Alþýðublaðið - 04.09.1926, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ALÞÝÐUII.LAttIB
kemur út á hverjum virkum dggi.
Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu 8 opin írá kl, 9 árd.
til kl. 7 siðd.
Skrifstofa á sama stað opin kl.
9V9 — 10V-2 árd. og kl. 8-9 siðd.
Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294
(skrifstofan).
Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á
mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15
hver nmi. eindálka.
Prentsraiðja: Alþýðuprentsmiðjan
(i sania húsi, söniu simar).
I
Fjórða kjördæmið,
sem kjósa ber pingmann
fyrir i haust.
Svo sem skýrt var frá hér í
blaðinu í gær, hefir þingmanna-
kosning verið ákveðin 1. vetrar-
dag í þremur "kjördæmum. Um
kosningu þingmanns fyrir Isa-
fjarðarkaupstað hefir enn ekkert
verið auglýst. En hvað segir
Landsbankastjórnin? Ætlar hún
að láta sömu reglur gilda um alla
útibússtjórana eða ætlar hún að
brjóta rétt. á sumum þeirra með
því að láta það viðgangast, að
Sigurjón Jónsson sé bæði alþing-
ismaður og útibússtjóri bankans,
eftir það, sem á undan er gengið?
Geta þeir Eiríkur Einarsson og
Jón A. Jónsson þagað við því, ef
þeir fá ekki að vera bæði alþing-
ismenn og útibússtjórar, en Sig-
urjóni Jónssyni er leyft það? Mun
alþjóð þola, að slík rangsleitni sé
í frammi höfð? Getur jafnvel Sig-
urjón Jónsson sjálfur tekið' þátt í
slíku xangindaspili, enda þótt
stjórnin skjálfi á beinunum af
ótta við að verða i minni hluta á
alþingi? - '
Wltfipriitgar.
Jafnaíarinannablaíið „Skutull"
á ísafirði, sem séra Guðmundur
Guðmundsson frá Gufudal er rit-
stjóri að, ílyíur eftirfarandi grein
27. f. m. Eftir formáJa blaðsins
mun því þægð í, að hún komi
sem fiéstum fyrir sjónir, enda á
hún ekki sízt erindi til Reykvík-
inga, og því er hún tekin hér
upp.
Kafli úr bók Larsen-Ledets og
Haralds Bergstedts: „Galskabens
Land", sem miklum hneyksluin hefir
valdið í Danmörku fyrir það, hve
hlífðarlaust hún flettir ofan áf við-
bjóðslegu drykkjuslarki og - óiifnaði
heldra fólksins þar í landi. Bókin
kom út í íyrra. Húri er' prýðílega
samin.
Þýðingin á þessum kafla er til-
einkuð því heldra fólki hér, sem
tekur þátt i svo neindum Aasbergs-
gildum og öðrum slíkum samkvæm-
um. Enn fremur þeim, sem vinna
sér þaö til auðvirðilegs fjárplógs
aö ausa út áfengi í þessum bæ,
viðhaldandi með því slarki og ó-
lifnaði, gerandi engah ungling ó-
hultan, fótum troðandi landslög og
rétt, þverbrjótandi eiða sina og
drengskaparheit, svívirðandi emb-
ætti sin og kunnáttu, vel vitandi,
hvað þeir eru að gera. Einnig og
miklu fremur þeim sieinsofandi eða
klækifullu yfirvöldum, æðri og
lægri, sem ýmist sjá ekki eða þykj-'
ast ekki sjá ósómann, en láta hafa
sig til að hjálpa bófunum og svíf-
ast þess jafnvel ekki að leggja snör-
ur fyrir sjálfan hæstarétt til þess
að fá hann til að taka þátt í þess-
ari helvízkri skollablindu. Loks og
langfremst þeim andvaralausa al-
menningi, sem þekkir ekki slna eig-
in böðla, utan þings og innan, og
hristir ekki af sér svikarana, sem.
vel flestir eru ekki hóti ótrúrri
þjónar í þessu ínáli en í hverju
öðru máli, sem almenningsheill
varðar.
Árshátíð Borgarafélagsíns í jari-
úarmánuði var stærsta veizlan á
vetrinum af þeim, sem karlmenn
einir tóku þátt í. Þar var saman
komið úrval burgeisanna og ann-
ara borgara bæjarins.
Það er á hvers manns vitorði,
að
„Man kom der for at drikke.
For andet kom man ikke."
Veizlan hófst kl. 11 fyrir há-
degi með morgunverði á konung-
lega veitingahúsinu. Andasteik
með smjöri og alls konar köldum
krásum, . . . og bjór, vín og
brennivínsstaup. Hér var undir-
staðan fgngin.
Laust eftir hádegið var kaffi
framreitt með sterkari vínföngum,
og hófst þá drykkjan fyrir alvöru,
— að eins stutt hvíld um miðaít-
ansleytið, meðan eplaskífnanna var
neytt.
Kl. 1 um nóttina fóru flestir
þeir löghlýðnari heim. En hinir
útvöldu héldu áfram í herbergj-
unum, sem frá götunni vissu.
Lögregiustjórinn og fulltrúi hans
voru þar því til tryggingar, að
engin ófyrirséð óþægindi trufluðu
þá: — þangað til sól rann. Loks
var söltuð síid á borð borin.
Þjónarnir hringdu eftir vögnum
og hjalpuðu gestunum út í þá —
nema lögreglustjóranum Cramer. ¦
Það var orðin föst regla, að hann
væri borinn upp á herbergið nr.
13, af því að hann þótti æfin-
lega ófær til heimflutnings.*)
Þessi veizla var alt af eins og
hún átti að vera, — sameiginlegt
roknafyllirí.
Önnur aðaltignarveizla bæjar-
ins — danzleikur Veiðifélagsins
— var fyrir unga fólkið. Þar sat
gyðjan Venus í öndvegi fyrir
stázmeyj'um bæjarins og ungum
verzlunarmönnum. Dætu'r burgeis-
anna voru fullar eins og hænur,
Qg alt framferðið var einna lík-
ast og í hænsnagarði. En öllum
dyrum var jafnvandlega lokað og
við launhelgal' fornaldarinnar,
einkum eftir árið sæla, þegar eitt
af blöðunum hafði með allri nær-
gætni minst á atburð, sem skeði,
er veizlan fór hæst fram, að einni
langstázlegusíu ung^reyju bæjarins
„hafði skjátlast svo að halda, að
mitt danzgólfið væri afskektur
skógarrunni, þar sem jafnvel sið-
ug jómfrú mætti setjast niður án
blygðunar"**). Þessi leiðinlegi
fréttaburður varð til þess, að dyr-
unum var enn vandlegar lokað
eftir en áður, og stúlkan fór úr
bænum. En ahnars var hið sama
að segja um hátíðahöld Veiðifé-
lagsins og Borgarafélagsins: Það,
sem þar skeði, var gleymt.daginn
eftir og hafði aldrei skeð.
Sameiginlegt roknafyllirí, sem
á einni nóttu gerir alla jafna á
flugferð um himingeima ölvím-
unnar, unz öJl vitund hverfur, en
*) Hér á landi mun lögreglustjór-
unum að jafnaði komið heim úr
slíkum veizlum.
En komið hefir það fyrir, að slóð-
ina hefir mátt rekja mikið af leið-
inni, og því ekki allaleið, að ein-
kennishúfan yar við hendina til að
æla í.
**) Hér á landi mun það ekki
hafa oröið uppvist, að dömurnar séu
svo drukknar á danzleikjum, að þær
pyssi á sig eða gólfin. En sþúið
hafa þær. Og í Reykjavík kemur
það fyrir, að hefðarfrúr liggja
dauðadrukknar á útisamkomum, fyr-
ir hunda- og manna-fótum, unz mis-
kunnsainir Samverjar hirða þær og
keyra meðvitundarlausum heim.
Hér í bæ er lítið um drykkjuskap
kvenna, en þó vottur. Og ofan að
kemur sá siður, en ekki að neðan, ,
eins og allir ósiðir.