Alþýðublaðið - 04.09.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.09.1926, Blaðsíða 3
4. september 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ jarðnesku líkamirnir liggja undir bojrðum, í bílum, í einhverju votu eða þvers um i rúminu á herbergi nr. 13, — þetta varhöfuðtilgang- ur veizlu Borgarafélagsins. Veizlunni mátti skifta i þrjú stig-eftir því, á'-hvaða svið tauga- ' kerfisins áfengið verkaði. Fyrsta stig: Meðan steiktu end- urnar voru étnar, eitraði áfengið æðastöðvar mænunnar. Enginn hemill varð á rás blóðsins. Það þaut af stað með ofsahraða eftir úttútnuðum æðum. Menn fundu til hita, lífs og fjörs. Hátt lét í hnífum og matforkum. Menn urðu búlduleitir og rjóðír. Hugrekkið óx'. Skósmiðurinn leyfði sér að brosa og kinka vin- gjarnlega kolli til lögreglustjór- ans. Og lögreglustjórinn lét svo lítið að tala við skósmiðinn eins og jafningja sinn. Menn greip löngun til líkams- æfinga. Borðgestirnir virtust orðn- ir að ítölskum leikurum. Lát- bragðið var svo fjörlegt og hlát- urssköllin svo dynjandi. Annáo stig: Sterku drykkiroir voru bornir með kaffinu, og tíver heilastöðin eftir aðra gafst úpþ og lamaðist jafnt úndir sköllótt- um kúpum sem stázlegasta hár- búnaði. Skynjun, sjálfstjórn, minni og blygðunarsemi urðu á burtu eins og hverfandi tíbrá. Alt vit og vel- sæmi drukknaði í áfengi. Hávað- inn varð að skarkala, og menn- irnir hegðuðu sér eins og sið- lausir apar. Lögreglustjórinn, Cramer, stóð eins og klettur úr hafinu/ Þessi -gáfaði háðiugl gerði sig píreygð- an og brosti við og við háðslega, tsvo að skein í breiðar framtenn- urnar. Vínið og líkjörarnir höfðu ekki haft meiri áhrif á heila þessa .sterka manns, en venjuleg sagó- súpa. Hann var alvanur drabbinu og naut þeirra áhrifa, sem áfengið hafði á söfnuðinn. Grímurnar féllu af andlitunum; hver heilinn efttr annan lamaðist, og þessir hægfara menn breyttust í hams- lausa vitfirringa. Þriðja stig: Nú tók áfengið að eitra og lama þær heilastöðvar, sem stjórnuðu höndum og fótum, tungu og augnalokum. Hver stöðin eftir aðra gafst upp. Hendurnar urðu svo þungar, að þeim varð ekki valdið, augna- lokin eins og úr blýi, andlitin stirð og dauð. Hausarnir dingluðu máttlausír ' í hálsliðunum. Tung- urnar aflvana og dröfuðu dellu. Cramer varð* sífelt meiri og meiri einstæðingur í þessum vitr firringahóp. Og loks varð honum það þjáning að vera einn ódrukk- inn. En það var ekki fyrr en allra sterkustn drykkiínir voru fram bornir, að röðin kom að honum. Aleinn — en burgeisarnir horfðu á hann með skelfingu — helti hann fljótt og ákveðið yatnsglas- ið sitt barmafult af whisky, — og jafnfljótt helti hann því í sig án þess að hika, án þesS að bragða á því, án þess svo mikið sem að horfa á það. Eitt glas í viðbót, — eitt til, — alis 4—5 glös rólega hvert á eftir öðru, — þá loksins tók að lokast fyrir hvert sviðið eftir annað i meðvitund4 þessa sterka og gáfaða manns og önnur að láta sig. „Sko, sko, — sko s-v-v-í-n-i-ð!" stömuðu burgeisarnir hver upp í annan. ' Enn gat hann setið og talað við urtakramarann, sem af til- viljun sat hjá honum. Umræðu- efnið var Dante og" ætt hans. Lögreglustjórinn hafði sýnilega á- nægju af að taka eftir, hversu erfiðlega hinum gekk að halda þræðinum', . . . en alt í éinu — í miðri ræðunni — fóru að koma eyður í hugsun hans sjálfs — eins og dökkir dílar, þar sem efnið var horfið, en urtakramarinn gapti sveittur lipp í hann. „Hvað var það, sem við vorum að tala um?" heyrði hann sagt með sinni eigin rödd hálfum öðrum þumlungi fyfit neðan nef- broddinn. M mundi hann alt í' einu eftir Dante, en að eins eftir nafninu, sem var eins og skurn með engu innan í, hvernig sem hann sperti brýrnar og, skerpti hugsunina. „Vorum við að tala um Dante ? Dante ? — Hver f jandinn var hann annars, þessi Dante?" sagði hann við urtakramarann. „Varð það nokkurn tíma upp- víst?" anzaði hinn til. Cramer hafði alveg tapað sam- bandinu milli nafnsins og hug- myndarinnar. En tungan drafaði enn þá um Dante eins og stjórn- laus véL. Jafnóðum og vitið slokknaði, kom dýrseðli hans upp Aukafund heldur st. 'ýVikingur" nr; 104 mánu- dagskvöld kl. 8 á venjulegum stað. Áríðandi mál á dagskrá. Eftir fundinn verður veitt trúnaðarstigið þeim, sem rétt hafa til þess. Æ. T. á yfirborðið, og brátt var hann orðinn að sælum apa meðal apa, en svo klúr og ógeðslega rudda- legur, að enginn apinn í dýra- garðinum, þó mál hefði — svo andstyggilega sem þau dýr hegða sér í búrum sínum — myndi hafa getað kept við lögreglustjórahn í viðbjóðslegu orðbragði. Þangað til öll vitund var horf- in, líkaminn gerði uppreisn og blind innyflin sendu eitrað inni- haldið öfuga leið út um dofinn kjaftinn.------- — Þannig var veizlan. Þannig var, hátternið ár eftir ár. Uppi í Henglafjöllum. Meðan sólin sætt og rótt sefur í Ránar hðllum, vaki ég einn um ágústnótt uppi í Henglafjölium. Silfurmáninn siglir hljótt á sólna boðaföllum endilanga ágústnótt yfir Henglafjöllum. Tíminn líður furðu fljótt, fjaxri byggðum öllum, yndislega ágústnótt, uppi í Hengíafjöilum. Vökumanni verður rótt vættum hjá og tröllum yfír heiða ágústnótt uppi í Henglafjöllum. Víða er fleiri gæða gnött, gagnleg, "sem við kölium. En fögur ertu, ágústnótt, uppi í Henglafjöllum. Hvað ég hefi hingað sótt, herma skal ei öllum. En aldrei gleymi ég ágústnótt uppi í Henglafjöllum- Lífsins göllum gleyma skjótt, gleyma raunum öltum býður ölium ágústnótt uppi í Henglafjöllum. P.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.