii bráðabirgða. Þær Jrjóðir, er fái að senda þessa þrjá nýju fulltrúa í ráðið, fái ekki föst sæti í því. Pólverjar hafa fallist á til- lögur nefndarinnar. Járnbrautarslys á Spáni. Frá Barcelona er símað, að járnbrautarsiys hafi orðið skamt frá borginni. Fjörutíu menn biðu bana. Khöfn, FB., 3. sept. Gagnbyltingin i Grikklandi. Fyrri byltingastjórnin kærð fyr> ir landráð. Frá Berlín er símað, að fullvist sé, að Pangalos og allir ráðherr- arnir í stjórn hans verði ákærðir fyrir landráð. Heldur nú verandi stjórn því fram, að airæðisstjórn Pangalos hafi aldrei verið viður- kend ai' þjóðinni, og grundvali- ast landráðakæran á því. Menn búast við því, að Pángalos og ráðherrar hans verði dæmdir til lífiáts öðrum tii viðvörunar. Berjaförin, sem ráðgerð var í dag, gat ekki orðið farin sakir votviðris. Farið verður á morgun, ef þurt veður verður, en annars næsta vjrkan þur- viðrisdag eftir helgina. Mislingar eru nú horfnir úr landinu eftir tveggja ára dvöl, segir landlækn- irinn. Voru þeir síðast í Seyðis- fjarðarhéraði. Ódýrar Þingvallaferðir. Vörubílastöð Islands biður Al- þýðublaðið að skila því til ferða- fúsra lesenda, að hún býður bezt fáanleg kjör í Þingvallaferðum. Á- form stöðvarinnar er þetta: Lagt sé af stað úr bænum kl. 8 á laugar- dagskvöld og gist í Valhöll um nóttina. Þar fær fólkið máltíð einu sinni og einu sinni kaffi, og kostar þetta alt saman 11 krónur, farið, gisting, matur og kaffi; á sunnudagskvöldið sé haldið heim. Þannig kjör geta menn fengið, hvenær sem er, en helzt þurfa menn að samlaga sig um bifreið. 99 ár eru í dng frá fæðingu Gísla Brynjólfssonar skálds. Hermann Diener íiðlusnílllngur frá Meidelbei'9 HijémleikaF mwiK'Mð kwlllcl (4. september) kl. 7 Vs i Nýja Bió. ¥lð£angsef ni: Beethoven: Conzert fiir Vi- oline ogjfleira. M V. Einarsson spilar undir. i Sðgöngumiðar: Það, sem óselt er, verður selt i Hljóðfærahúsinu (sími 656) og hjá Katrinu Viðar (simi 1815.) Klæðskeravinnu- stofa min verður framvegis á Lauga- vegi 58. Ef þið þurfið að fá saurnuð föt, þá er það hvergi eins ódýrt. Föt sauntuð með tilleggi fyrir kr. 75.00, ef til vill ódýrara. — Föt pressuð ódýrt. Ef þið komið með föt og frakka, þá fáið þið frakk- ann pressaðan fyrir hálfvirði. Valgeir Kristjánsson, klæðskeri, Laugavegi 58. Sími 1658.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.